Skátablaðið - 01.12.1999, Side 4
Búið til eigin kerti
Það sem til þarf er:
Kertavaxið er brætt í heitu
vatnsbaði, þá er minni hætta að
kvikni í vaxinu. Setjið kerta-
bútana í málmdós og setjið
hana ofan í pottinn og hafið
vatn i pottinum sem þið hitið.
Bindið 3-4 kertaþræði við
pinnana og skiptist á að dýfa þeim
ofan í bráðið vaxið. Það er áríðandi að leyfa vaxinu að
þorna hjá ykkur áður en þið dýfið aftur ofan í. Svona
endurtakið þið þar til kertin hafa fengið það útlit sem þið
óskið.
Munið að fara varlega. Heitt kertavax getur brennt illa.
Úr „Spejd"
• Kertavax eða kertastubbar.
• Kveikur
• Pinnar, ca 30-40 cm langir,
einn á hvern skáta.
• Pottur
• Málmdós
Látum Ijós okkar skína
Atak skátahreyfingarinnar til aukins öryggis barna í umferðinni er nú á sínu 9.
ári. Öllum 6 ára börnum er gefinn endurskinsborði og tímaritið Látum Ijós
okkar skína, sem nú kom út ífyrsta sinn. Blaðið hefur hingað til verið hluti af
haustblaði Skátablaðsins en kom mi út í
október með umferðarfræðslu og kynn-
ingu á skátastarfi m.a. opnu með
myndum frá síðast Landsmóti.
Mikill fjöldi fyrirtækja og stofnana
styrkir þetta verkefni og færir skáta-
hreyfingin þeim bestu þakkir fyrir.
Bílnúmerahappdrætti
Samhliða átakinu er bílnúmera-
happdrætti og hafa allir bíleigendur
fengið sendan miða heim. Dregið er
31. desember svo ef þið eigið ógreidd-
an miða heima -þá munið bara að
enginn vinnur á ógreiddan miða!
Nú eru þeir sem fengu fyrstu borð-
ana komnir á unglingsaldur en enginn
er of gamall til að nota endurskins-
borða eða endurskinsmerki. Látum
ljós okkar skína.
SKÁTASÖNGBÓKIN
tilvalin jólagjöf
á aðeins
1.700 kr.
Bókin er með öllum vinsælu
skátasöngvunum og einnig með
nótum og gítargripum
Fæst í Skátahúsinu v/ Snorrabraut, s. 562 1390
Sjáið tindinn,
þarna fór ég..
Getur verið að Rúnar Brynjólfsson,
formaður Starfsráðs BÍS hafi verið að
hugsa þetta? Kannski var hann að
hugsa, þangað eiga skátarnir að fara,
hærra!
Þessi klifurveggur sem Rúnar
stendur við er í Noregi en þangað fóru
fulltrúar Starfsráðs og Fræðsluráðs á
síðasta ári á námstefnu. Ýmsir reyndu
á hæfileika sína og lögðu á brattann
en ekki er vitað hvað Rúnar gerði en
ef grannt er skoðað má sjá strigaskóna
hans í plastpoka með skjaltöskunni!
Það hefur verð rífandi gangur i
Starfsráði undanfarið og fyrir
skömmu sat ráðið heilan laugardag a
umönnunarheimilinu Skjóli þar sem
Rúnar er forstjóri og vann baki brotnu
að framtíðaráformum og skipulagn-
ingu. Kannski getur Starfsráð ráðlagt
þér með þitt skátastarf?
4 — Skátablaðið