Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1999, Qupperneq 12

Skátablaðið - 01.12.1999, Qupperneq 12
Jólatónleikar og fréttir frá Skátakórnum í Já Skátakórinn í Reykjavík lifir enn og hefur aldrei verið sprækari. Snnmidaginn 2. janúar ætlar kórinn að halda Jólatónleika í skátahúsinu Snorrabraut. kl. 17.00. Hann hefur gert þetta tvisvar áðurfyrir vini og vanda- menn og þar hefiir verið mikið stuð. Ásamt tónleikunum verður líkajólaball fyrir börnin og eru allir velkomnir. Það verður kaffi og kökur, jólasveinar auðvitað jólatré, hljómsveit ofl ofl. Núna þegar kórinn nálgast fimmta starfsárið sitt (febrúar) eru 23 skátar í honum og hvort sem þið trúið því eða ekki eru þar af níu strákar. Kórinn kom því vel undan Landsmótssumri, þar sem hann söng bæði við setningu og slit ásamt Skátakórnum í Hafnarfirði. En að auki söng kórinn við ýmsar mót- tökur og önnur tækifæri á mótinu. Gott og skemmtilegt Landsmótið á eflaust þátt í fjölgun kórfélaga, en aðal- málið er auðvitað það að það er svo gaman í skátakórnum og það smitar út frá sér eins og talsmaður kórsins orðar það. Svo má ekki gleyma stjórnandanum, ef hann er fúll er kórinn fúlli. Erni Arnarsyni hefur tekist að færa léttleika yfir kórinn og gera hann skátalegri en áður. Einnig hefur Örn ásamt Aðal- heiði Þorsteinsdóttur haldið áfram einu aðalmarkmiði kórsins að útsetja þekkt skátalög. Núna hefur kórinn æft sjö skátalög eins og td. Ég nestispoka á baki ber, Dagsins besta melódí og Með sól í hjarta. Auk árlegra skylduverka, að syngja í skátamessu sumardaginn fyrsta, hefur kórinn verið að syngja á ýmsum skátasamkomum og hjá skáta- félögum og bendir kórinn hópum á að kórinn er tilbúinn að syngja næstum hvað sem er, hvenær sem er og hvar sem er. Þið þurfið bara að hringja í Ragga rakara í s. 5524738 eða 5613324 á kvöldin. Þrátt fyrir að kórinn hafi stækkað má alltaf bæta við ef þið hafið áhuga endi- lega hringið í okkur. En við vitum að ekki eru allir tilbúnir að syngja í kór, en hefðu samt gaman af að syngja með góðum félögum gömul og ný skátalög undir stjórn kunnáttufólks. Því ekki að hittast eftir áramót kannski tvisvar þrisvar og æfa saman. Þeir sem eitthvað kunna að glamra á gítar gætu jafnvel tekið hann með. Hugsið málið og spáið í þetta yfir hátíðirnar. Kórfélagar senda öllum innilegustu jóla og nýárs kveðjur. RH Skátajólaskraut Á Sauðárkróki er oft fjörugt í skátastarfinu. Björn og Drífa drífa starfið áfram af miklum dugnaði og láta oft heyra frá sér. Ritstjórinn getur ekki látið hjá líða að birta hér mynd af jólakveðju þeirra hjóna sem var skemmtilega frumleg. Þau höfðu bakað skátahatta til jólagjafa og eitthvað seldu þau víst. Prófið að búa til svona hatta, deigið getur verið eftir smekk og svo er bara að sjá hvernig ævintýrið verður er það kemur út úr ofninu. Þessir hatta smökkuðust líka mjög vel! 12 — Skátablaðið

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.