Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 30.03.1962, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 30.03.1962, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI 7 krossgáta ^árétt: 1 Glóra — 5 Kvensnift — 10 Skógardýr — 12 í tafli (ef.) __ X4 Stirða — 15 Hvfldist — 17 Hafrót — 19 l>rír eins — 20 Sundraður 23. Sunda — 26 Ambátt- aT — 26 Heimting — 27 Á fiski — 28 Ættamafn — 30 f'æða — 31 Dugnaður — 32 Veiðarfæri _ 34 Dóna — 35 Græðgi — 36 Rusli 38 Land ' 40 Láð — 42 Krafturinn 44 Kaupfél. — 46 Félaus 48 Karlm.nafn — 49 Þjóð flokk — 51 Eyða — 52 Kjúku — 53 Trufluðu — 55 Þrír eins — 56 Lengdarmál — 58 Nátturufar — 59 Plagg — 61 Vondur — 63 Karlm.nafn — 64 Veiðar- færi — 65 Þurrbrjósta. Lóðrétt: 1 Naumur — 2 Biblíunafn — 3 Land í Asíu — 4 Sam- hlj. 6 Samhlj. 7 Karlm.nafn — 8 Hættumerki — 9 Stór- fljót _ 10 Veitt — 11 tJr- koma — 13 Spekingur — 14 Trylltar — 15 Úrgang — 16 Trítla — 18 Sjaldgæfir — 21 Samhlj. — 22 Átt — 25 Hálir — 27 Hægindanna — 29 Ýrt _ 31 Grískt skáld — 33 Atviksorð — 34 Sam- liggjandi — 37 Land í Afr- íku — 39 Hrausta — 41 44 Hrúga — 45 Stafn — 47 Herrastétt — 43 Keðja — Tautar — 49 Dýrshljóð — 50 Forsetn. — 53 Á litinn — 54 Ráðstjórnarríki — 57 Á fugli — 60 Samhlj. — 62 Fangam. — 63 Hljóðst. Ljósboginn Hverfisgötu 50. (Sími 19811) Viðgerðir á biladinamó- um og störturum. Vind- ing á rafmótorum. Eig- um fyrirliggjandi dína- móanker í flestar gerð- ir bifreiða. — Vönduð vinna, lágt verð. »Eg get ekki komið út strax. Eg er að hjálpa honum með heimadæmin mín.“ Ljósbopn Hverfisgötu 50. VORH) ER KOMIÐ ... Það leynir sér ekki, að vorið er á næstu grösum, og hérna sunnanlands að minnsta kosti höfum við sann- arlega fengið að njóta unaðarins talsvert fyrirfram, en veðurguðirnir ihafa undanfamar vikur verið okkur svo góðir, sem raun ber vitni. Og strax og daginn tekur að lengja, hýrnar heldur en ekki yfir manni, og geisl- ar blessaðrar kvöldsólarinnar eru samnarlega kærkomn- ir orku- og lífgjafar, sem ástæða er til að fagna. Og nú, iþegar dag tekur að lengja, finnst mér ráð að þeir vísu menn, sem stjóra umferðamáliun okkar, setjist á rökstóla og taki til meðferðar þau vanda- mál, isem hæst ber í því sambandi, og hætti ekki fyrri en þeir finna einhverjar leiðir til úrbóta. Eg er ekki sérstakleiga að tala um vandamál í sambandi við sum- artraffíkina, slysin á þeim árstíma stafa að mestu leyti af óaðgæzlu bílstjóra og vegfarenda sjálfra, og úrbætur í þeim efnum verða víst seint fundnar. Nei, ég á við, að nú noti þeir sumarið til að taka til at- hugunar skammdegistraffíkina og þau vandamál, sem skapazt hafa í sambandi við hana, og eru ekki að öliu leyti bifreiðastjórum eða vegfarendum að kenna, heldur að ýmsu leyti umferðaryfirvöldunum sjálfum.- Eg efast ekki um, að þar komi mörg atriði fram, mörg og merkileg, en mig langar til að benda - sár- staklega á tvö, sem ég er sannfærður um, að verði mjög til bóta, og séu því verð gaumgæfiiegre- at- hygli. I fyrsta lagi eru Ijósin á ibifreiðunum, en það atriði finnst mér stórmikilvægt að setja ákveðnar reglur. Við þurfum ekki að rifja upp fyrir okkur, hversu oft hefur verið kvartað yfir því í sambandi við slys, að bifreiðarstjórinn hafi blindazt af Ijósum annarra bifreiða, og sjálfir ihöfum við svo margreynt þetta, bótt ekki hafi orðið að slysi, að ástæðulaust er að f jöl- yrða um þetta frekar. Mér finnst umferðalöigreglan hafa verið alltof meinlaus við bifreiðastjóra, sem gant- ast hafa um götur borgarinnar með hærri ljósin æp- andi framan í uimferðina. Nú er það svo, að lægri Ijósin eru iðulega svo kol- vitlaust stillt á bifreiðum, að þau eru engu skárri en þau hærri, en ibifreiðarstjóranum sjálfum óikunnugt um, því að það er ekki ihann, sem fær Ijósin í augun. Og tíðar stillingar á Ijósunum eru erfiðar í fram- kvæmd, að ekki sé talað um eftirlit með því. Eg viidi þvi mega bera fram þá tillögu, að athugað verði, hvort parkljós (stöðuljós) bifreiða séu ekiki nægjanleg d umferðinni á upplýstum götum, nema í sérstökum dimmviðristilfellum, þegar skyggni er af- leitt. Eg er sannfærður um, að með þessu móti mætti draga, ef ekki stórlega, þá að minnsta kosti talsvert úr umferðaslysahættunni, sem nú er fyrir hendi , án þess að 1 staðinn skapist ný hætta. Hitt atriðið er í sambandi við stræti svagnana, og jafn áhugasömum mönnum og veita þeirri stofnun for- stöðu er trúandi fyrir heppilegmn úrlausnum á vanda- málinu. Það eru stanzstöðvarnar, eins og þeim er nú háttað. Víða er það svo, að götumar eru alltof mjóar til að umferðin geti haldið áfram nofckum veginn óáredtt, þótt .strætisvagnar stanzi, og rnörg hryllileg umferðar- slys hafa einmitt orðið, þegar fólk og þá sérstaiklega böm hafa í óaðgæzlu hlaupið fram fyrir strætisvagn- ana. Er ekki ráð að mynda sérstök útsikot fyrir stræt- isvagnana, þar sem þeir istanza, og skylda bifreiða- stjóra, sem á eftiir ikoma, til að stanza, þegar strætis- vagn gefúr stefnuljós um, að hann ætli af istað? Eg held, að þetta ætti að framkvæma. Kostnaður er vafalaust talsverður, — en er ekki líka mannslífið dýr- mætt, og kostnaður í sambandi við umferðarslysin þegar orðin það mikil, að ekki myndi vega upp á móti ? Grímkell.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.