Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 05.01.1962, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 05.01.1962, Blaðsíða 7
Ní VIKUTlÐINÐI Yta 1 X 3 4 |S" í 1 8 1 m " i uz Jí /1 15 r ii /7 /5m 11 *o WZB %s 2? ^C iX 29 17 n 3o 31 I 1 1 M b 3}' 31 3S 3* t,i « r* 4} Si 1 T^ hl sí\ SB SX <<1 51 Sö ÍX 53 5> 5V u ¦ Cí ÍÍ Ct tf krossgáta Lárétt: 1. Vilsu — 5. Ösóni — 10. Stytta — 11. Ósiðprýði _ 13. Fangam. — 14. Velta — 16. Aftrað — 17. Tónn — 19. Sambandsheiti — 21. Flík -_ 22. Nátthag — 23. Steimi — 26. Hirta — 27. Atviksorð — 28. Nautnasýki — 30. Forsetning — 31. Hreysi — 32. Skeldýr — 33. Samhlj. — 34. Fangamark — 36. Öþjált — 38. Fiskur — 41. Virðing — 43. Gabb-j aði — 45. Tónn — 47. Fisk-| ar — 48. Umgjörð — 49. Ógna — 50. Þrep — 53. Nátt úrufar — 54. Greinir — 55. Seglskip — 57. Ráf — 60. Fangamark — 61. Þvinga — 63. Prestverk — 65, Meiða — 66. Þægt. Ló ðré tt: 1. Samhlj. — 2. Magur — 3. Röng — 4. Námsgrein — 6. Kalla — 7. Skapmikla — 8. Á fugli — 9. Forsetn- ing — 10. Prestverk — 12. Angraði — 13. Tilfinningin — 15. Flón — 16. Byr — 18. Suðurlandabúi — 20. Vistir — 21. Handfjatl — 23. Tvístrar — 24. Tónn — 25. Truflaði — 28. Máttur — 29. Kjarri — 35. Iiflar ! — 36. Málhelta — 37. Fóta- [ tak — 38. Hjarir — 39. Æg- ! isnál — 40. Lýgi — 42. Fóðr aður — 44. Samhlj. — 46. Stafirnir — 51. Hey — 52. Fugl — 55. Hríð — 56. Óða- got — 58. Tró — 59. Kven- 1 dýr — 62. Tónn — 64. Sam- , hljóði. ,.í,7 r-..A^'~.'.f«« NÝTT HEFTI KOMIÐ! HEILSAÐ EFTHi HLÉ. Eftir að hafa hvílzt svo lengi frá ritstörfum, sem raun ber vitni, þyrfti ég helzt að byrja á því að bjóða ölkim lesendum gleðileg jól, gott og farsælt komandi ár, og þakka fyrir það garaila, og læt hér með verða af því. Þessi mesti annatími ársins kemur niður á dálka- fyllurum blaðanna að því leyti, að auglýsingar ganga fyrir öllu öðru efni, og þó maður sé búinn að vanda sig hvað bezt maður getur, og jafnvel leiðrétta hand- ritið, er ritstjórinn vís með að afhenda manni það aftur með þeim orðum, að það sé eklki pláss. Það verði að ske'lla auglýsingu í dálkinn. Og það tjóir ekkert að rífast við ritstjóraxin, maður verður bara að taka handritið sitt aftur og fbugsa með sér að skella ein- hverju rosalegu í dálkinn næst. Sem sagt, ég er kominn aftur, eins og Hallbjörg sagði. EFTIRHERMUR EÐA EI. Eg hafði regliulega gaman af grínþættinum í út- varpinu á gamlárskvöld. Enda þótt Karli blessuðum tækist eikki að ná öllum jafnvel, er hann slikur snill- ingur í eftirhermum og raddbeitingu, að beinlmis má furðulegt teljast, og eiga slíkir menn öðrum me:ra lof skilið, er hafa þor og snilligáfu til að bregða upp fyrir oibkur sjálfum ýktri mynd af því, sem ankannanlegt getur talizt í fari okkar. Það gæti þá farið svo, að maður reyndi að laga það. En ástæðan til þess, að ég minnist hér á þetta, er sú, að nokkur eftirmál hafa orðið um útvarpsþátt þenn an og iþað, hvort eftirhermur eigi yfirleitt rétt á sér. Hvort það eigi ekki bara að banna mönnum að herma eftir öðrum, oft þjóðkunnum sæmdarmönnum, sem ekki megi vamm sitt vita! Gegn þessu vil ég taka eindregna andstöðu, og hvetja menn, hvort sem þeir verða fyrir barðinu á eiftirhermurum, eða ei, að læra að meta hið ©njalla, hið nauðsynlega við glettni iþessa. Strax og einstakl- ingur, að ekki sé talað um heila þjóð, ihættir að geta hlegið að því, sem verið getur spaugilegt í fari hans sjálfs, þá er ihreinn voði á ferðum. Þegar maður fer að álíta siig svo mjög upp yfir alla hafinn, að ekkert broslegt geti verið í fari hans, þegar bann fer að taka sjálfan sig svo alvarlega, að ekki megi hrófla við hans heilagleik, þá er vist betra að fara að gá að sér. w HÆTTULEGT VOPN. Vissulega skal ég viðurkenna það, að kímni getrar verið hættulegt vopn, og aðhlátur hefur orðið til þeas að eyðileggja menn og málefni, en það er aðeins begar honum hefur verið beitt sem vopni í stjórnmálaerjum eða valdabaráttu. Glettni 'á borð við eftirhermurnar hans Karls hefur hvergi koniið óvægar niður á einum en öðrum. Stjórnmálamenn hafa fengið sitt, kennileið- togar hafa fengið sitt, ieikarar og hverskyms framá- menn hafa fengið sitt — og við þessu er ekki nokkur ástæða til að amast Miklu fremur ætti hver og einn að líta á það sem upphefð að komast í hópinn. Það er ótvírætt merki þess, að streðið hafi heppnazt og frægðin fengin, því ekiki þýðir að herma eftir neinum, sem almenningur kannast ekiki við, hversu sérkennilleg- ur sem hann kann að vera. Sem sagt, okkur er nauðsyniegt að geta hlegið að s.iálfum okkur, og við eigum að vera 'þeim þafcfclátir, sem sýna okkur í spegli, þótt spéspegill sé. Allt hnjóðs- tal um sMka snilhnga sem Karl Guðmundsson á engan rétt á sér. Það er sprottið af fíflslegum hégómasikap, sem hverjum og einum ber að uppræta hjá sjálfum sér. G r í m k e 11.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.