Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1999, Qupperneq 33

Skátablaðið - 01.12.1999, Qupperneq 33
Sagan á bak við Radíóskáta ^OSCOí/^ JOTA og rið 1957 var haldið alþjóðlegt skátamót í Sutton Coldfiled ná- lægt Birmingham í Mið Englandi. Þarna voru staddir 3500 skátar frá 62 þjóðlöndum. Á þessu móti settu Radíó- aniatörar íjyrsta skipti upp stóra stöð og ráku undir kallmerkinu GB3SP. Síðan þetta var hafa alltafverið settar upp ama- törstöðvar á alþjóðlegum skátamótum. Um það bil 60 manns sem störfuðu við GB3SP náðu sambandi við 1712 stöðvar í 71 þjóðlandi. Fólk sem ekki hafði réttindi fadíóamatöra fékk ekki að nota í talstöðina e>í yfirvöld leyfðu þó stuttar útsendingar á klukkustunda fresti. „Chackurinn" var yfirfullur af fólki á hverjum degi mótsins en það var hald- ið í almenningsgarði og því ómögulegt að takmarka aðgang. Ungur skáta- foringi, sem jafnframt var radíó- amatör, var undrandi yfir hinum mikla fjölda erlendra skáta sem einnig voru radíóamatörar og voru á mótinu. Skátaforingi þessi hét Les Mitchell, G3BHK. Hann ákvað því að hóa þeim saman. Auglýsing í blaði skátamótsins leiddi til daglegra funda sem voru haldnir í kaffihúsi spölkorn frá móts- svæðinu. A einum þessara funda ákvað hópurinn að hittast í loftinu eina helgi á ári hverju. Les áleit að best væri að fá skáta alls staðar að til að taka þátt í þessu því þannig væri tryggt að nægur fjöldi skátastöðva yrði í loftinu til að ná sam- bandi við ef hinir upprunalegu „kaffi- húsaskátar" gætu ekki náð sambandi hvor við annan. Hópurinn ákvað að Prófa þetta. Tveir skátaflokkar ráku stöð í 12 klukkustundir í október 1957. Stöðin var rekin í tjaldi á svæði hins 79. Reading skátaflokks en það var flokk- Urinn hans Les Mitchell. Með einföldu vírloftneti og 40 watta AM sendi náðu þeir sambandi um allan heim. Áhug- uan var slíkur að svona alþjóðlegt „radíóskátamót" var greinilega eitt- hvað sem gæti gengið áfram. Les kallað uppátækið „skátamót í loftinu" eða Jamboree on the air (JOTA) því það fannst honum þetta vera. Hann bjó til einfaldar reglur sem reyndust svo r>otadrjúgar að þær hafa verið óbreyttar síðan. Fyrsta JOTA mótið var haldið 10. og 11. maí 1958. Les Mitchell rak þá aftur stöð með skátaflokkinum sínum. í framhaldi af því óskaði hann eftir að Alþjóðlega skátamiðstöðin sem þá var staðsett í Ottawa tæki yfir JOTA. Ljóst var að JOTA var komið til að vera og hefur það verið haldið óslitið síðan eða í fjörtíu ár. Það er ætíð haldið þriðju helgina í október ár hvert. Það má rekja upphaf radíóskáta- starfs á íslandi aftur til fyrriparts átt- unda áratugarins. Þá var lítill hópur skáta starfandi sem hafði mikinn áhuga á fjarskiptum og tækjasmíði. Þeir gáfu út bæklinga um smíðina og seldu íhlutina í póstverslun. Á Lands- móti 1974 voru þeir síðan og sáu um póst þar sem tækjasmíði var aðalverk- efnið. Á Nordjamb 1975 voru 5 ís- lenskir Radíóskátar starfsmenn móts- ins. Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og ýmislegt verið gert. Hópur manna, með föstum kjarna, hefur til dæmis séð um JOTA á Islandi til fjölda ára. Árið 1993 fóru síðan áhugamenn um fjarskipti og skátun að spá í að stofna sérstakt skátafélag um Radíóskátun. Meðgangan og undirbúningur tók tvö ár, félagið var stofnað 20. febrúar 1995. Stofnfélagar koma víða að, meðal annars úr Hjálparsveitum skáta og ÍRA. Allir eiga það sammerkt að hafa brennandi áhuga á fjarskiptum. JOTA er ætíð hámark starfsins ár hvert og er þá jafnan leitað til félaga í ÍRA til aðstoðar og hefur það jafnan verið auðsótt mál. Enn er JOTA byggt upp á sömu grunnreglum og Les setti fram í upphafi og í sama skátaanda og þá var. Vala Dröfii Hauksdóttir, TF3VDT Björgvin heiðraður í Kína! Fréttaritari Skátablaðisins í Kína Gil-Well-Gvin sendi okkur fréttabréf sem gefið er út af Gæðastjómunarfélagi Alþýðulýðveldisins í Kína þar sem forsíðufréttin er um viðurkenningu semfélagið veitti Björgvini Magnússyni DCC fyrir skömmu. Eins og kemur fram í forsíðugreininni hefur Björgvin verið nokkuð þekktur í Kína fyrir störf sín að þjálfun skátaforingja á Islandi en þar í landi hafa menn nýtt sér að- ferðir hans við ólíklegustu tæki- færi. Björgvin sagði við þetta tæki- færi: Isaka - Isaka - Isaka og eins og kemur fram í fréttinni var því mjög vel tekið og linnti ekki fagn- aðarlátunum í rúma tvo klukku- tíma. Þetta sagði Björgvin að sjálf- sögðu á kínversku sem hann hefur lært í bréfaskóla Skátablaðsins. I greininni er þáttar Skátablaðs- ins sérstaklega getið en Skátablað- ið hefur verið sent inn á öll stærstu bókasöfn í Kína við eindæma und- irtektir. Skátablaðið óskar Björg- vini og hans fjölskyldu til hamingu með þennan heiður. (S)Kátablaðið s* 'TT'Í 1 *+*t*WÖRiÍiH+A£FiBt þ fm ■ »T • æ^EE+íP • j-wtrmmtw ■ imiaa»)««*i#MS X(TR««» • .3P.aWW'k+IE*(k5(ja 18 • • /J' ■ Æ*K»>»isiwmntí H’Wtmmiti ■ mszmjffw • m<¥ a**«i8ÆA / -Kiim- ísífw# • wM(níi7*isiia®#S’j+* Skátablaðið — 33

x

Skátablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.