Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1999, Page 35

Skátablaðið - 01.12.1999, Page 35
arnir á fundinum voru á aldrinum 7- 10 ára. Reynt er að hafa foringja á hverja 5-6, þar sem þau yngri þurfa naeiri aðstoð en þau eldri. Skátastarf í Danmörku hefst á mörg- um stöðum við 5 ára aldur, sem er þá í formi leikfunda og smá uppákoma, Ef verkefnið er t.d. eldur hjá þeim yngstu, þá felur það einungis í sér að kunna að kveikja á eldspýtu. Mikið er gefið út af efni, og er DDS nýbúið að endurútgefa sitt efni. Eru þetta bæði bækur fyrir skátann sjálfan, °g svo handbækur fyrir foringjana. Skátahandbókin er nýkomin út í endurbættu formi, þar sem bætt var um ýmsum nýjum upplýsingum svo sem um innflytjendur og fleira. Þá hefur DDS gefið út náttúrufræðibók í samvinnu við grunnskólana í Dan- mörku, handbók sem bæði er hugsuð sem kennslubók í skólum og til hjálpar í skátastarfinu. Skrifstofur í herstöð Annars fór ég í heimsókn á alveg nýja skrifstofu DDS skátanna sem er á Arsenaleyju í Kaupmannahöfn. Skrif- stofan er í næsta nágrenni við Kristjaníu, í gömlum herbyggingum frá síðustu öld, sem nýbúið er að taka úr notkun og hefur svæðið nú verið opnað fyrir almenning. Hefur banda- lagið komið sér vel fyrir og eru nú allir á sama stað, starfsráð, foringja- þjálfunarráð, alþjóðaráð, ritstjórn og svo allur almennur rekstur banda- lagsins. Fjögur hús eru á staðnum, skrifstofubygging, BP-hús, þar sem er matsalur og eldhús auk stórra og smárra fundarherbergja, þar sem hin ýmsu félög geta komið og haldið fundi, þá er þar líka svefnaðstaða fyrir þá sem koma utan af landi, hús sem hýsir skátaminjasafn það sem áður var í miðborg Kaupmannahafnar og að lokum er farfuglaheimili. Þá er að- staða til að tjalda í næsta nágrenni. Er þetta mikil breyting frá því sem áður var. KFUK skátarnir eru líka komnir á eirtn stað með skrifstofu sína og skáta- búð. Söngelskar stúlkur Ekki dvaldi ég allan tímann í Kaup- mannahöfn, heldur brá mér líka til Ar- ósa og til Vejle. En þar á „Spejder- bakken" í Vejle voru KFUK stelpurnar með smáráðstefnu um hvert ætti að vera hlutverk tónlistar á næstu stór- mótum bandalagsins. Þær eru á því að stofna skuli þrjár hljómsveitir með píanói, bassa, trommum og einhverju öðru hljóðfæri, sem spili á landshluta- mótunum og fari í heimsóknir í fé- lögin og kynni lög og annað sem flytja á. Einnig kom inn í umræðuna hvort gefa ætti út nýja söngbók á næstunni eður ei, og hvernig ætti að kenna ný lög sem oft lærast frá manni til manns, hver væri besta leiðin til að koma þeim á framfæri við fleiri. Ekki fékkst nein lokaniðurstaða, en umræðan er komin í gang. Var þetta mjög skemmtileg helgi við söng og spjall, en einn skátinn þarna var einmitt gest- gjafi minn í Árósum. Þetta var mjög skemmtileg ferð þar sem ég kynntist mismunandi starfi skátanna. Því er ekki að neita að DDS er með mun meira úrval af námsefni en við, enda mun fleiri. Bæði KFUK og Babtista skátarnir leggja meira upp úr kristilegri fræðslu enda upprunnin þar. Þeirra starf fer fram í kirkjum eða í nágrenni þeirra og eru ekki allar vistarverur jafn skemmtilegar, en margt er hægt að gera til að lífga upp á og skreyta. Á einum staðnum deildu skátarnir t.d. herberginu með æsku- lýðsfélagi kirkjunnar. Verður gaman að halda áfram samskiptum við þá skáta sem ég hitti. Með skátakveðju Kristjana Þórdís Asgeirsdóttir ylfingaforingi í Hraunbúum og tónmenntakennari. Ævintýraútilega Víkinga Hólmverjar leggja mikið kapp á að koma öllum flokkum sem pað mega, í a.m.k. eina vetrarúti- legu. Þeimfinnst það gera mikið fyrir starfið og flokksandann. I vetur var ákveðið að hafa þessar útilegur með ævintýralegu sniði, þ.e. þema hverrar útilegu er eitthvert ævintýri sem skátarnir velja sér sjálfir. Setning, slit og öll dagskrá útileg- unnar miðast síðan út frá því ævintýri. Fyrsta ævintýraútilegan í vetur var farin af Víkingum og völdu þeir; Jóa og baunagrasið. Þetta var einnig fyrsta útilegan þeirra og ekki annað hægt að segja en að hún verði þeim eftirminnileg. Skálinn, sem notaður er í þessar úti- legur, er í c.a.10 mín. keyrslu frá Stykkishólmi og stendur í skógrækt (það er meira að segja hægt að villast í skóginum). Umhverfið er sérstak- lega skemmtilegt og skjólsælt. Það er einnig frábært fyrir næturleiki, eins og strákarnir í Víkingum fengu að kynnast. Með strákunum fóru foringjarnir þeirra; Hrefna Dögg og Gunnar ásamt skálaverði. IÁ Skátablaðið — 35

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.