Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 30.03.1962, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 30.03.1962, Blaðsíða 2
2 NÝ V IKUTIÐINDI NÝ VIKUTÍDItiD koma út fyrir hverja helgi og kosta 4 kr. í lausas. Pramkvæmdastjóri: Geir Gunnarsson, sími 19150. Ritstjóri Baldur Hólmgeirsson, viðtalst. kl. 10—12. | AugLstjóri: Bragi Sigurðsson, símar 14856 og 18833. Ititstjómarskrifst.: Höfðatúni 2, sími 14856 og 19150. Prentun og útgáfa: Stórholtsprent h.f., Höfðatúni 2, sími 19150. — Áskriftargjald er 150 kr. árgangurinn og gr. fyrirfram. Ríkisútgáfur I útvarpinu fyrir skömmu var rætt um ríkisútgáfu námsbóka og bókaútgáfu Menningarsjóðs. Voru menn ekki á eitt sáttir um nauðsyn þessara fyrirtækja, né réttmæti þess að ríkið stæði fyrir útgáfu bóka, sem eiga að móta skoðanir og hugarfar fólksins. Það var jafnframt bent á að einstaklingar gætu tæplega gefið út bækur þær, sem þyrfti til skóla, eða gert þær svo vel úr garði sem nauðsynlegt væri. I»etta síðasta atriði fellur um þá staðreynd að beztu kennslubækur, sem hingað til hafa verið gefnar út til kennslu í framhaldsskólum eru gefnar út af ein- stökum forlögum eða bókaverzlunum. Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og ísafoldarprentsmiðja hafa gefið út margar mjög góðar og smekklegar kennslu- bækur. Ein röksemd þeirra, sem vildu viðhalda ríkisútgáf- unni var sú að bækur yrðu þá miklu ódýrari og fá- tækasta fólkið þyrfti ekki að láta bömin sín ganga bókalaus í skólann. Minnti einn þeirra, sem ræddi mál- ið á að þannig hefði þetta verið fyrir allmörgum ár- um. Það er annars imdarleg sú hugsun, sem alltaf er í gamla tímanum og kann ekld að draga réttar álykt anir af nútímaástæðum. Það er auðvitað augljóst mál að þessi röksemd á ekki við lengur. Bókaleysi nem- enda í dag stafar ekki af peningaskorti í framhalds- skólum. Annað hvort er um að ræða gleymsku eða kæruleysi, þegar einhvern nemanda vantar kennslu- bók. Og jafnvel þótt svo sé að einhverjir foreldrar séu svo efnalitlir að þeir geti ekki keypt námsbækur fyrir barnaskóla á fullu verði, þá er miklu hagkvæm- ara og ódýrara að veita bara bömiun þessara for- eídra vissa bókastyrki, Auðvitað hefur margt gott komið frá bókaútgáfu Menningarsjóðs. En maður spyr hvort bækur forlags- ins hafi allar verið svo nauðsynlegar. Bókaútgáfa á fslandi er svo fjölbreytt að þar er varla nokkurt skarð, sem þyrfti að fylla, sérstaklega. Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur því ekki Iengur sérstöku hlut- verki að gegna. Aðrir bókaútgefendur, t. d. Ragnar í Smára em orðnir svo sterkir að jæir geta alveg sinnt þeim verkefnum, sem B. M. hefur haft með hönd- um. Svo er aldrei að vita hvenær ríkisbókaútgáfur verða notaðar til að undirbyggja viss pólitísk viðhorf meðal æskmmar. Og þá erum \ið ekki langt frá Rússlandi. — Aquila. YASMIN, eldstúikan, sem skemmtir gestum Kiúbbsins, hefur sannarlega upp á að bjóða skemmtiatriði, sem vert er að sjá, og ástæða er til að geta sérstaklega. Hún 'hefur allt til að bera; sem prýtt getur góðan skemmtikraft, fagurliimuð og þökkafull, ynd isþokki í ihyerri ihreyfingu, búningur skemmtilegur og allt útlit með ágætum. Dans hennar með eldinn er fim- lega útfærður, og ótrúlegt hvernig hún meðhöndlar log ana af dirfsku og tíguleik. Það má vel vera, að þessi unga stúlka hafi enn ekki skapað sér stórt nafn í skemmtanaheiminum. Það varpar engri rýrð á atriði hennar. Það er jafn stórkost- legt fyrir því. Þegar ég fór í Klúbbinn um helgina og naut þeirrar ánægju að sjá atriðið, fannst mél mikið til u™, — en það var mér tals- vert undrunarefni, hve .lítt áhorfendur hirtu um að láta 'hrifni sína í ljós. Eg efast ekki um, að sama fólkið hefði fagnað óspart hverjum þeim skemmtikrafti, sem með uppauglýstu nafni hefði sýnt annað eins og þó tæp- Iega það. Snobberí er hvimleið ár- átta, sem við ættum ekki að hleypa að á skemmtistöðun- um. Við eigum að meta skemmtiikraftana eftir verð- leikum, ekki eftir nafni. Við heyrum svo oft um það rætt, að ýmsir þessara skemmti- krafta, sem hér koma fram, komi aðeins fram á þriðja klassa skemmtistöðum erlend is, og vegna þess, hvað þeir séu láglaunaðir, þá hafi skemmtistaðimir hér efni á að ráða þá til sín. Slíkri fjar stæðu 'hafa skemmtistaðirnir hér hrundið með því að fá til sín ýmsa heimsklassa- skemmtikrafta, sem óþarfi er upp að telja. Og þó að skemmtikraftar þeirra „fínu“ staða, sem ístenzkir túristar virðast sækja svo mjög, þá þeir skreppa út fyrir land- steinana, séu ekki tíðir gest- ir hér, þá hafa ýmsir þeirra, sem hingað hafa 'komið, sann arlega verið framartega á sínu sviði. f / Klubburinn er glæsilegur skemmtistaður, sem borg- inni er sómi að. Og þeir ágætu skemmtikraftar, sem þar koma fram, auka enn á veg hans og glæsibrag. DIXIE-SEXTETT kom fram í útvarp fyrir skemmstu, og enda þótt und ir ihöfuð legðist að skýra frá meðlimum hljómsveitarinn- ar, hef ég grun um, að þar sé á ferðinni vinur minn Karl Jónatansson, harmóniku- og saxófónleikari, sem haft hef ur músíkiskóla hér í borginni um langt skeið, og er mikill áhugamaður um hinn gamla, góða dixieland. Enda brást ■hljómsveitin ekki vonum mín um, hvað dixie-inn snerti, hann var samstilltur og á- nægjulega útfærður, og væri sannarlega gaman að heyra hann oftar. En sem sagt, það átti að segja obkur, hverjir væru í hljómsveit- inni, það var meiri ástæða til að ikynna hljóðfæraleik- arana en söngkonuna. GUNNAR ORMSLEV kom fram með hljómsveit í Næturklúbbnum fyrir skemmstu, og hef ég heyrt, að hún hafi verið skipuð úr- valsmönnum (Kristján Magn ússon á píanóið m. a.) Síðan KK hætti um áramótin hef- ur Iþessi ágæti sexófónleikari heyrzt alltof sjaldan, en nú eru uppi raddir um, að hann verði einhver ikvöld vikunnar í Næturklúbbnum með hljóm sveit sína, og væri vel, ef satt reynist. IIHK MNTETTINN á Akureyri lék reglulega skemmtilega 1 útvarpinu fyr ir skemmstu, og vakti mikla athygli, og þá ekki sízt söngvarinn Ingvi Þór, sem virðist vera prýðissöngvari, sem gaman væri að heyra oftar. Hljómsveitarstjórinn Haukur Heiðar lék Rómans (Tsjækofskí) með mikilli prýði, og útsetningin á Reykjavíkurmeynni (Pliokan í Peru) hreint afbragð. VINSÆLDALISTINN, sem birtist 1 síðasta blaði, hefur vakið mikla athygli, ekki sízt fyrir þá sök, að mörg laganna, sem þar eru efst á blaði, eru þegar kom- in í djúk-boxin, og er áhugi eigenda talsvert meiri fyrir nýjungunum en forráða- manna tónlistardeildar út- varpsins okkar, en það verð- ur æ meira imdrunarefni með hverjum deginum, hverjum hafi dottið í hug að fela þeim slíka forsjá. (Midnight in Moscow mun ekki hafa heyrzt í útvarpinu nema þetta eina skipti, sem um var getið í síðasta blaði. Á ekki eihhver góðhjartað- ur maður eintak af plötunni, sem hann vill gefa útvarp- inu!) Breytingarnar á listanum eru litlar — nema hvað nýja platan hans Elvis rauk úr 36. sæti í það 10., en það er ■lagið GOOD LUCK CHARM. Tíu efstu eru núna: 1. Hey, Baby! (Bruce Channel) 2. Don’t break the Heart, that loves you (Connie Eancis) 3. Midnight in Moscow (Kenny Ball) 4. Let Me In (Sensations) 5. What’s Your Name (Don & Juan) 6. Slow Twistin’ (Ohubby Ohecker) 7. Twistin the Night Away (Sam Cooke) 8. Love Letters (Ketty Lester) 9. Dream Baby (Roy Orbison) 10. Good Luck Oharm (Elvis Presley) MINNINGARKORT KRABBAMEINS- FÉLAGS ISLANDS fást á eftirtöldum stöð- um: Skrifstofu félags- ins. Blóðbankanum. Bar- ónsstíg, öllum apótek- um í Reykjavík, Kópa- vogi og Hafnarfirði Verzl. Selás, Selási. Guðbjörg Bergmann, Háteigsv. 52; Afgr. TÍMANS, Bankastræti 7; Daníel verzl., Veltu- sundi 3; skrifst. Elh- heimilisins Grund og verzl. Steinnes, Seltjam- amesi; Pósthúsinu í Rvík (áb.bréf) og ölium póstafgreiðslum á land- inu — (Geymið aug- lýsingima). Krabbameinsfél. íslands. ó skemmbisbööunLjm

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.