Skátablaðið - 01.12.1999, Síða 29
Upplýsinga- og samskiptamál í
skátastarfi
agana 2. - 8. maí sl.fórum við
tveir Fossbúar til Strasbourg í
Frakklandi. Tilgangur ferðarinn-
ar var að vera fulltrúar BÍS á námsstefnu
Urn applýsinga- og samskiptamál í skáta-
starfi. Námsstefnan var lialdin í Æsku-
vúðstöð Evrópuráðs en auk okkar voru
Par 28 skátar frá 16 löndum í Evrópu sem
aMr komu, á einn hátt eða annan, nærri
uPplýsinga- og samskiptamálum í sinni
hreyfingu.
Þó að svona ferðir séu mjög
skemmtilegar og við búum að reynsl-
unni og upplifuninni ævilangt, vorum
viö þarna saman komin í ákveðnum
tilgangi. Okkar hlutverk var að takast
a við, og yfirstíga, þau vandamál sem
blasa við hreyfingunni í dag, varðandi
upplýsingastreymi, gagnaflæði og
þess háttar. Það var því eðlilegt að
u^ikið af okkar tíma færi í að velta fyrir
°kkur grunnreglum samskipta, mögu-
iegum leiðum til að koma upp-
lýsingum áleiðis o.s.frv. Við fengum
U'arga færa leiðbeinendur, sem m.a.
komu frá Evrópuskrifstofu skátahreyf-
lngarirmar, til að opna eyru okkar og
hugi
og búa okkur undir þau verkefni
Sem framundan voru. Hvort sem það
var að undirbúa stutta ræðu og flytja
fyrir aðra þátttakendur (undirbúning-
ur fyrir kynningarstarfsemi til aðila ut-
an hreyfingarinnar) eða að búa til
skipurit yfir upplýsinga- og skipana-
flæði fyrir ókunn samtök með upp-
kyggingu frábrugðna okkar, þá vorum
við vel undirbúin og með það í huga
að við vorum þarna til að læra, en líka
Þ1 að miðla. Lokaverkefni vikunnar
Var að hver og einn ætti að búa til
Verkefni sem hann eða hún færi með
heim og ynni að í sínum samtökum.
Einu skilyrðin voru þau að verkefnið
Varð að snúast um að bæta samskipti
°8 upplýsingastreymi innan sam-
takanna, eða frá samtökunum og til
utanaðkomandi aðila. Þau verkefni
Sern íslensku þátttakendurnir unnu að
snúast annarsvegar um Internetið og
hins vegar um nýjan lið í foringja-
þjálfun, og hafa bæði verið kynnt við-
komandi aðilum hérlendis og verða að
öllum líkindum framkvæmd innan
árs.
Það sem helst vakti undrun okkar á
þessari námsstefnu var hversu vel ís-
lenskir skátar eru settir í þeim málum
sem snúa að upplýsingaflæði og sam-
skiptum. I Portúgal er til dæmis meiri
háttar vandamál að koma upp-
lýsingum frá aðalstöðvimum í Lissa-
bon til sveitarforingja út á landi, sök-
um skorts á boðleiðum, s.s. tímarits
sem ekki er gefið út á landsvísu vegna
fjárskorts. Slík vandamál búum við
ekki við, og er það að hluta til að þakka
smæð samtakanna, en einnig hversu
ötullega hefur verið unnið að þessum
málum á undanfömum árum. En lengi
má gott gottna, eins og þar segir, og
vonandi verður þessi vika til einhvers
góðs hér heima.
Þau virtust ekki eiga í vandræðum með
samskiptin, Einar Elí og Christina sú
franska.
Eins og áður sagði búum við að
þessari lífsreynslu um ómunatíð.
Tækifærið til að hitta jafnaldra okkar
frá öðrum löndum á þessum jafnréttis-
og vináttugrundvelli sem skátahreyf-
ingin er, er ómetanlegt. Það var því
með söknuði sem við yfirgáfum Æsku-
miðstöðina að morgni 8. maí og héld-
um heim á leið. En með hliðsjón af eðli
námsstefnunnar var ekki annað hægt
en að hafa samband við og við eftir á,
og á hverjum degi fáum við 4-6 ný bréf
í tölvupósti frá öðrum þátttakendum.
Þetta er kannski ekki skátalegasta leið-
in til að stunda skátastarf, en er engu
að síður skemmtileg og mætti vel vera
athugandi fyrir flokka á Islandi að
koma á fót slíkum samskiptum við
aðra flokka, hvort sem er hérlendis
eða...tja, í Afríku. En þessi „eftirásam-
skipti" eru ekki bara til gamans. Fyrir
nokkrum vikum fengum við bréf frá
Midge í Englandi þar sem hún spurði
þátttakendur um leiðir til að koma í
veg fyrir að skátar á unglingsaldri
hættu í skátunum. Hún fékk nokkur
mjög áhugaverð svör, þar á meðal
góða greinargerð frá íslandi þar sem
við sögðum henni frá hálfdrætta-
sveitinni sem var stofnuð í Fossbúum
fyrir 3 árum, í hvaða tilgangi og hvaða
árangur hún hefði haft. Það var ekki
nóg með að Midge væri þakklát,
heldur skrifaði Had frá Slóvakíu og
bað um leyfi að fá að birta þýðingu af
bréfinu í tímariti sem hann ynni við og
væri fyrir eldri foringja í Slóvakíu.
Hann sagði að þetta væri fínt dæmi
um hvernig væri hægt að sigrast á
vandamálum.
Og já, eitt enn. Við lærðum ferlega
skemmtilegt lag þarna úti (ekki það
eina reyndar) sem heitir Le Squalo og
mun tröllríða sveitaballa- og skáta-
mótalífinu í sumar..bíðið bara!
Einar Elí Magnússon
8°tt að gera of lítið úr því hversu
^ikill tími og orka fer í starfið. Það
verður að koma heiðarlega fram og
skilgreina þann tíma sem fer í að rækja
viðkomandi foringjastarf svo sómi sé
at- Ef við viljum hendi á ekki að biðja
um litlafingur. Þannig komum við
heiðarlega fram - og stöndum við orð
okkar.
Helgi Grímsson, fræðslustjóri BÍS.
Þýtt og endursagt úr Scouting -
magazine
% ^
Endurskin á alla glaða skáta!
Skátablaðið — 29