Skátablaðið


Skátablaðið - 01.12.1999, Page 37

Skátablaðið - 01.12.1999, Page 37
yfirleitt traustar læsingar á milli stiga- gangs og íbúðar. Annað sem vakti at- hygli okkar var að þrátt fyrir tal um vöruskort virtist enginn skortur vera á varalit og augnskugga, og nóg var til af gulli í tannfyllingar. Eftir þrjá daga í Moskvu fórum við til Nizhny Novgorod (NN) og vorum þar eina nótt. í NN gistum við hjá krökkum úr skátasveitinni sem við deildum tjald- stæði með, Kondór. Þetta er dróttskáta- sveit með tólf hressum skátum á aldrinum 15-19 ára. Þeirra bækistöðvar eru í nýbyggðu skátaheimili við skóla í hJizhny Novgorod. I NN hittum við fyrst Ameríkanana. hetta var hópur frá AFS sem leit við á skátamótinu í nokkra daga. Þetta voru fínir krakkar sem komu á óvart. Með þeim fórum við í heimsókn í minja- gripaverksmiðju í þorpi utan við NN. har tók „Olga" á móti okkur og sýndi °kkur um verksmiðjrma. Þar var sama Sagan og annarsstaðar, húsið virtist í uiðumíðslu að utan en það var eins og aö koma inn í ævintýraland þegar við komum inn í sýnishomaherberbergið, mjög glæsilegur sýningarsalur, fullur af skrautlega máluðum leikföngum og minjagripum. r A mótssvæðinu Mótið var sett við minnismerki um fallna hermenn (logarrn eilífa) í miðborg híN. Mótssvæðið var u.þ.b. 150 km frá hJN, og var farið með lest. Við byrjuðum a því að tjalda og koma upp tjaldbúð, og í rússneskri hitamollu (>30°) var það *rið verk. Trönumenning Rússana er töluvert önnur en hér á Islandi. Þegar vantaði timbur var labbað út í skóginn í kringum mótssvæðið með stórviðarsög. Síðan næsta hentuga tré einfaldlega tekið og því breytt í heppilegar bygg- 'ngareiningar. Ljósm. Kristbj. Gunnarss. Daginn eftir var byrjað á Kanótúr um vatnið, og síðan haldið áfram með byggingarframkvæmdir. Verkið var unnið með „ítölsku verklagi", þ.e. unn- ið í tíu mínútur, pása í 50 mínútur. Seint og um síðir komum við þó upp góðri eldunaraðstöðu (hlóðir ofan á trönu- borði), matarborði og reisulegu hliði. Síðan tók við almennt tjaldbúðalíf á rússneskan hátt. Við skildum að vísu mest lítið af því sem fram fór, en túlkurinn okkar, hún Katja var okkur til halds og trausts. Katja var tengiliður okkar við mótsstjóm og stóð hún sig með stakri prýði. Yfirleitt var dagskráin fremur róleg, og við fréttum af næsta dagskrárlið með fimm mínútna fyrirvara. Allt gott um það að segja, sérstaklega þar sem rúss- neskar fimm mínútur eru yfirleitt lengri en vestræna útgáfan. Túdkurinn okkar eldar sveppi á hlóðum Allur matur á mótinu var eldaður á hlóðum, og fóm Rússamir létt með það, enda stutt að sækja eldivið. Maturinn var yfirleitt bragðminni en maður á að venjast, og fjölbreytnin ekki mikil, en það var nóg af honum og hartn vandist mjög vel. Helsta vandamálið var að við íslendingamir fengum mest lítið að gera í eldhúsinu. Eina undantekningin var þegar Kristbjöm fékk að standa þriggja daga eldhúsvakt, og olli næstum milli- landadeilu þegar hann reyndi að sykra kartöflumúsina. (Badjaka Kartovski) Tveir morgnar vom teknir í „ung- lingavinnu,, í skóginum í kring. Fyrri daginn vorum við að hreinsa burt rótar- stubba og fallna trjáboli, og gekk það með ágætum. Seinni daginn fómm við hins vegar inn í rjóður þar sem rúss- neski herinn hefur safnað gömlum flug- vélum af ýmsu tagi til nota í fjarskipta- tilraunum. Þama vom m.a. stærðarinn- ar þyrla, og ormstuþota af MIG gerð. Verkefnið var að reyta „illgresi", og er það túlkað sem allt annað en gras. Við vorum þess vegna í þeirri óvenjulegu aðstöðu að reyta og uppræta furutré, víði og fleiri tegundir sem íslendingar mundu seint flokka sem illgresi. Dagamir liðu einn af öðmm og við kynntumst fólkinu á mótinu mjög vel. Við gerðum stormandi lukku á kvöld- vökunum með því að kenna Rússunum sígild íslensk kvöldvökulög eins og Rúllandi, Nú er úti norðanvindur, Sing- ing in the rain og síðast en ekki síst „Boddon sjú". Kvöldvökunum var yfir- leitt stjómað af hinni geysiöflugu Nat- öshu. Ymsar uppákomur voru í gangi, t.d. fór eitt kvöldið í að allar sveitimar fengu að túlka sama lagið á mismun- andi hátt. Við fengum bamaheimilisút- gáfuna, aðrir sungu það eins og gaml- ingjar, enn aðrir stömuðu, og ýmsar aðrar útgáfur sáust. Athygli vakti að Rússamir nota ekki íslenska textann við „Vertu til" og „Skáti þú sem gistir". Hæk að rússneskum hætti Á miðju mótinu var farið í stórt þriggja daga, 60 km hæk. Fyrir þetta hæk þurfti að sjálfsögðu undirbúning, og hvað er besti undirbúningurinn fyrir hæk? Annað hæk að sjálfsögðu. Undirbúningshækið var 6 tíma, 24 km hæk sem við gengum í fylgd með gest- gjöfum okkar í skátasveitinni Kondór. Sökum mikilla rigninga fyrr um sumar- ið minnti leiðin helst á Víetnam stríðs- myndimar þar sem hetjumar vaða upp að mitti og halda rifflunum fyrir ofan sig. Við höfðum bakpoka í stað riffla, annars vom aðstæðumar svipaðar. I stóra hækinu gengum við í fylgd Skúritas. Skúritas var okkar nafn á „öryggisskátasveit" (security) sem voru á mótinu. Eins og sjóskátar sérhæfa sig í sjómennsku sérhæfðu þessir öryggis- skátar sig í öryggisgæslu (t.d. bruna- vörnum, skyndihjálp og sjálfsvörn). Framhald á bls. 38 Skátablaðið — 37

x

Skátablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátablaðið
https://timarit.is/publication/801

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.