Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1999, Page 6

Skátablaðið - 01.12.1999, Page 6
Hugur hf. styrkir Skátasam- band Reykjavíkur immtudagskvöldið 28. september sl. var félagsforingjafundur hjá Skáta- sambandi Reykjavíkur. A fundin- um færði Hugur hf. Skátasambandi Reykjavíkur Ópusallt 2000 viðskipta- hugbúnaðinn. Hugur styrkir með pessu Skátasamband Reykjavíkur sem er að vinna að pvi að tölvuvæða skátafélögin. Sveinn Guðmundsson og Guðmund Bjömsson framkvæmdastjóri SSR taka við geisladiski með hugbúnaðinum fyrir skrifstofu SSR. Eftirtalin tíu félög mynda Skátasam- band Reykjavíkur og fengu þau öll hugbúnaðinn afhentan. Félögin eru: Árbúar, Dalbúar, Eina, Garðbúar, Haf- ernir, Landnemar, Segull, Skjöldungar, Vogabúar Reykjavík og Ægisbúar. Hverju félagi var afhentur geisla- diskur sem inniheldur Opusallt við- skiptakerfið. Einnig fylgja kerfinu bókhaldslyklar og þær skilgreiningar í bókhaldinu sem þörf er á að nota við rekstur hefðbundins skátafélags, auk félagaskrár. Grunnur félagaskrárinnar er viðskiptamannabókhaldið sem gerir m.a kleift að fylgjast með stöðu félagsgjalda. Mikill kostur er í því að félögin og aðalskrifstofa noti sama bókhaldskerfið og samræmi upp- setningu bókhaldslykla. Með öflugri félagaskrá verður einnig reynt að halda utan um sögu hvers skáta, s.s um sögu þeirra námskeiða sem hver og einn hefur farið á. Ópusallt er þrautreyndur viðskipta- hugbúnaður og byggir á traustum grunni. Um 20 starfsmenn sinna dag- lega þjónustu og ráðgjöf við þá rúm- lega 2000 notendur sem nota kerfið daglega. Með þessari gjöf vill Hugur leggja sitt af mörkum til að styrkja gott mál- efni og aðstoða Skátasambandið við rekstur sinna félaga. Heildarverðmæti þessara kerfa er um ein milljón króna. Sveinn Guðmundsson formaður SSR af- hendir Finnboga Albertssyni deildar- stjóra lijá Hugi hf. fána SSR. Samningurinn var undirritaður í Skátahúsinu við Snorrabraut, 28. októ- ber síðastliðinn. Sveinn Guðmunds- son formaður Skátasambands Reykja- víkur og Guðmundur Björnsson fram- kvæmdarstjóri Skátasambandsins skrifuðu undir samninginn fyrir hönd Skátasambandsins, en Finnbogi Al- bertsson deildarstjóri Ópusallt deildar og Bryndís Guðnadóttir sölufulltrúi Hugar skrifuðu undir samninginn fyrir hönd Hugar. Starfsmaður óskast Starfsmaður við dagskrá óskast í skólabúðir 2000. Ráðningin er frá 1. jan. - miðjan maí og möguleikar á starfi við sumar- búðirnar frá 1. júní - miðjan ágúst. Viðkomandi þarf að vera orðin átján ára og hafa víðtæka reynslu á skáta- starfi, geta unnið með krökkum og vera tilbúinn að taka virkan þátt í dagskrá skólabúðanna ásamt því sem til fellur vegna reksturs þeirra. Upplýsingar um starfið veitir Helgi Jónsson í síma 8542074, tölvupóstur: ulfljotsvatn@scout.is Skriflegum umsóknum þarf að skila með upplýsingum um aldur og fyrri störf o.þ.h. merkt: Úlfljótsvatnsráð v/ Skólabúða, Snorrabraut 60, 125 Rvk. Ómissandi fyrir alla sveitarforingja og félagsforingja Foreldrasamstarf Örstefna í Hraunbyrgi Haldin verður „örstefna“ um foreldra- samstarf skátasveita og skátafélaga laugardaginn 22. janúar árið 2000 frá kl. 13-17 í Hraunbyrgii skátaheimili Hraunbúa- Á örstefnunni verða kynntar þsr leiðir sem Hraunbúar og Landvættir hafa farið í foreldrasamstarfi auk þess sem fræðslustjóri kynnir hug- myndir um foreldrastarf úr bókinni Skátasveitin - handbók foringjans- Þátttaka í örstefnunni er ókeypis- 6 — Skátablaðið

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.