Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1999, Page 32

Skátablaðið - 01.12.1999, Page 32
Nýtt félag - Slysavama- félagið Landsbjörg n Markmið sem lengi hefur verið stefnt að 1dsso,n ,Hon' I 15-* 0*G reito Untjjögur hundruð félagsmenn voru mættir á stofnþing Slysavarnafélagsins Landsbjargar sem haldið var í Félagsheimili Seltjarnarness að morgni laugar- dagsins 2. október. Það var Ólafur Proppé, formaður bráðabirgðastjórnar, sem opnaði fundinn með því að bjóða allafulltrúa velkomna til stofnþings. Áður en gengið var til formlegrar dag- skrár fjallaði Gurtnar Tómasson, vara- formaður bráðabirgðastjómar um að- draganda sameiningarinnar. Gunnar fór eirrnig yfir helstu áfanga í samstarfi fé- laganna síðustu þrjá áratugina. Að lokum þakkaði hann öllum innan sem utan félagsins fyrir elju og linnulausa vinnu í að gera stofnun Slysavamafé- lagsins Landsbjargar að vemleika. Að því loknu gerði Olafur Proppé grein fyrir tíllögum að lögum félagsins sem síðar vom samþykkt með dynjandi lófa- klappi og án mótatkvæða. Ólafur Proppé, formaður Margar sveitir sameinast Eftir kaffihlé var sérstakru dagskrár- liður um sameiningu björgrmarsveita en á fimm svæðum hafa sveitír sameinast og væntanlega er það vísir að því sem koma skal; færri, stærri og sterkari sveitir. Fjallað var um sameiningu Björg- unarsveitar SVFÍ og Hjálparsveitar Skáta á Dalvík. Hjálparsveita skáta og karladeildar SVFÍ á ísafirði. Hjálparsveit skáta, Flugbjörgunarsveitin og sjó- björgunarsveit SVFI á Akureyri. ingólfs í Reykjavík og Alberts á Seltjamamesi. Einnig var kynnt viljayfirlýsing um sameiningu Tryggva á Selfossi og Drafnar á Stokkseyri. Hátíðardagskrá í höllinni Eftir hádegi var haldinn hátíðar- fundur í Laugardalshöllinni þar sem hátt á þriðja þúsund manns vom saman komin, félagsfólk alls staðar af landinu, auk innlendra og erlendra gesta. Á fundinum fluttu ávörp forseti Islands, hr. Olafur Ragnar Grímsson, biskup Is- lands, hr. Karl Sigurbjömsson, utan- ríkisráðherra, Halldór Ásgrímsson, dómsmálaráðherra, Sólveig Péturs- dóttir og Sturla Böðvarsson, samgöngu- ráðherra, afhenti fyrir hönd ríkis- stjómarinnar, félaginu 3 milljónir króna. Einnig fluttu ávörp formaður og vara- formaður félagsins ásamt Andrew Freemantle og Elia Mannetta. Milli ávarpa skemmtu gestum Sigrún Hjálm- týsdóttir, Karlakórinn Fóstbræður, KK, Magnús Eiríksson og Gunnar Eyjólfs- son, fv. skátahöfðingi. ... og þá var kátt í höllinni Veisla aldarinnar, eins og margir vildu kalla hana var síðan haldin um kvöldið. Þetta er stærsta veisla sem haldin hefur verið hér á landi. 2.650 gestír snæddu þríréttaðan hátíðarmálsverð og var hvert einasta skúmaskot Laugardals- hallarinnar nýtt. Tæplega 8 tonn af lambalærum voru úrbeinuð fyrir Kristbjörn Óli Guðmundsson, mjr framkvæmdastjóri samtakanna. __ veisluna, rúm 4 torrn af leirtaui þurfti að nota og 12 þúsund glös. Eftir að skemmtiatriðum lauk héldu Stuðmenn stuðinu gangandi langt fram á nótt. Heillaóskir skáta Islenskir skátar óska Slysavamafé- laginu Landsbjörg og félagsmönnum innilega til hamingju með stofnun sam- takanna og vænta áfram góðs samstarfs við þau eins og verið hefur. Hér hefur verið stigið gæfuspor í björgunarmálum og slysavömum á Islandi. 5 litúí prentvél Háújúeði Hraði Hacjstúett verð Prentsmiðjan Steinmark Dalshrauni 24 • Hafnarfirði Sími 555 4855 • Fax 565 4855 Netfang: steinmark@isholf.is Blöð • Tímarit • Bæklingar • Veggspjöld • Öll smáprentun • o.fl. o.fl. 32 — Skátablaðið

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.