Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 7

Skátablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 7
jPV t > : ári birtist þetta nýstárlega ártal, sem er bæði heillandi og fullt dulúðar. Gildir einu lmort menn telja nýja öld hefjast við upphafeða . í lok hins nýja árs. Má vera að staldrað verði oftar við þetta ár en i')í að á tímamótum sem þessum erjafnan tækifæri til hugleiðinga um nútíð vtíð. Aldamótaár eru ekki viðburðaríkari eða merkilegri öðrum árum sögunnar ■ sakir einar að í ártalinu eru fleiri núll en venjulega. Samt eru þau áminning um að ákveðnum áfanga sé lokið, nýir tímar taki við og að þessu sinni nýtt árþúsund, sem hvetur til þess að reynt sé að skyggnast inn íframtíðina. Skátahreyfingin er barn 20. aldar og gerði Baden-Powell fyrst opinberlega 'pær i grein fyrir hugmyndum sínum árið 1900. Skátahreyfingin hefur því fæðst, vaxið og dafnað á 20. öld. Hún hefur jafnframt lifað af miklar raunir og erfiðleika. Nú í árdaga nýs árþúsunds stendur hún í miklum blóma, sem lang- öflugasta æskulýðshreyfing í heiminum með yfir 30 milljónir virkra félaga. Auðvitað er sú spurning ofarlega á baugi hvort skátahreyfingin sé hrum og gömul eftir ríf- lega níu áratuga starf? Því er satt að segja auðvelt að svara. Skátahreyfingin er hreyfing, sem hefur breyst mikið í tímans rás. Henni hefur tekist að standa sig að þessu leyti, enda eru félagarnir börn og unglingar, svo að skátarnir í virku skátastarfi eru og verða ávallt jafn- gamlir, Grundvallaratriði skátastarfsins, starf í skáta- hópum undir stjórn jafningja sem þurfa að gegna skyldum og axla nokkra ábyrgð, eru óbreytt frá öndverðu. Siðferðilegur grundvöllur skátastarfs sem birtist í skátalögum og skátaheiti eru jafntraustur nú og í upphafi. Verkefnin sem þessum tækjum er beitt til að sinna eru hins vegar ný og í takt við hvern samtíma. Stundum framsækin og stundum dálítið íhaldssöm eins og annað í samfélaginu. Við getum spurt. Verður þörf fyrir samtök sem kenna samstarf, hjálpsemi og ábyrgð? Verður þörf fyrir samtök sem stefna að því að ala félaga sína upp í því skyni að þeir verði ávallt viðbúnir til hjálpar? Er þörf fyrir samtök sem þroska frumkvæði og forystuhlutverk? Telji lesendur svo vera á skátahreyfingin erindi til barna og ungs fólks á komandi árþúsundi. Við upphaf tuttugustu aldar var almenn trú alþýðu manna að tæknilegar framfarir yrðu til þess að leysa flest vandkvæði í mannheimi. Nú í dögun tuttugustu og fyrstu aldar er sú trú ekki jafnsterk. Öllum er ljóst að framtíðin ber í skauti sér miklar breytingar í tæknilegum efnum en margir hafa bent á þá staðreynd að hið innra eðli mannsins hefur ekki breyst þótt menning sé há- þróuð. Nauðsyn þess að rækta manninn félagslega og siðferðilega er því meiri og augljósari þegar tæknileg geta hans vex. Miklu skiptir að styrkja hvern mann svo hann geti valið af skynsemi þegar út í lífið er komið. Rannsóknir sýna að skátahreyfingin styrkir einstakl- inginn svo að hann getur betur staðist hættur fíkniefna og hún eykur frumkvæði skátans sem er fyrir bragðið betur undir lífsbaráttuna búinn. í þeim efnum er gildi skátahreyfingarinnar ótvírætt og ættu allir sem láta sig varða uppeldi æskunnar að kynna sér vandlega skáta- starfið og það afl sem því fylgir. Senn liðið ár hefur verið viðburðaríkt í skátastarfi á ís- landi. Ber hæst Landsmót skáta að Úlfljótsvatni sem var glæsilegt og afar vel heppnað og öllum þeim mörgu sem þar störfuðu og unrru að undirbúningi til mikils sóma. Skátastarf er athafnanám og hvert Landsmót skáta er ný reynsla allra sem mótið sækja. Á það bæði við skátann sem kemur á Landsmót í fyrsta sinn og gamla skáta- foringjann sem á margar minningar frá fjölmörgum Landsmótum. Arrnað sem vert er að nefna er afar merki- legt starf skátaþings 1999, sem samþykkti stefnu skáta- hreyfingarinnar til ársins 2015. Er brotið blað í sögu ís- lenskra skáta með því merkilega starfi sem að baki liggur og styrkir til muna verkefni skátanna á fyrstu árum nýrrar aldar. Ég þakka öllum skátum og skátaforingjum svo og öðr- um velurmurum hreyfingarinnar góð störf á senn liðnu ári og flyt ykkur öllum óskir um gleðilega jólahátíð og blessun á nýju ári. Ólafur Ásgeirsson skátahöfðingi . óá/caw ö//wm áJcdíum aa /d/Jcm/c/um /^ínra a/e/íl Jd/a oýýamee/aav d /camame/í a/fnmátaawc. Q*j(aýufíam£ w^/a/c/ca/ ^ue^Ju/e^fÓ áamálan^o^ á/cemmtí/e^fan áóunao/ d ný//nu Skátablaðið — 7

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.