Skátablaðið - 01.12.1999, Page 28
Maður fcamr í manns stað
Það er mikilvægt hverjum skáta-
foringja að geta sagt: „Ég gefekki
kost á mér í sömu foringjastöðu á
næsta aðalfimdi." Það versta sem við
getum gert nokkrum einstaklingi og um
leið skátastarfinu er að neyða skáta til
pess að gegna foringjastöðu hvort sem er
í sveit, deild, félagi, skátasambandi eða
bandalagi. Slík nauðung er bein ávísun á
minni gæði starfs auk þess sem miklar
líkur eru á að skátinn brenni hratt út í
starfi sem hann hefur verið neyddur í. Ef
við sýnum foringjunum okkar pá virð-
ingu aðfara að óskum peirra eru meiri
líkur á að peir taki að sér önnur verkefni
fiyrir skátahreyfinguna, annað hvort í
beinu framhaldi eða síðar á lífsleiðinni.
Hvernig finnum við nýjan
foringja?
En hvernig förum við að við að
finna nýjan foringja? Fyrst þarf að til-
nefna einstaklinga í uppstillingar-
nefnd, þ.e. einhverja aðilar sem fá það
formlega verkefni að finna nýjan
foringja. Það er óeðlilegt að foringi
þurfi að finna arftaka sinn og oft á
tíðum er hann óhæfur til þess. Ef finna
á félagsforingja gæti uppstillinga-
nefnd verið samsett af einum fulltrúa
úr stjórn, einum sem þekkir vel til í
sveitarfélaginu og einum sem þekkir
víða til í skátahreyfingunni. Fulltrúar í
uppstillingarnefnd mega ekki fá það á
tilfinninguna að ætlast sé til af þeim
að gegna stöðunni ef þeir finna engan
eftirmann.
Hvað er góður foringi?
Ef finna á félagsforingja er eðlilegt að
leita til annarra í félagsstjóm og til
deildar og sveitarforingja varðandi
hugmyndir að félagsforingjaefni. Upp-
stillinganefnd þarf líka að hafa það
hugfast að ekki er endilega best að fá
innanfélagsmann í stöðu félagsforingja.
Með fólki með annan bakgrunn koma
oft Nýir straumar og ferskar hug-
myndir. I mörgum sveitarfélögum
búa „innfluttir" skátar og fjölmargir
félagsmálamenn myndu sóma ssér vel
sem félagsforingjar þó svo að þeir hafi
litla sem enga reynslu af skátastarfi.
Upplýsingar um eldri skáta er oft
hægt að fá í félagatali BÍS. Eftirtaldir
eiginleikar þurfa þó m.a. að einkenna
nýjan félagsforingja: Hann verður að
aðhyllast og þekkja markmið, áhersl-
ur og aðferðir skátahreyfingunni; búa
yfir leiðtoga- og forystuhæfileikum
jafnt með börnum og fullorðnum;
hafa skipulagshæfileika; geta stjórnað
þróunarstarfi og dreift ábyrgð. Félags-
foringi verður að vera verðugur tals-
maður félagsins gagnvart foreldrum,
sveitarfélagi, skátasambandi og BIS.
Æskilegt er að félagsforingi hafi
reynslu af skátastarfi.
Réttur maður á réttan stað
Þegar verðandi viðmælandinn
hefur gefið jákvætt svar tilnefnir upp-
stillingarnefnd hann sem nýjan félags-
foringja á aðalfundi félagsins. Lög fé-
lagsins tilgreina á hvaða hátt aðrir
geta boðið sig fram ef einhverjir eru.
Tilkynna þarf BÍS að nýr félagsforingi
hafi tekið við stjórn félagsins. Þessi
aðferð sem hér að framan er rakin á að
tryggja að félagið geti valið sér hæfan
einstakling til að taka að sér foringja-
störf, einstakling sem er meðvitaður
um það sem til er ætlast og hefur feng-
ið samþykki uppstillingarnefndar.
Viðtalið
Þegar uppstillingarnefnd hefur
fengið nokkur nöfn að moða úr
ákveður hún hvort hún boði alla eða
útvalda einstaklinga í viðtal. Á þessari
stundu er ef til vill hægt að forgangs-
raða og hafna einhverjum strax sem
uppfyllir ekki lágmarkskröfur. I við-
talinu ætti að hafa eftirfarandi atriði i
huga:
Þessi aðferð leysir tvö mál. í fyrsta
lagi á hún að koma í veg fyrir að fé-
lagsforingi „neyðist" til að sitja áfram
þar sem að enginn „vildi" taka við af
honum og í öðru lagi að lítt hæfur
einstaklingur sé kosirrn af lítt ígrund-
uðu máli í framhaldi af upphlaupi á
aðalfundi í hita og þunga leiksins.
Komum heiðarlega fram
Það er mjög mikilvægt að þeir sem
taka að sér foringjastörf fyrir skáta-
hreyfinguna séu meðvitaðir um hvað
sé ætlast til af þeim, bæði hvað varðar
skuldbindingu og tíma. Það er ekki
• Veldu fundarstað þar sem hægt er að ræða saman í friði og ró í notalegu
umhverfi, gjarnan með viðeigandi veitingum.
• Upphafið skiptir máli. Fyrstu kynni verða ekki endurtekin. Auðvitað
skiptir máli hvort þú þekkir viðmælandann. Ekki reyna að hraða við-
talinu - sýndu í upphafi að þú hafir áhuga á högum viðmælandans t.d.
því sem hann hefur fengist við í skátastarfi, atvinnu eða með fjöl-
skyldunni. Þú þarft því að hafa aflað þér haldgóðra upplýsinga áður en
að viðtalinu kemur.
• Vertu viss um að viðmælandinn viti hver tilgangur fimdarins er. Félagið
þarfnast nýs félagsforingja og uppstillinganefnd hafi ákveðið að boða til
viðtals eftir tilnefningar.
• Upplýsið viðmælandann um þær kröfur sem gerðar eru til félagsforingja í
viðkomandi félagi og ekki hvað síst, hvaða stuðnings hann megi vænta
frá öðrum í stjórninni, frá starfsmanni (ef einhver er), sveitarfélagi, skáta-
sambandi og BÍS. Á þessum tímapunkti er mikilvægt að taka tillit til
þekkingar og reynslu viðmælandans af skátastarfi.
• Upplýsið viðmælandann um skyldur hans gagnvart skátasambandi og
BÍS.
• Upplýsið viðmælandann um hvernig ætlast sé til að hann sæki sér grunn-
og símenntun í skátafræðum.
• Sjáið til þess að viðmælandinn fái tækifæri til þess að tjá sig um áhugamál
sín og hugðarefni.
• Ef til vill reynist ekki unnt að fá samþykki viðmælanda á fyrsta fundi. Því
er mikilvægt að afhenda honum gagnlegar upplýsingar eins og ársskýrslu
félagsins, útgefið efni (t.d. afmælisrit, fermingarskeytablöð, Skátablaðið
eða bækur útgefnar af BÍS s.s. Á ég að láta til leiðast og Skátastarf - mark-
viss menntun), upplýsingar um vefsíður um skátamálefni (www.scout.is)
o.fl.
• Áður en viðtalinu líkur þurfa allir að vera meðvitaðir um næstu skref -
hvenær næsta viðtal fer fram þar sem viðmælandi gefur endanlegt svar.
28 — Skátablaðið