Skátablaðið - 01.12.1999, Síða 10
Skátabúðin hættir
- Nanoq opnar
Hjálparsveit skáta í Reykjavík sem
hefur verið rekstraraðili Skátabúð-
arinnar í þrjá áratugi tók í haust þá
ákvörðun að hætta eiginlegum rekstri
Skátabúðarinnar. Samhliða þeirri
ákvörðun var ákveðið að ganga til
samstarfs með aðilum sem voru að
undirbúa opnun stærstu útivistar-
verslunar íslands í verslunarmið-
stöðinni í Kringlunni. Sú verslun var
opnuð í nóvember og ber hið sérstaka
nafn NANOQ. Skv. samningi BÍS við
HSSR um nafn Skátabúðarinnar mun
það ekki verða notað í nokkur ár.
I framhaldi þessarar þróunar ákvað
stjórn Bandalags íslenskra skáta að
ganga til samninga við stjórn Nanoq
um að verslunin mundi annast smá-
sölu á þeim skátavarningi sem BIS
hefur til sölu. Samningar náðust og
mun Nanoq vera með skátavörurnar í
smásölu, skátabúninginn og tengdar
vörur, skátabækur og aðrar þær vörur
sem BIS hefur til sölu hverju sinni.
Vörunum verður stillt upp á neðri
hæð verslunarinnar.
Verslunin Nanoq hefur nú sett á
laggirnar sérstakan vildarklúbb sem
ber heitið Nanoq-klúbburinn. Mark-
mið klúbbsins er að bjóða skil-
greindum markhópum, sbr. skátum,
sérlegan afslátt í versluninni. Af-
slátturinn kemur í formi uppsafnaðrar
inneignar á einkareikningi hvers og
eins, sem verður til við að framvísa
Nanoq-kortinu þegar verslað er í
Nanoq. Þennan afslátt fá skátar á
öllum vörum verslunarinnar, líka
skátavörunum. Þetta gerir skátum
kleift að eignast vandaðan útilífs-
búnað sem og ýmsar aðrar vörur á
sanngjörnu verði.
Avinningar meðlima NANOQ-
klúbbsins eru m.a. eftirgreindir:
• NANOQ leggur í hvert sinn sem þú
verslar í versluninni 10% af heildar
kaupverðinu inn á inneignarreikn-
ing þinn. Næst þegar þú verslar
getur þú nýtt inneign þína að fullu
upp í vörukaupin eða safnað frekari
inneign til að nýta við síðari inn-
kaup, t.d. fyrir jólainnkaupin.
• NANOQ mun reglulega bjóða upp á
mjög góð tilboð sem einvörðungu
eru ætluð meðlimum klúbbsins. Til-
boðin eru breytileg eftir árstíðum og
verða kynnt klúbbmeðlimum bréf-
lega.
• NANOQ kemur til með að standa
fyrir fræðslukvöldum og ýmsum
uppákomum fyrir klúbbmeðlimi.
Verða slíkar uppákomur jöfnum
höndum í versluninni sjálfri, sem og
utan hennar.
• NANOQ-klúbburinn kemur til með
að standa fyrir ferðum, innanlands
og utan, sem eru sniðnar að þörfum
meðlima klúbbsins. Verða ferðirnar í
samvinnu NANOQ-klúbbsins og
Ferðahornsins.
Af þessu má sjá að þó Skátabúðin
sem slík hafi hætt störfum, og er vissu-
lega af henni söknuður, býðst nú
skátum þjónusta í Nanoq sem ekki
verður síðri, vöruúrvalið margfalt og
afsláttarkjörin betri. Nanoq-kortið
ættu skátar að vera að fá í pósti þessa
dagana, svo framarlega sem þeir eru á
skrá hjá BÍS.
Hjálparsveitirnar
sameinast
\/
SLYSAVARNAFÉLAGIÐ LANDSBJÖRG
landssamband bjargunarsveita
í kjölfar sameiningar Landsbjargar og
Slysavamarfélags íslands hefur farið af
stað sameiningarferill margra sveita.
Þetta getur haft áhrif á ýmis skátafélög
ekki síst þar sem hjálparsveitir hafa
tengst félögunum náið og jafnvel laga-
lega. Það var táknrænt að Hjálparsveit
skáta í Hafnarfirði ákváð á fundi í
Hraunbyrgi, skátaheimili Hrarmbúa, að
sameinast Björgunarsveitinni Fiska-
kletti, en samstarf HSH og skátafé-
lagsins hefur verið mjög náið og lagaleg
tenging þar á milli.
Hraunbúar horfa til sameiningar-
innar björtum augum og hafa fulla trú á
náið samstarf við hina nýju sveit.
Mannabreytingar
á skrifstofu
Ritari skrifstofu BÍS, Jóhanna Björns-
dóttir hætti störfum fyrir skömmu.
Ekki hefur verið ráðið í hennar stöðu
ennþá, en Ingibjörg Guðmundsdóttir
hefur staðið vaktina að hluta. Búist er
við að ráðinn verði nýr starfsmaður
eftir áramót.
Foreldrafélag
stofnað innan
Hraunbúa
Það var að frumkvæði foreldranna
sjálfra sem foreldrafélag var loksins
stofnað innan Hraunbúa. Nokkrir for-
eldrar höfðu fengið mikinn áhuga á
skátastarfinu er þeir dvöldu á síðustu
Landsmótum skáta. Mikill hugur er í
foreldrunum og eru þeir tilbúnir til
margra verka. Foreldrarnir virðast þó
gera sér ljóst að þeirra hlutverk er að
styðja við bakið á starfinu svo skáta-
foringjarnir nái sem bestum árangri í
starfi sínu.
Víða er þróttmikið foreldrastarf sem
er gífurlega mikilvægt fyrir skáta-
starfið m.a. í Mosfellsbæ og Dalvík
eins og kemur fram annars staðar hér
í blaðinu.
TDOTA hjá
Radíóskátum
Skátar á Bretlandseyjum byrjuðu
með TDOTA (Thinking Day On The
Air) fyrir nokkrum árum og hafa verið
að fá fleiri og fleiri lönd í lið með sér.
Radíóskátar á íslandi tóku þátt í fyrsta
skipti í fyrra og ætla að sjálfsögðu að
vera með 18. til 20. febrúar nk.
Opið hús verður hjá þeim á Snorra-
brautinni ef einhvern langar til að
kíkja við og spjalla við skáta út um
allan heim með aðstoð talstöðva.
Áberandi starf á
Dalvík
Skátablaðinu berst reglulega Frétta-
bréf Landvætta. Þar kennir margra
grasa en megin markmið blaðsins
virðist vera að koma skilaboðum til
skátanna og fjölskyldna þeirra og þar
er birt starfsáætlun alls skátafélagsins,
fundartími flokkanna og nöfn flokks-
meðlima. Þá er sendur út verkefnalisti
fyrir Jötnasveitina, foreldrafélagið, þar
sem foreldrar geta skráð sig á ýmis
verkefni langt fram á næsta sumar.
Verkefnin eru dagsett og áætluð tíma-
lengd er gefin upp. Þetta lýsir mjög
10 — Skátablaðið