Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 28.09.1962, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 28.09.1962, Blaðsíða 7
7 Ní VIKUTlÐINDI - Hvað ]pá? Hvað veizt Tþú um Recl? Eiginleg’a ekki nokkum skapaðan Mut, nema frvað ég talaði við ihann í dag. Veit hann, íhver iþú ert? Néi, svaraði Ihún. Eg hringdi til hans og sagðist ^ara vera kunningjakona þín, og ég kynni 'kannski að ?eta hjálpað þér. í>að, sem ég var að gera, var auð- ^tað að ganga úr iskugga um sannleiiksgildi frásagnar þhnar — eða að minnsta ikosti þess hluta, sem hann ^kkti. Og hann sagði alveg eins og frá. Eg held, að þú hafir verið að segja sannleikann. Eg er iíka farin að halda, að það hafi einhver verið inni í íbúð Stedman, þegar þú komst þangað. Og mér fannst einhvernveg- ^ Lanigan áiíta, að það gæti verið möguleiki á þessu ^a- Eg er ekki frá því, að hann sé með svolítið, 86111 hann vilji gjaman isegja þér frá. Það er varð- ^ði stelpu. Hvaða stelpu? flýtti ég mér að spyrja. _' Það er nú nefnilega það. Það veit hann ekki með ^ssu, nema hann heldur, að iStedman hafi verið í ein- hverju slagtogi við hana. ■ Stedman var að slá isér upp með f jölmörgum. Hann sagði mér ekki ýkja mikið. Mér fannst Iktta bara vera hugmynd, sem hann hafði fengið, en ^ann vill endilega, að þú hafir samband við hann. ^ajin stakk upp á þvS, að þú hringdir til hans þarna 1 knæpuna. Hann gaf mér númerið. Þú hetdur þó ekki, þarna geti verið um gildm að ræða ? Eg á við, að ðgreglan kunni að hlera símtöl þangað? hugsaði málið. Nei, það held ég geti ekki verið. Red á allof ^kið á hættu til að hann fari að hætta sér út í að ^ra að hjálpa mér til að fela mig fyrir lögreglunni. E11 hitt efast ég um, að hann fari að svikja mig. Hann frekar nota knæpusímann, því að hann er í Mefa, þar getur hann taiað án þess að það heyrist um aHan salinn. Hiringdu þá til hans, sagði hún. VALDI númerið og beið eftir svari. Halló. Það er Lanigan. Red, ég var að frétta, að þú vildir tala við mig. _ ■ Hver er þetta? Ó, Bill — Ihvar í fjandanum ert eiginiega niður kominn. Eg hélt, að þú værir á leiðinni hingað..... Eg heyrði hann skella hurðinni aftur, og síðan ®lf hann áfram, hann talaði lágt og hratt: ■ Ahnáttugur minn, gamli Iri, hlustaðu nú á — ekki isegja, mér, hvar þú ert niður kominn. Mig lang- ar ekkert til að vita það. Vinkona þin hefur þá komið skilaboðum til þín. stelpu ^ýtu Jamm, svaraði ég. Það var eitthvað varðandi i. Eg er að korna að því. Ef það varst ekki þú, þá -v’tur það að hafa verið einlhver, sem var þama tynr. Ekki satt? KannslM hefur það verið strofcu- ifarigi> einhver, sem hann hafði komið inn með. Eða aiuiske einhver, sem hefur vitað eitthvað um, og ver- að pína einum of miMð. En mestir möguleikar eru a því, úr því að þetta var í íbúðinni hans sjálfs, að Petta hafi verið kvenmaður. Þú veizt hvaða álit hann afði á kennamálunum. Fylgistu með? . (Framhald) 'iini ö Ó M S O R Ð (Eramh. af bls. 2) ^ e^a ‘t Seyma. Guðna ið 'Y111’ að þetta væri gert vor- . 950. Ha.fi þetta verið gert samráði við flugvallarstjóra , SllJr Kofoed-Hansen, en Guð- ^_undur slökkviliðsstjóri liafi an'1']'8 genSið inn á þetta. Tjar- [j,, lati svo þerið á tönkunum Ve ^—4 ár. Hafi hún síðan Vplr notl,ð til malbikunar á UÖ lr*Urn' Liaran hafi verið hit sn' 1 Seýmunum með gufu- 1<a °S henni dælt úr tönk- unum, eftir því sem hægt hafi verið. Eftir þetta hafi ekki ver- ið geymd tjara í vatnsgeymum flugvallarins. Guðni segir, að á vellinum séu eitthvað um 10 vatnsgeymar. Vitnið Sigurður Gunnar Sig- urðsson, Ásgarði 75, 45 ára að aldri, stjórnaði slökkvistarfi borgarslökkviliðsins í umrædd- um eldsvoða. Hann segir, að er liðið kom á vettvang, hafi hann haft samband við Guðmund slökkviliðsstjóra og Agnar Kof- oed-Hansen flugmálastjóra, sem verið hafi á staðnum, en hann liafi þá vísað á vatnsgeymi, sem verið liafi ekki alllangt frá brunastað. Hafi svo verið reynt að taka vatn af þessum geymi, en ekki tekizt. Vatn af geymin- um verði að taka með því að fara með slöngu upp á geym- inn og setja hana þannig niður í vatnið, en barkarnir liafi ekki verið nógu langir. Hafi síðan verið tengd slanga við vatns- leiðslukerfið á vellinum. Sig- urður segir, að vatn hafi liins- vegar verið í nefndum geymi, enda hafi flugvallarslökkviliðið tekið vatn úr þessum sama geymi, eftir að þrotið var vatn í brunni þeim, er það notaði fyrst. Sigurður kveðst ekki vita til þess, að neinar misfellur hafi verið á starfi vallarslökkvi- liðsins í þetta skipti. Vitnið Hilmar Bergsteinsson, Sporðagrunni 12, 27 ára að aldri, kveðst hafa unnið öðru hverju á flugvellinum frá vor- inu 1950 þar til fyrir 2 árum. Hann kveðst fyrir allmörgum ár um hafa unnið að því að setja tjöru á vatnsgeymi. Hann kveðst ekki vita, hvort tjaran hafi verið tekin úr geyminum aftur, en minni&t þess þó, að liann varð einhvern tíma var við að hitunartæki voru sett upp við tjörugeymi til þess að bræða upp tjöruna. Vitnið Styrkár Geir Sigurðs- son, Rauðalæk 65, 29 ára sem starfað hefur á flugvellinum, kveðst ekkert vita um það, hvort tjara hafi verið geymd á vatnsgeymum vallarins. Hann hafi þó einhvern tíma heyrt orð róm í þá átt, én kann ekki að henda reiður á honum. nnur vitni hafa ekki verið leidd, en fram hefur verið lagt afrit af lögreglurannsókn, er fram fór út af umræddum elds- voða. Samkvæmt henni voru upptök eldsvoðans þessi: I verkstæðisskála á flugvellinum til hliðar við slökkvistöðina var verið að vinna við rafsuðu hjá snjóplóg, sem var þar til við- gerðar. Varð þá sprenging í öðr um benzíngeymi plógsins, og virðist hún munu hafa slafað af því að neisti frá rafsuðunni hafi kveikt í benzínuppgufun í tanknum. Benzíntankar plógs- ins munu hafa verið opnir, en þó kann að hafa verið tuska yf- ir opinu eða tvistur í því. Það kemur og fram í rannsókninni, að Guðmundur Guðmundsson slökkviliðsstjóri hafi áður veitt því athygli, að benzíngeymar plógsins væru opnir. Rannsókn þessi snýst ekki að marki um það, hvernig slökkvi- starfið hafi verið unnið, og kemur ekki fram af henni, að um nein mistök hafi verið að ræða í því. Er þá komið að því að taka afstöðu til ákæruliðanna, og verður vitnað tij þeirra með sömu númerum og hér að fram- an í ákærunni. Nokkur af hinum átöldu um- mælum lúta að því, að tjara hafi verið geymd á vatnsgeym- um vallarins: I. 6: „Við nánari athugun ... “ o. s. frf. I. 8: ,,Það er mikil ábyrgð á herðum þess manns............... ’standa fyrir máli sínu.“ II. 2: ,, ... því furðulega til- tæki ... “ o. s. frv. III. 3: ...... ekki þorað að svara ... “ o. s. frv. III. 6: .....en hann verður að teljast ... “ o. s. frv. Um þessi ummæli er það að segja, að eins og að framan get- ur hefur sannazt, að það hefur ekki við nein rök að styðjast, að tjara hafi verið geymd á geymi þeim, sem slökkviliðið reyndi fyrst að ná vatni úr, né heldur öðrum vatnsgeymuin vall arins mörg undanfarin ár. Með nefndum ummælum hefur á- kærður því haft uppi ósannar ærumeiðandi aðdróttanir við op inberan starfsmann út af starfi hans. Hefur ákærður þannig unn- ið til refsingar skv. 108. gr. alm. hegningarlaga. I. 4: ,, ... þessum furðulegu vinnubrögðum . .. “ II. 5: „ ... Eða áttu slökkvi- liðsmenn ... o. s. frv. 1 málsgrein þeirri, er þessi ummæli standa í, er því haldið fram, að Slökkviliðsstjóri vall- arins hafi í upphafi eldsvoðans dælt af geymi slökkvidiðsbílsins en ekki beint vatnsgeislanum að eldinum, heldur inn í skála slökkviliðsins sjálfs. Af þvi sést, að ummælin fela í sér dylgjur um, að slökkviliðsmenn hafi metið meira að vernda ein verjar eigur sínar en að slökkva eldinn. Að aðdróttunum þessum hefur ákærður eigi reynt að færa hin minnstu rök. Ummæl- in beinast að slökkviliðsmönn- um vallarins, og þá eigi sízt að slökkviliðsstjóranum, sem stjórn aði slökkvistarfinu. Ákærður hefur því með nefndum æru- meiðandi aðdróttunum brotið gegn 108. gr. almennra liegn- ingarlaga. I. 1 •'..... margir hallmælt slökkviliði ... “ o. s. frv. I- 2: ,, ... þar er eitthvað verið að hylja .. . “ o. s. frv. !• 3: „ — í stað þess að reyna að kæfa eldinn ... “ o. s. frv. I. 7: „Við sem fljúgum um þennan völl ... “ o. s. frv. I- 8: „ ... Sjálfur slökkvi- liðsstjóri á mikia sök á því ó- fremdarástandi og kæruleysi, sem ríkir innan slökkviliðs vall ar.ins.“ II. 1: „Slökkviliðsstjóri forð- ast það ... “ o. s. frv. n- 3: ...... verður hann að teljast óhæfur til að gegna því starfi ... “ o. s. frv. R- 4: ,, ... hið mikla öng- þveiti og kæruleysi ... “ 0. s. frv. II. 5: „Embætti slökkviliðs- stjóra flugvallarins ... “ III. 1: Undirfyrirsögnin: „Al- varieg embættisafglöp slökkvi- liðsstjóra.“ III. 2: „Það vita allir ... u o. s. frv. III. 4: „Starfshættir slökkvi- liðs flugvallarins ... „o. s. frv. III. 5: „Slökkviliðsstjóri á mikla sölc á hvernig fór.“ III. 7: „Hér er um alvarleg embættisafglöp að ræða ... “ o. s. frv. III. : 8 „Það er of mikið í húfi ... “ o. s. frv. Refsingu fyrir meiðyrði þau, er nú hafa verið rakin, ber að ákveða með hliðsjón af 77. gr. alm. liegningarlaga. Gæta ber þess, að ákærður hefur eigi fyrr sætt neinum kærum né refsing- um fyrir hrot gegn meiðyrða- löggjöfinni. Þykir refsing á- kærðs -hæfilega ákveðsa 3000 kr. sekt til ríkissjóðs, og komi 12 daga varðhald í stað sektarinn- ar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birlingu dóms þessa. Samkvæmt 241. gr. alm. hegn- ingarlaga analogice ber að dæma öll hin átöldu ummæli dauð og ómerk. Þá ber að taka til greina kröfu ákæruvaldsins um að á- kærður verði dæmdur skyldur til þess að birta forsendur og niðurlag dóms þessa í fyrsta tölublaði Nýrra Vikutíðinda, sem út kemur eftir birtmgu dóms þessa, sbr. ákvæði 22. gr. 1. 57/1956. Guðmundur Guðmundsson kef ur knafizt þess, að sér verði tildæmdar miskabætur úr hendi ákærðs að fjárhæð kr. 100.000.oo eða önnur lægri fjánhæð að mati dómsins auk venjulegra vaxta. Kröfu þessa ber skv. 264. gr. alm. hegningarlaga að taka til greiina, þó þannig að hæt- urnar þykja hæfilega ákveðnar kr. 8000.oo. Einnig ber að dæma ákærðan til að greiða 7 % ársvexti af fjárhæð þessari frá þeim degi, er krafan var sett fram, þ. e. 14. apríi 1962, til greiðsludags. Ummæii þessi fela öll i sér stór.felldar aðdróttanir á hend- ur Guðmundi Guðmundssyni fyrir margvíslega vanrækslu og ódugnað í starfi, einkum að því er tekur til slökkvistarfsins við margnefndan eldsvoða á Reykja víkurflugvelli. ÁkærSur hefur eigi reijnt oð renna neinum stoðum undir þessar aSdróitan- ir, og sem fyrr getur kemur ekkert fram i rannsókn þeirri, er fram fór út af eldsvoðanum, sem hendi ti/ þess, aS aódrótl- anirnar hafi viS rök aö stySj- ast. Verjandi ákærðs hefur í vörn sinni haldið því f.ram, að Guðmundur slökkviliðsstjóri hafi sýnt hirðuleysi í starfi, með því að láta það afskipta- Iaust, að benzíngeymar snjó- plógsins væru látnir standa opn ir, en ekki getur það réttlætt framangreind ummæli. Verður a8 telja allar framangreindar aðdróttanir ákærðs á hendur Guðmundi Guðmundssyni raka- lausar með öllu, og hefur á- kærður með því að hafa í frammi slíkar ærumciðingar, unnið tij refsingar samkvæmt 108. gr. alm. hegningarlaga. Þá ber að dæma ákærðan til þess að greiða skipuðum verj- anda sínum, Erni Clausen liér- aðsdómslögmanni, málsvarnar- laun að fjárhæð kr. 2000.oo. D Ó M S O R Ð : Ákærður Baldur Hólmgeirs- son greiði 3000 króna sekt til ríkissjóðs, og komi 12 daga varðhald í stað sektarinnar, ef hún verður ekki greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms þessa. Hin átöldu ummæli skulu vera ómerk. Ákærðum er skylt að birta skv. 22. gr. 1. 57/1956 forsentí- ur og niðurlag döms þessa i næsta tölublaði er út kemur af blaðinu Nýjum Vikutíðindum eftir birtingu dóms þessa. Ákærður greiði Guðmundi Guðmundssyni kr. 8000.oo á- samt 7% ársvöxtum frá 14. apríl 1962 til greiðsludags. Ákærður greiði allan kostnað sakarinnar, þar á meðal kr. 2000.oo í málsvarnarlaun til skipaðs verjanda slns, Arnar Clausens héraðsdómslögmanns. Dóminum skal fullnægja með aðför að lögum. Halldór Þorbjörnsson. Rétt endurrit staðfestir. Skrifstofu sakadóms Reykjavík- ur, 21. september 1962. e. u. Anna Hjartard.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.