Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 30.03.1962, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 30.03.1962, Blaðsíða 4
4 NY VIKUTIÐIND5 312,770 psundkalar i umf. Us* a'eiktDÍnguin bankarssia Um síðustu áramót voru seðlar í umferð alls tæp 510 milljónir króna á landinu. I verstu og hættulegustu seði- unum, þúsundköllunum, vom 312,8 milljónir kr. og næst- verstu seðlunum, hundrað- köllunum, 93,6 millj. kr. Hins vegar voru ekld nema 69,3 millj. í beztu seðlunum fimm hundruð króna seðlun- um, .og í fimmtíuköllunum voru aðeins 1,9 millj. kr. í umferð. Þessi seðlavelta gefur þó síður en svo rétta mynd af raunverulegri umferð pen- Lnga, iþví þar koma ávísanir vitanlega til sögunnar, eink- um ef um miklar fjárhæðir er að ræða. Tölur um útlán banka og sparisjóða í árslok 1961 segja þar talsverða sögu, en útlánin voru þá 4,- 544 millj. kr. Þau hafa meira en tvöfaldast frá því í árs- lok 1955! Samt hafa þau að- eins minnkað á tveimur und- anfömum. árum. Inniögin hafa einnig auk- izt gífurlega síðustu árin, og á árinu sem leið jukust þau um 786 millj. kr. Seðlaveltan jókst um 96 miMj. kr. á síðasta ári. Goöafoss - (Framh. af bls. 8) ingja mennina með rosafrétt inni, sem tóku hana svo al- varlega, að þeir héldu um tíma að þeir mundu missa skipið upp í sekt. Og þegar Morgunblaðið tók að draga inn, hafði það ekki upp á merkilegri fréttir að færa einn daginn, en að þeir hefðu átt tal við þre- menningana. Um hvað var ekki getið, nema þeir hafi verið að biðja þá fyrir pakka heim, sem var ekki ólíklegt. Almennt er nú farið að henda garnan að þessu, og gárungarnir segja, að eina verulega tjónið, sem af þessu hafi hilotizt, sé reikningur- inn, sem Einar Baldvin skrifi fyrir lögfræðilega aðstoð. Einhver nefndi hálfa milljón króna. Óttar Möller og Einar Bald vin eru sagðir hafa keypt sér happdrættismiða 1 Irish Sweepstake! Kommar liurt - (Framh. af bls. 8) Þeir ihafa aíls staðar orðið til bölvunar og hafa gegn- sýrt siðgæðisvitund almenn- ings af hatri til þeirra, sem unna frelsi og framtaki ein- staklingsins, enda er svo kom ið í einræðisríkjum kommún- ista, að bróðir treystir ekki bróður og faðir ekki syni. Baráttuaðferðir þeirra hér Iendis bera það líka með sér, tii hvers þeir væru líklegir ef þeim tækist að hrifsa til sín völdin. Sem betur fer er það ekki á döfinni að svo verði, en vissara er að hafa vaðið fyrir neðan sig og ein- angra þá áður en það er orð ið um seinan. GLAUMBÆ Hádegisverður á hálftíma framreiddur kl. 11.30—14.30. Hér á eftir fer MatseðiII vikunnar: Föstudagur 30. marz Baunasúpa og Steikt fiskflök með remoulade kr. 30. eða Omelett með bacon kr. 30. eða Saltkjöt og baunir kr. 40. Laugardagur 31. marz Mjólkursúpa eða Consomme og Soðinn saltfiskur með smjöri kr. 30 eða Heltt Labescoves kr. 30 eða Xartalcttur með hangikjöti kr. 40. Sunnudagur 1. apríl Aspargussúpa og Steikt fiskflök með coctailsósu kr. 35 eða Omelett með sveppum kr. 30 eða Lambasmásteik með grænmeti kr. 40. Mánudagur 2. apríl. Xómatsúpa og Soðinn fiskur með smjöri kr. 30 eða Spaghetti Italian kr. 30 eða Gullash með kartöflumauki kr. 40. Þriðjudagur 3. apríl Grænmctissúpa og Soðin ýsuflök með coctailsósu kr. 30 eða Egg Beary kr. 30 eða Steikt lambalifur með Iauksósu kr. 40. Miðvikudagur 4. apríl Karrýsúpa og Steikt fiskflök Menuiere kr. 30 eða Bixematur með eggi kr. 30 eða Kryddsoðinn bauti með grænmeti kr. 40. Fimmtudagur 5. apríl Kjötsúpa og Steiktur fiskur með Iauk kr. 30 eða Omelett með skeinku kr. 30 og Lambakjöt og kjötsúpa kr. 40. ATHUGIÐ að þjónustugjald og söluskattur er innifalið í verðinu. FRÍKIRKJUVEGI 7. Símar 22643 og 19330 Aðalatriðið er að losna við þá úr opinberuim stöðum. Það nær engri átt að launa þessa erindreka erlends stór- veldis með opinberu fé og hafa þá í embættum, sem opna þeim dyr inn í hvers- konar opinber skjöl og skipu lag hins íslenzka lýðveldis. Þetta á að vera kappsmál lýð ræðisflokkanna, og því fyrr því betra. WiaMWMMHWWIBgBWBBa^Wl ASvarleg emSyfglöp - (Framh. af bls. 8) fleiri, en hann verður að telj- ast fullkomlega ábyrgur fyr- ir tjörunni í vatnsgeymunum en það eitt ætti vissulega að vera nóg til að rannsókn fari fram. Nú virðist sem slökkviliðs- stjóri iSé farinn að reyna að efla álit slöklfviliðsins með heldur vafasömum aðferðum, sem sé þeim, að verksvið þess virðist ná út fyrir tak- mörk flugvallarins. Þegar eldur kom upp í húsinu Kirkjutorg 6, yar flugvallar- liðið sent á staðinn og tók það um íklukkutíma að koma sér á vettvang, vegna þess að slökkviliðsmenn voru sof- andi. Það mun hafa tekið góða stund að vekja þá, auk þess -sem illa gekk að koma bílum liðsins í gang þar sem þeir voru geymdir í bragga liðsins á veJIinum. Þegar til kom var af þehn heldur lít- ið gagn við þann bruna. iÞegar frystihúsið í Kópa- vogi brann, var flugvallar- liðið sent þangað. Tveir bílar þess voru sendir á vettvang og tók það um 50 mínútur fyrir bá að fcomast á stað- inn í stað 10 mín. eins og get ið var um í blöðum á eftir. Á Reykjavíkurflugvelli var þriðji slökkviIiðsbQl- inn skilinn eftir til örygg- is ásamt einum manni. Meðan hinir tveir bílar voru við frystihússbrun- ann Ienti flugvél með bil- aðan mótor og átti þessi eini bíll að vera til aðstoð- ar ef á þyrfti að halda ásamt þessum eina manni, en þegar til kom reyndist bíllinn ógangfær og varð ekki hreyfður. Sem betur fór tókst lend- ing þessarar flugvélar vel, en hvað hefði skeð ef um eld hefði verið að ræða og vél- inni hefði Ihlekkzt á í Iend- ingunni? Ónýtur slökkviliðs- bíll hefði að engum notum komið og fllugvélin ef til vill brunuið áður en nokkuð væri að gert. Þá hefðu stór orð og afsafcanir slöbkviliðsstjóra Rvíkurflugvallar lítið haft að segja. Það má segja, að með þessu sé skörin farin að fær' ast upp á bekkinn þegar slökkviliðsstjóri flugvaUai’- ins er farinn að senda lið sitt upp í sveit til að slökkva eld sem slökkvilið Reyfcjavíkur ræður fullkomlega við, en a sama tíma lendir flugvél i neyð aufc þess sem fjöldi flugvéla fór um völlinn þenn an tíma sem slökkviliðið var í burtu. Hingað til hefur starfssvið flugvallarliðsins verið innan takmarka flug- vallarins og innan þess ramma ber þvá að halda sig- Ef Guðmundur Guðmunds- son heldur að hann aufci álit manna sinna og sjálfs sín með slíikum vinnubrögðum, þá er það mesti misskilning- ur. Hér er um alvarleg emb- ættisiglöp að ræða og með þeim hefur slökkviliðsstjóri enn sýnt það, að harni er ó- hæfur til að gegna sínu emb- ætti og ætti fyrir löngu að vera búið að losa hann við það. Hann hefur gert sjálfan sig að viðundri í augum al- mennings og sennilega flestra kolílega sinna, sem hlæja að honum svo ekki se meira sagt, eða var hann kannske að hugsa um pínu- litlu æfinguna í maímánuði, þegar hann sendi bíla sína í frystihússbrunann í Kópa- vogi? Það er of mikið í húfi til þess að brunamálum flugvall arins sé sinnt af slíku kæru- leysi sem raun ber vitni. Það er fcominn tími til að við- komandi yfirvöld taki í taum ana og rannsaki brunamál flugvaliarins svo og feril slökkviliðsstjórans, víki hon- ura tafarlaust úr embætti og láti mann með vit í kollin- um og i-eynslu í -svona mál- um hljóta þetta starf. 29 Aprll - 8 May 1962 HANNOVER KAUP- STEFNAN verður haldin 29. apríl til 8. maí. 5400 aðiljar sýna allar greinar vesturþýzkr- ar tækniframleiðslu og mikið af framleiðslu ann- ara Vestur-Evrópuþjóða. — Hópferð verður farin á sýninguna. Aðgönguskir- teini, gisting, flugfarseðl- ar. Hafið samband við oss sem fyrst. FERDASKRIFSTOFA RÍKISINS SÍMI 1-15-40.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.