Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1999, Síða 36

Skátablaðið - 01.12.1999, Síða 36
Skáti er náttúruvinur Fræðsluráð BÍS hélt vítamínnám- skeið fyrir flokksforingja- og sveit- arforingja 12.-14. nóvember á Úlf- Ijótsvatni. A námskeiðinu var meginá- hersla lögð á pátt umhverfis og náttúru í skátastarfi. A laugardagsmorgni var farið í náttúrupóstaleik þar sem skátarnir gengu á milli stöðva og kynntust ýmsum forvitnilegum aðferðum til náttúruskoðunar. Þar upplifðu þau meðal annars hvernig náttúran lítur út frá sjónarhóli hests. Þennan leik setti Ian umhverfisvinur saman og er allt efni í hann að fá á Ulfljótsvatni. Eftir hádegi var farið í ljósmyndamaraþon, eins og margir skátaflokkar kynntust á Landsmótinu. Síðdegis á laugardag var farið í heimsleikinn risastóran hlutverkaleik, þar sem skátarnir höfðu framtíð jarðarinnar í hendi sér. Nætur- leikurinn gekk út á það að Bandaríkja- menn væru að losa eiturúrgang í Ulf- ljótsvatn og skátarnir áttu að finna úr- ganginn og koma honum í örugga vörslu. Að sjálfsögðu voru öll skilaboð á dulmáli sem skátarnir leystu úr. A surtnudeginum voru búnir til blöðru- karlar og klifrað og sigið í turninum. Þátttakendur voru á heildina litið mjög ánægðir með námskeiðið og Ulf- ljótsvatn sannaði sig enn og aftur. Svo er bara að sjá hvort að námskeiðið stuðli ekki að frekari áherslu skáta á náttúruskoðun, náttúruvernd og útilíf- Til Rússlands Síðastliðið sumarfóru íslenskir skátar í Bjarmalandsför á rússneska skatamotið Vetluga. Tildrög ferðarinnar voru pau að tveir hressir skátar úr Garðbúum, Sara Hrund og Elva Dögg, höfðu heyrt sögur Sigurðar Úlfarssoyiar um skátamót í Rússlandi, og vildu pær upplifa petta ævintýri. Þærfengu Sigga í lið með sér, og byrjuðu að safna liði. Eftir auglýsingar á skátalistanum og víðar bættust Dagmar Skjöldungur og bræðurnir Kristbjörn og Einar Jón lir Hraunbúum í hópinn. Því miður heltist Elva Dögg úr lestinni, pannig að eftir stóðu fimm Rússlandsfarar. Okkar helsti leiðsögumaður þennan fyrsta dag var Sergej, sem hafði mjög gaman af því að sýna okkur leyndar- dómsfullar styttur sem skipta skapi eftir því úr hvaða átt er horft. Sergej fylgdi okkur líka á kaffiteríuna þar sem hann borðaði sem stúdent fyrir 40 árum. Við, 5 hungraðir íslenskir skátar og nokkrir Rússar, gerðum okkur lítið fyrir og átum veitingahúsið út á gaddinn. Eftir að hafa borðað fylli okkar af súpu og kjöti var búrið tómt, og ekki matarbita að fá. Vonandi ná þeir að fylla á birgðimar fyrir næstu heimsókn. Það var einna áhugaverðast að sjá heim til fólks. Við gistum hjá þokkalega vel stæðum fjölskyldum, en þær bjuggu allar í gráum og niðumíddum „sovét- blokkum". Þetta vom risastórir niður- níddir steypukumbaldar, með ómáluð- um og sóðalegum stigagöngum, og lyftum sem myndu varla flokkast sem vörulyftur hjá okkur. Hins vegar var út- litið allt annað þegar inn var komið. Ibúðimar voru allar mjög huggulegar að innan, nýlega búið að endumýja bað og klósett, og þetta venjulega sett af heimilistækjum. Þess vegna voru líka Hópurinn ásamt gestgjöfum á Rauða torginu í Moskvu 36 — Skátablaðið

x

Skátablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.