Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 16

Skátablaðið - 01.12.1999, Blaðsíða 16
Landsmót — stærst og best!(?) • Fjöldi: Um 3.500 í tjöldum og yfir 6.000 manns á svæðinu þegar mest var. • Fjölskyldubúðir: Um 700 manns • Erlendir skátar: 900 • Starfsmenn: Rúmlega 300 fastir starfsmertn þar af um 100 erlendir skátar. • Flestir þátttakendur, stærsta svæðið, flestir útlendingar. Blaðamaður sló á þráðinn til Benja- míns Axels Arnasonar mótsstjóra og fékk álit hans á mótinu: „Eg er ánægður með tnótið og þykir vænt um hvað þátttakendur voru virkir og ánægðir. Við vorum að gera marga nýja hluti, bæði stjórnunarlega og skipulags- lega sem tókust vel. Viðfærðum mótið til í vikunni, dagskrárval fór fram fyrir mót, erlendum skátum var gefinn kostur á að taka þátt í starfsmannabiiðum, byggður var upp miðbæjarkjami og stjómsetur fært á einn stað í miðbæ en ábyrgð og valdi síðan miðlað til torgstjórna. Stjórn- skipidagið virkaði mjög vel, boðleiðir voru vel skilgreindar og beinn og greiður aðgangur að mótsstjórn. Torgstjórnun gekk mjög vel og tekið var á þeim málum sem upp komu hverju sinnifljótt og vel. A hverju torgi var nú blöndun á þjóðum og aldri og gekk það mjög vel og gaf fjölbreytni. Svæðið er að verða mjög skemmtilegt og við höfutn unnið að uppbyggingu í góðu samstarfi við sveitunga okkar þama, mikl- ar framkvæmdir áttu sér stað að Ulfljóts- vatni fyrir mót, þannig að svæðið væri boðlegt fyrir landsmót, það er vel en fyrir liggur að gera þarf enn betur fyrir næsta mót ef vel á að fara um þann fjölda sem Benjamín Axel við mótsslit vænta má að taki þátt'' sagði Bennó og fór að huga að sunnudagssteikinni. í blaðinu eru birtar Ijósmyndir frá Landsmóti skáta 1999. Mikill fjöldi skáta og fjölskyldur þeirra upplifði skátamótið og við það er ekkert að bæta. Myndirnar tala sínu mali og vekja eflaust minningar hjá þeim sem þar dvöldu. 16 — Skátablaðið

x

Skátablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.