Skátablaðið


Skátablaðið - 01.10.1953, Side 4

Skátablaðið - 01.10.1953, Side 4
SIGMUNDUR R. FINNSSON: Horft unt öxl (Lauslegt yjirlit yfir Pan-Pacific-Jamboree í Ástralíu 1952-1953.) Sunnudagurinn 30. des. 1952 hefur í flestra augum verið líkur öðrurn fyrirrenn- urum sínum, sem hver af öðrum hafa reitzt af dagatalinu og hafnað í bréfakörfunni. Hvað mig snerti, var hann merkur varði á langri leið, sem kostað hafði fé, tíma og fyrirhöfn að yfirstíga. Ég var staddur á Jamboree-svæðinu í Greystone, ca. 30 mílur frá borginni Sydney í Ástralíu. Að baki voru þúsundir mílna, framundan, tvær vikur meðal erlendra skátabræðra. TJALDBORGIN: Fyrir tæpu ári, hafði næsta fullkomin kyrrð ríkt yfir þessum merka landnámsstað Ástralíumanna, kyrrð, sem engin hafði dirfst að rjúfa, nema tillitslaus vindur í leik sínum við laufskrúð gúmítrjánna. í dag var sagan önnur, söngvar, hlátrar, gleði- köll og samómur óteljandi vinnutækja berg- Skátaflokliur frá Nýja-Sjálandi. málaði í hlíðunum og grundirnar titruðu af fótataki lífsglaðrar æsku. Hér á vettvangi gagnkvæms skilnings og bróðurkærleika var ég sjónarvottur að fæð- ingarhríðum nýrrar borgar, sem taldi inn- an veggja sinna 11 þúsund íbúa frá 14 mis- munandi þjóðum. Hér bar að líta snoturt sléttlendi í skjóli ávalra hlíða, tjald við tjald skipulega nið- urröðuðum við stræti og torg, skuggsæla lundi og hávaxin tré. Þéttvaxinn undirgróð- urinn, sem fyrir nokkrum mánuðum hafði teygt sig upp eftir trjástofnunum hafði ver- ið ruddur, stofnar felldir og svæðið hreins- að. Síðan hafði menningin haldið innreið sína, götur lagðar, verzlanir, byrgðaskemm- ur, sjúkrahús, brunastöð, bankar og kirkj- ur risu frá grunni. Hér var sími, pósthús og vatnsveita. í stuttu máli, allt, sem ein- kennir nútíma borgarlíf (að undanskyldu fangahúsi). Göturnar voru breiðar og reglulegar, og eins og í hverri annarri borg báru þær sín sérstöku heiti. Allir kannast við nöfn eins og Rowallangata, Sommersvegur, og t. d., þá var íslandi ætlaður staður í tjaldbúð nr. 1 við Baden Powellgötu. Var það fjöl- skrúðugasta tjaldbúðin, því þar voru einnig Hong Kong — Malta — Fiji — Ceylon og Indo-Kína. ÞEKKTI ÍSLENZKA FÁNANN. Ég er ekki sérlega trúaður á dularfull fyrirbrigði, fremur en aðrir íslendingar, en þegar fyrsti skátaforinginn, sem ég hitti 16 SKÁTABLAÐIÐ

x

Skátablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.