Skátablaðið - 01.12.1999, Qupperneq 34
Norræn
foringjaskiptaferð
til Danmerkur 10.-20. janúar 1999
Aðdmgandinn að því að ég tók mér þessaferð á hendnr var sá, að áfidlorðins
Gilwell-námskeiði á síðasta ári var Hallfríður Helgadóttir formaður alþjóðaráðs
með fyrirlestur um alþjóðlegt samstarf skáta og sagði meðal annars frá þessum
möguleika sem eldri starfandi skátaforingjar hafa. Þetta er verkefni sem skiptist á milli
Norðurlandanna þannig að tveir komafrá einu landi sem sendir aðra tvo til baka. Á
síðasta ári voru skipti Islands við Danmörku. Boðið er upp á 10-14 daga dvöl í landinu
og eini kostnaður sveitarforingjans er ferðakostnaðurinn milli landanna.
Ég sló til og óskaði eftir því að fá að
koma til Danmerkur í 2. og 3. viku
janúar. Ég hafði áhuga á því að kynn-
ast starfi yngri skáta þar sem ég er
starfandi sveitarforingi í ylfingasveit í
Hraunbúum, og þá ekki síður að
kynnast því sem er að gerast í tónlist-
arskólum og grunnskólum á sviði for-
skólakennslu, sem er mitt aðalstarf.
Eftir nokkur bréfaskipti var stundin
runnin upp og út var haldið. Var ég í
góðu yfirlæti fyrsta daginn hjá Ann-
ette Kaalund, sem starfaði á árum áð-
ur á skrifstofunni hjá DDS (Det danske
spejderkorps) við alþjóðamál.
Fjögur bandalög
Það eru fjögur skátabandalög í Dan-
mörku, DDS; Det danske spejder-
korps, blandað bandalag, KFUK, De
danske pigespejdere, sem eru bara
stelpur, KFUM, sem eru bæði strákar
og stelpur og De danske Baptist
spejdere, sem eru baptista skátar með
blandað bandalag. Þessi bandalög að
undanskildu KFUM sáu um dvöl
mína í Danmörku. Var ég fyrri hlutann
í umsjá KFUK skátanna og síðari
hlutann í umsjá Baptista skátanna.
ísland á dagskránni
Ég fór á þrjá mismunandi fundi hjá
ylfingaaldrinum. Fyrst hjá KFUK
skátunum, þar sem rætt var um al-
þjóðastarf og var það svolítið skondið
að einmitt Island var tekið fyrir á
þessum fimdi ásamt 4 öðrum löndum,
en sveitarforinginn sem sá um
fundinn vissi ekki af heimsókn minni
og kom hún því þægilega á óvart.
Stelpurnar voru vel agaðar og tóku
þátt í öllu af lífi og sál þó ekki væru
þær margar, einungis 9. Voru þær
færri nú vegna foringjaskipta, en
nokkrar hættu þegar nýr foringi tók
við. Virðist mikil samvinna vera á
milli skátafélaga á svæðinu um ýmis
verkefni, m.a. annars þetta alþjóða-
verkefni.
Hjá Baptista skátunum fór ég á tvo
fundi. Þeir hafa þann háttinn á að
bjóða upp á heita máltíð áður en
fundur hefst og geta foreldrar komið
með börnunum og beðið eftir þeim og
rætt málin yfir kaffisopa á meðan
fundur fer fram. Eru það eldri skátarn-
ir sem sjá um matseldina. Þetta er ekki
flókinn matur en kannski eitthvað af
því sem má elda þegar farið er í úti-
leguna eða skálaferðina og því góður
undirbúningur. Babtista skátarnir eru
lítið bandalag og því oft langt að fara á
fundi og oft hagstæðara fyrir foreldr-
ana að hinkra eftir börnunum heldur
en að fara heim og leggja strax af stað
aftur til að sækja þau. Fimdirnir fara
fram í kirkjum baptista eða þeirra
húsakynnum.
Á fyrri fundinum voru skátar á
aldrinum 7-10 ára og var þeim eftir
setningu skipti í tvo hópa, en þannig
starfa þeir að jafnaði, yngri saman og
eldri sér. Þau yngri voru að ljúka
„ferð" til Kína, þar sem þau höfðu
búið til kínverska hatta, borðað
kínverskan ma‘t, hlustað á sögu frá
Kína og núna voru þau að leika leiki
sem kínversk börn leika sér í.
Mowgli í kirkju
Eldri hópurinn var með tunglskins-
fund „fuldmáneaften", þar sem þema
fundarins var úr Dýrheimabókinni-
Var öll kirkjan undirlögð fyrir fundinn
með ýmsum verkefnum, sem svo
enduðu í litlu herbergi, þar sem út-
búið hafði verið rjóður með klöppinni
og fullu tungli. Akela tók á móti
hópnum og sagði frá ævintýrum
Mowgli. Þessi fundur var mjög
skemmtilegur og gaf mér ýmsar hug-
myndir. Það hefur líka mikið að segja
hvernig foringinn er, hvort hann er
lifandi eða steindauður.
Á síðari fundinum sem var í öðru fé-
lagi var þessu aðeins öðru vísi háttað
og upplifði ég það hvað söngur er
mikils virði, en einungis eitt lag var
sungið, en aðalverkefni fundarins var:
Að leita uppi upplýsingar í hinum
ýmsu bókum; símaskránni, lestar-
ferðaáætlun, kirkjuhandbókinni og
fleira. Heldur voru spurningarnar of
margar og tók því lengri tíma að svara
en upphaflega var áætlað og hefur það
kannski sett strik í reikninginn. Skát-
34 — Skátablaðið