Skátablaðið - 01.12.1999, Qupperneq 2
Ný námskeið
Sveitarráðið
Á næsta ári verður boðið upp á
nýja tegund af námskeiði. Nám-
skeiðið er ætlað sveitarráðum
skátasveita. Markmið námskeiðs-
ins er að kynna starf í sveitarráði á
skemmtilegan og fróðlegan hátt.
Þannig mun hvert sveitarráð vinna
saman sem einn flokkur allt nám-
skeiðið. Á námskeiðinu verður
fjallað um starf í skátasveit með
sérstakri áherslu á sveitarráðið.
Skilyrði fyrir þátttöku á nám-
skeiðinu er það að 5-7 meðlimir úr
sveitarráðinu (foringjaflokkurirm)
taki þátt, þar með talinn sveitar-
foringi sem verður að vera 18 ára
eða eldri. Námskeiðið verður
haldið á Ulfljótsvatni 4.-6. febrúar. I
staðinn verður fellt niður flokks-
foringjanámskeið II. Haustið 2000
er gert ráð fyrir að skátafélögum
standi til boða að fá sveitarráðs-
námskeið fyrir sveitirnar sínar
„heimsent".
Fimm daga flokks-
foringjanámskeið
Næsta sumar verður haldið
flokksforingjanámskeið 25.-29.
ágúst á Ulfljótsvatni. Á nám-
skeiðinu verður að hluta til gist í
tjöldum. Mikil áhersla verður á úti-
líf og frumbyggjastörf á nám-
skeiðinu. Þannig ættu verðandi
flokksforingjar að fá skátastarfið
beint í æð fyrir veturinn. Sveitar-
foringjum, deildarforingjum og fé-
lagsstjórnum er bent á að fræðslu-
ráð mun ekki ekki auglýsa sérstakt
helgarnámskeið fyrir flokksfor-
ingja þetta haust. Flokksforingjar
ættu því að fjölmenna á þetta
spennandi 5 daga flokksforingja-
námskeið á Úlfljótsvatni í lok ágúst
og vera vel viðbúnir vetrarstarfinu!
Eftir sem áður aðstoðar fræðslu-
stjóri skátafélög við skipulagningu
flokksforingjanámskeiða og við val
á leiðbeinendum.
HG
Nordjamb 2000
Undirbúningur að Nordjamb 2000 er
langt á veg kominn og er nú mest
vinna lögð í markaðssetningu erlendis.
Þetta samnorræna verkefni mælist vel
fyrir og hefur m.a. fengist góður stuðn-
Mosverjar vígja
nýtt skátaheimili
úsnæðismál Mosverja í Mosfells-
bæ leystust farsællega þann 6.
nóvember er þeir vígðu nýtt
skátaheimili í Hlégarði. Skátafélagið fékk
sjálfar bæjarskrifstofurnar undir skáta-
starfið er bæjarstjórnin flutti í nýtt hús-
næði.
Mosverjar fögnuðu og buðu upp á
kakó og meðlæti að skátasið og skátar
sungu og fluttu leikþætti. Húsnæðið
er mjög stórt og flokksherbergin eru
stór svo húsnæðið á ekki að aftra
skátum í Mosfellsbæ að starfa.
Aðaldriffjaðrir skátafélagsins, fé-
lagsforinginn Andrés Þórarinsson og
eiginkona hans og aðstoðarfélagsfor-
ingi Ásta Björnsdóttir áttu skátaafmæli
fyrir skömmu. Foreldrar og skátasyst-
ingur hjá Norrænu æskulýðsnefnd-
inni. Stefnt er að um 1000 þátttakend-
um sem munu ferðast um landið vítt
og breitt og enda við Úlfljótsvatn þar
sem mannlegi og listræni þátturinn
verður í hávegum hafður. Mótið er ætl-
að dróttskátum og eldri og þar sem
kini komu þeim á óvart og voru búin
að undirbúa veislu í Hlégarði án
þeirrar vitundar. Gestir höfðu allir
komið sér fyrir þegar „svikarinn'
plataði þau með sér inn í Hlégarð er
þau voru á leið í „matarboð" til vina-
fólks og undrun þeirra var mikil þegar
þau uppgötvuðu að búið var að breyta
þessu litla matarboði í stóra veislu.
Margt góðra gesta var staðnum,
skátahöfðingi, bæjarfulltrúar og fleiri.
Þetta var óvenju skemmtilegt frum-
kvæði foreldra þar sem þau sýndu vel
hug sinn til þess starfs sem fullorðið
fólk leggur á sig fyrir börn annarra.
Skátablaðið óskar Andrési og Ástu
til hamingju með tímamótin og skáta-
félaginu með húsnæðið.
vænta má mikillar þátttöku íslenskra
skáta er fólki ráðlagt að skrá sig
tímanlega. Sjá nánar í næsta Skátablaði
og á heimasíðu Nordjamb 2000:
www.scout.is/nordjamb
Flokksverkefni - ný bók
í byrjun árs kom út bókin
Flokksverkefni. í bókinni er
að finna mörg skemmtileg
verkefni fyrir skátaflokka. Ef
flokkurinn er duglegur að
vinna að fjölbreyttum flokks-
verkefnum verður skáta-
starfið mun skemmtilegra.
Þeir flokkar sem ljúka sex
metnaðarfullum flokkverk-
efnum frá hausti til vors geta
varðan verður afhent vorið
2000 og síðan árlega eftir
það. Það er því ekki seinna
vænna að taka upp bókina
Flokksverkefni og starfa að
alvöru í skátaflokknum og
geta skartað nýju merki á
skátamótunum í sumar.
Merki sem sýnir að þú ert í
alvöru skátaflokki.
fengið skátamerkið „Flokks-
varðan" sem er sett aftan á
skátaklútinn. Fyrsta Flokks-
□ 1. Vetrargönguferð
Farið í a.m.k. 4 klst. gönguferð að vetrarlagi þar sem
ferðast er fótgangandi eða á gönguskíðum.
Mikilvægt er að fylgjast vel með veðurspá og gæta þess að skjótt skipast veður í lofti.
Sérstaklega eru veður oft válynd yfir svörtustu vetrarmánuðina. Heppilegur ferðatími
gæti því verið í mars eða apríl, þegar sól er farin að hækka á lofti. Víða leynast
gömul gönguskíði í geymslum og aldrei að vita
nema frændi og frænka lumi á einum slíkum.
Hugmyndir: Útieldun, lærið á prímus, lögmál
fjallamannsins, rötun, útbúnaður.
Nánari upplýsingar: Skátahandbókin bls.
30 - 48, Upp til Jjalla.
□ 2. Sumarútilega
Farið í útilegu að sumri til þar sem gist er a.m.k. eina
nótt í tjaldi.
Útilegan er hápunktur flokkastarfsins og ætti þvi að vera a.m.k.- árviss viðburður hjá
hverjum flokki. Nauðsynlegt er að allur flokkurinn taki þátt í skipulagningu útilegunnar
og að sveitarforinginn sé með í ráðum um staðarval, útbúnað og dagskrá. Munið að
senda foreldrum greinargóðar upplýsingar um allt sem við kemur útilegunni.
Hugmyndir: Hlóðaeldun, ömefni, heimsókn á sveitabæ, flokkun á rusli sem til fellur
í útilegunni, skrifið ferðasöguna og birtið í staðarblaðinu.
Nánari upplýsingar: Skátahandbókin bls. 50 - 69, Upp til fjalla.
□ 3. Sumargönguferð
Farið í a.m.k. 5 Idukkustunda gönguferð að sumariagi.
Á íslandler mikill munur á árstíðum og því oft gaman að ferðast um sama landssvæði
bæði að sumri og vetri og taka eftir andstæðunum. Munið að ganga vel um náttúruna
og gætið þess að spilla ekki gróðri, sérstaklega þarf að fara gætilega með eld. Munið
einnig að fylgjast með veðurspá og búið ykkur í samræmi við hana.
Hugmyndir: Útieldun, rötun, landgræðsla, athugun á dýralífi.
Nánari upplýsingar: Skátahandbókin bls. 30 - 40, Upp til fjalla.
16 — Flokkurinn á ferð
2 — Skátablaðið