Skátablaðið - 01.12.1999, Qupperneq 27
með skipum sem voru 5 daga að sigla
til Kaupmannahafnar.
Allir skátar í Reykjavík sóttu fundi í
Skátaheimilið við Snorrabraut, stóra og
hlýlega innréttaða bragga. Þeir sem
hjuggu austast í Reykjavík áttu heima
lnri1 í Sogamýri og Vogunum því að
austan Elliðaáa var í rarm sveit. Hlið-
stætt mátti segja um Hafnarfjörð, Akur-
eyri og fleiri gamla byggðarkjama. Allt
Var nánast í göngufæri. En í hönd fóm
ar mikillar uppbyggingar húsnæðis, at-
Vrnnuvega, skólamála og margs fleira.
Skátastarf hafði verið í talsverðri lægð
aht frá landsmótinu 1948 á Þingvöllum,
aðeins eitt landsmót verið haldið eftir
Það en nokkur smærri mót. Skátum
ftöfði fækkað verulega um og eftir 1950
°8 vom lengst af lítið fleiri en 3000 og
foringjaþjálfun var lítil sem engin á
landsvísu þar til Hrefna Tynes hélt fjöl-
naerint foringjanámskeið að Úlfljóts-
Vatni haustið 1958. Hins vegar hafði út-
gáfustarf Úlfljóts verið nokkuð öflugt
°g Skátablaðið kom reglulega og var
Uln þetta leyti í höndum ungra skáta-
foringja { SFR. Skátaskálar vom mikið
n°taðir én sumarstarf minna enda fóm
börn flest í sveit og unglingar oft í
sumarvinnu burt frá heimahögum.
Jónas B. Jónsson hafði tekið við starfi
skátahöfðingja árið áður við andlát
híelga Tómassonar og með honum
sförfuðu varaskátahöfðingjamir Hrefna
Tynes og Páll Gíslason. Jón Sigurðsson
úgEinemi við HÍ, og síðar forstjóri á
Grundartanga, var í starfi fyrir BÍS
n°kkra tíma á viku og hafði aðsetur í
emu herbergi að Laugavegi 39, fyrir
°fan úrsmíðastofu Franks Michelsen.
Þáttur Gilwellþjálfunarinnar
fyrstu árin
hegar litið er til baka sést greinilega
að uppbygging var að hefjast í skáta-
starfi sem annars staðar og þar hittu
Gilwellnámskeiðin í mark. Þau vom
auðvitað afrakstur af skynsamlegum
ákvörðunum forystufólks í stjóm BÍS.
hn um leið vom þau nauðsynlegur og
öfluguj gnmdvollur þess sem á eftir
fylgdi. Þau opnuðu mörgu hæfu fólki
aögang að raunvemlegum og gagn-
egum verkefnum þar sem
Gillweiiskátar gegndu lykilhlutverki.
Námskeiðið austur við Úlfljótsvatn
eið á einni viku og varð að lifandi
^fnningu. En það sem var mest spenn-
ar,di að takast á við og raunvemlegu
verkefnin sem við nýttum þekkingu ok-
kar við áttu sér stað eftir að við höfðum
°kið námskeiðinu og vorum orðin
Gilwellskátar.
Baden Powell segir einhvers staðar:
Ef þií vilt komast áfram í lífinu, verður
þii að geta tekið á þig ábyrgð. Til þess
þarfiiast þú sjálfitrausts, skipulagshæfi-
leika og samvizkusemi. Þannig er það líka
innan skátastarfsins. Flokksforinginn ber
ábyrgð á hegðun og dugnaði flokksmeðlima
sinna. Efvið byrjum strax á unga aldri að
æfa okkur á því að bera ábyrgð, náum við
langt. Það styrkir persónuleika okkar og
gerir okkur jæra um að taka að okkur
mikilvæg störfseinna í lífinu. Ábyrgðartil-
finningin eykur líka góð áhrifokkar á aðra.
Eiríkur, Franch, Odd og Björgvin
Eftir Gilwell gafst okkur tækifæri á að
taka ábyrgð á ýmsum verkum og frelsi
til bæði að nýta tækifæri og skapa
önnur. Við vomm sístækkandi hópur,
margt skólafólk, en þó var sem betur fer
að verki fólk á öllum aldri og í mismun-
andi störfum. BIS skrifstofan hélt áfram
að vera í einu herbergi við Laugaveg
næstu fimm árin en Ingólfur Armanns-
son Hrafn '59 var ráðinn í fullt starf sem
framkvæmdastjóri sumarið 1960. Það
var hyggileg ákvörðun að leggja megin-
áherslu á mannlega þáttinn í upp-
byggingunni þótt áfram þyrfti að búa
þröngt. Kapp var lagt á foringjanám-
skeið af öllum gerðum víða um land og
á víðtækan erindrekstur bæði til nýrra
félaga og gróinna.
Ný verkefni og umfangsmikil
Skátaþing 1960 samþykkti að gera
þyrfti ramma að starfi fyrir 15-18 ára
skáta en fyrir þá hafði verið fjallarekka-
starf og ungsvannastarf um skeið. A
næstu fimm árum reis fullmótað drótt-
skátastarf sem fól í sér skipulagsramma
og leiðbeiningar til foringja og handbók
fyrir dróttskátana sjálfa. Jafnframt voru
hönnuð undirbúnings- og framhalds-
námskeið fyrir dróttskátaforingja og
námskeið fyrir dróttskátana sjálfa svo
sem í alþjóðaskátun, fundasköpum,
þjónustuverkefnum og varðeldastjóm
að ógleymdum Stílskólanámskeiðun-
um.
Útilífskeppni dróttskátasveitanna
undirstrikaði mikilvægi útilífsins í starfi
þessara sveita og tveir göngustafir, Víð-
förlar, fóru fjölmargar ferðir með
sveitum um allt land og með þeim
fylgdu til baka skemmtilegar ferða-
bækur. Þama skipti mestu máli eigið
fmmkvæði og skipulagning dróttskáta-
sveitanna sjálfra við útivistina því að
allar vildu sveitimar eignast Víðförul.
Öndvegið, sem stendur 1 húsakynnum
Klakks á Akureyri, fluttu strákamir
hans Tryggva með sér norður vorið
1965 en 20 af 21 dróttskátum, sem fengu
Forsetamerkið við fyrstu afhendingu að
Bessastöðum, voru úr þeirri sveit.
Onefnt er þá tvennt sem gerðist 1965.
Annað var fyrsta ferðamót dróttskáta
þar sem sveitimar mættust á Gilsbakka
í Borgarfirði eftir sólarhringsferð um
Kaldadal, yfir Ok, upp Hvítársíðu eða
suður Tvídægm og gistu í skýlum sem
þær reistu sjálfir á leiðinni úr einföldu
efni sem þær báru með sér. Hitt var
Gilwell-Smára námskeiðið sem haldið
var sérstaklega fyrir dróttskátaforingja
og með þeirra þarfir í huga við Úlfljóts-
vatn. Evert Tureson frá Svíþjóð var
stjómandi þess.
Þótt dróttskátastarfið fái hér sérstaka
athygli, vegna þess að þar var nýtt um-
fangsmikið verk byggt hnitmiðað upp
allt frá grunni til víðtækrar útfærslu, er
rétt að nefna margt fleira sem
Gilwellskátar fyrstu áranna unnu vem-
lega að. Skátaþing bað um starfsramma
og dagskrá fyrir 15-18 ára unglinga og
óskinni var mætt. En annað kom úr
röðum Gilwellskáta sjálfra. Líklega má
segja að við höfum mörg verið nokkuð
vel lesin í skátafræðum miðað við það
sem var til á prenti. Og við þekktum
sögu skátahreyfingarinnar hér á landi
bærilega vel af lestri Skátablaðsins
nokkuð aftur í tímann.
Engu að síður fundum við þörf fyrir
að kafa dýpra, skilja betur, ræða meira
og að vinna saman að einhverju sem
skipti máli. Þess vegna stofnuðum við
Gilwellhringinn. Og hann þjónaði
akkúrat þessum tilgangi. Við hittumst
reglulega til funda og fengum oft gesti
Frh. á bls. 30
Skátablaðið — 27