Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1999, Qupperneq 11

Skátablaðið - 01.12.1999, Qupperneq 11
oguðum vinnubrögðum enda hefur árangurinn ekki látið á sér standa. Mættu skátafélög gjarnan senda slík fréttabréf til hinna skátafélaganna því margt er hægt að læra af þessu. Nýr formaður Fræðsluráðs Eiríkur Guðmundsson, skólameist- ari MS hefur verið skipaður formaður fræðsluráðs í stað Ástu Bjarneyjar Elíasdóttur sem látið hefur af störfum að eigin ósk. Eiríkur er úr skátafélaginu Skjöld- origum í Reykjavík og hefur gegnt þar fjölmörgum störfum. Blaðamaður sló á þráðinn til Eiríks og innti hann eftir hvernig honum litist á. Hann taldi gott fólk í ráðinu og skemmtileg vinna framundan við stefnumóhm sem ráðið er að vinna að í samráði við stjórn BÍS ’ framhaldi af stefnumótun BÍS sem samþykkt var á síðasta Skátaþingi. Er Verið að skoða allt námskeiðahald og nÝjar áherslur sem er verið að huga að. I starfi ráðsins er verið m.a. að huga aö betra mati á námskeiðunum, meiri er>durmenntun fullorðinna og að allir Sem sækja námskeið fái vottorð fyrir oámskeiðssetu. Hugmyndir eru að v>kka út sveitarforingjanámskeiðin og Eæta m.a. við námskeiði fyrir sveitar- ráðið. Einnig hafa komið upp hug- royndir um að bjóða upp á námskeið fyrir almenning þar sem þekking skát- anna nýtist vel. Aðspurður sagði hann að sá sem Eefur stjórnað flokk eða skátasveit nJóti þess síðar meir við stjórnunar- störf. Teymisvinna er algengt form lr>nan fyrirtækja og stofnana og slíkt er auðvitað bara flokkakerfið ef það er skoðað í grunninn. Frettahorn Skátavefsins stöðvaðist Þeir sem lesa Skátavefinn reglulega urðu varir við að einn vinsælasti hluti hans, Fréttahornið hætti útkomu fyrir stuttu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og áskorunum um áframhald rigndu inn. Að sögn vefstjórans, Guð- mundar Jónssonar var ástæðan tíma- leysi og lítið af innsendu efni. Fræðslu- fulltrúi BIS hefur verið duglegur undanfarið að senda inn efni og fleiri eru farnir að senda inn efni en betur má ef duga skal. Hraunbúar opna nýja heimasiðu Tveir ungir skátar, þeir Gísli Guðna- son og Davíð Bjarnason hafa sett upp nýja heimasíðu fyrir félagið. Þeir hafa einnig sett upp tölvubúnað félagsins, nettengt hann og sjá nú um viðhald búnaðarins. Hraunbúar hafa nú fengið nýtt veffang: www.hraunbuar.is Úlfljótsvatnsráð Bandalag íslenskra skáta og Skáta- samband Reykjavíkur reka sameigin- lega skátamiðstöðina Ulfljótsvatn. Úlf- ljótsvatnsráð hefur yfirumsjón með allri starfseminni og þar er nú for- maður, Arnfinnur Jónsson, skólastjóri Vinnuskóla Reykjavíkur. Blaðamaður sló á þráðinn til Arnfinns og innti hann eftir áherslum í starfi ráðsins. Það er mat á því starfi sem hefur farið fram á undanförnum árum og verið er að vinna að framtíðarstefnu- mótun fyrir staðinn. Meðal hugmynda þar er að gera staðinn meira aðlaðandi meðal minni skátahópa og sveita, fjöl- skyldna og fyrir almenning. Hug- myndir eru að tengja staðinn betur náttúrunni í kring og því sem í boði er í nágrenninu eins og merktar göngu- leiðir á Nesjavallasvæðinu og á Hellis- heiðinni. Aðspurður kvaðst hann ekki sjá heita vatnið alveg á næstunni þó það væri mjög fýsilegur kostur. Reykjavíkurborg á landið en Orku- veita Reykjavíkur hefur haft umsjón með landinu og hefur verið mjög ánægjulegt samstarf við starfslið Orkuveitunnar. Reynt er að hlúa að þeirri starfsemi sem þar hefur verið og m.a. hefst nú í vor 9. starfsár Skólabúðanna á vegum Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur. Það starf hefst um miðjan janúar og stendur fram í maí. Búist er við að um 1400 12 ára nemendur komi á Ulfljóts- vatn á þessum tíma. í húsnæðismálum má nefna væntan- lega stækkun og endurnýjun DSÚ en verið er að vinna að uppsetningu á „varanlegu tjaldi" sem keypt var af Blá Lóninu í sumar. Aðrir í ráðinu eru framkvæmda- stjórar BIS, Þorsteinn Fr. Sigurðsson og SSR, Guðmundur Björnsson, skáta- höfðingi Ólafur Ásgeirsson, formaður SSR, Sveinn Guðmundsson auk Sig- rúnar Sigurgestsdóttur og Gylfa Jónas- sonar sem eru tilnefnd af stjórn BIS annars vegar og stjórn SSR hinsvegar. Ólafur rektor Ólafur Proppé, formaður Slysavarn- arfélagsins Landsbjargar og Hraunbúi hefur verið skipaður rektor við Kenn- araháskóla Islands. Skátablaðið óskar Ólafi til hamingju með starfsframann. Guðmundur Landsmótsstjóri Guðmundur Pálsson, Dalbúi verður mótsstjóri næsta Landsmóts sem haldið verður að Hömrum, Akureyri árið 2002. Skátablaðið — 11

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.