Skátablaðið - 01.12.1999, Qupperneq 38
Framhald afsíðu 37
Til Rússlands
Þetta voru heilmiklir töffarar, í felulita-
búningum, með sólgleraugu og klút
um hausinn. Þeir virtust gera mikið af
styrktaræfingum og höfðu m.a. súrrað
saman æfingaslá og lyftingastöng með
lóðum á tjaldbúðasvæðinu hjá sér.
Hins vegar vantaði úthaldsæfingarnar,
og þeir voru alveg jafn þreyttir og við
eftir 20 km dagleiðir.
Það var stórt at-
riði í þessu hæki að
taka sem minnst af
mat með, og lifa
frekar á skóginum.
Þetta þýddi að mat-
seðillinn var sveppir
með kartöflubragði,
sveppir með kjúkl-
ingabragði, sveppir
með sveppabragði,
o.s.frv.. I skóginum
var líka mikið af
hindberjum og blá-
berjum.
Leiðsögumaður
okkar í hækinu var hinn óstöðvandi
Sasha. Hann leiddi okkur mjög örugg-
lega í gegnum landslag þar sem einu
kennileitin voru tré, fleiri tré, og nokkur
tré í viðbót. Þar fyrir utan voru svo
stólpar með máluðum númerum sem
samsvöruðu hnitakerfi á kortinu. Fyrsta
daginn gengum við framhjá áætluðu
tjaldsvæði og gistum nokkrum kíló-
metrum norðar. Það kom ekki að sök,
þar sem tjaldstæðið var gott. Við
gerðum hinsvegar þau mistök að útbúa
opið skýli sem ekki var moskítóhelt.
Þetta leiddi til stórveislu hjá moskító-
samfélaginu í kring, og takmarkaðs
svefns hjá okkur.
Annar dagurinn byrjaði með smá-
vægilegri rigningu sem síðan þróaðist
yfir í grenjandi rigningu og þrumu-
veður, og endaði loks á svakalegu hagl-
éli. Höglin voru upp í sentimeter í þver-
mál, og frosin í gegn, eins og einhver
hefði tæmt úr ísmolabakkanum og grýtt
innihaldinu yfir okkur. Öll él stytti þó
upp um síðir og eftir að hafa þurrkað
það helsta og snætt sveppi með
kjúklingabragði var haldið áfram á nátt-
stað. Þar ákváðum við að endurtaka
ekki moskítóveisluna frá nóttinni áður
og tróðum okkur þess í stað fjögur í
tveggja manna tjald.
Þetta fyrirkomulag reyndist mun
betur en skýlið og vöknuðum við end-
umærð og skokkuðum síðasta daginn.
Lokasprettinn rérum við á kanó og
fengum stórkostlega sólseturssiglingu
eftir Vetlugaánni.
Þó flestum finnist nóg um þriggja
daga hæk bættu Þjóðverjamir sem á
mótinu voru um betur. Þeir höfðu
byrjað ferðina austur í Uralfjöllum og
vom þar að labba milli Evrópu og Asíu
í nokkra daga. Foringi þessa hóps er Is-
landsvinurinn Funko, stórskemmti-
legur karakter sem hefur farið með
sveitina sína út um allan heim. Funko
og félagar standa utan skátasambanda,
og voru einmitt nýkomnir af stofnfimdi
alþjóðasambands skáta sem vilja standa
utan alþjóðasambanda. (WFIS - World
Federation of Independent Scouts)
Dagskráin
Einn daginn fórum við í heimsókn í
næsta þorp, þar sem Rússneska Skáta-
sambandið er með heilmikla starfsemi,
þ.á.m. tvö skátaheimili. Þetta klukku-
tíma akstur á „skátatmkknum", heil-
miklum sex hjóla hertrukk sem Skáta-
sambandið eignaðist einhvem veginn.
Það vora bekkir fyrir sextán manns á
pallinum, og mikið fleiri gátu setið á
milli bekkjanna, gamaldags íslensk
mjólkurbílastemming. ígor, skáta-
höfðingi Rússana, er aðalbílstjóri þessa
tryllitækis og minnir um margt á Bjössa
á mjólkurbílnum. Honum tókst m.a. að
keyra trukkinn út í skurð á leiðinni, og
þurfti stærðarinnar timburflutninga-
trukk til að ná honum aftur upp á
veginn. Þorpið var á svipuðu stigi og Is-
land fyrir stríð. Þar var eitthvað af síma-
línum, og rafmagn í flestum húsum, en
í skátaheimilunum tveimur vantaði allt
sem heitir pípulagnir. Það var vatns-
krani úti í götu fyrir nokkur hús í kring,
og kamar úti í garði. Aðalgatan í
þorpinu var malbikuð, en allir hliðar-
vegir eins og alvöm íslenskir malar-
vegir. Við brugðum okkur þarna í
rússneskt gufubað, Banya, og komum
endumærð til baka á mótssvæðið.
Annan dag fórum við í all svakalega
loftfimleika. Rússamir höfðu sett upp
pall milli þriggja trjáa í ca. 15 metra hæð
á vatnsbakkanum (bakkinn var hár,
þannig að það vom hátt í 20 metrar
niður að vatninu). Frá þessum palli var
síðan ræfilsleg (tveir trjábolir, ekkert
handrið) brú yfir í næsta tré. Ur því tre
var síðan strengd lína yfir á hinn vatns-
bakkann (20 metmm neðar). Síðan var
málið að klifra upp á pallinn, fara yfir
brúna í hitt tréð, og láta sig síðan gossa
(sbr. James Bond) eftir bandinu í átt að
vatninu, hangandi í sigbelti. Síðan
stoppaði maður yfir eða í miðju
vatninu, allt eftir þyngd og byrjimar-
hraða.
Alþjóðadagur var haldinn fljótlega
eftir mitt mót, og áttu þar útlend-
ingamir að kyrtna sín lönd. Dagmar sló
í gegn með landkynningarplakötum
með rússneskum texta. Þar komu fram
helstu kostir lands og þjóðar, eldfjöll,
heitir hverir, enginn her og engar
moskítóflugur. Við komum einmitt a
mjög uppbyggilegu samstarfi við
rússneskar moskítóflugur, sem fól í sér
ríkulegar blóðgjafir af okkar hálfu.
Ameríkanamir stungu upp á leiðtoga-
fimdi milli manna og moskítóflugna þat
sem unnið yrði að samkomulagi,
þannig að flugumar létu okkur vera, en
fengju í staðinn hóflegan aðgang að
blóðbönkum heimsins.
Indjánaleikar
Síðustu daga mótsins vom haldmr
miklir indjánaleikar. Hver sveit útbjó sig
sem indjánaættflokk og kom síðan fyrií
indjánahöfðingjann og kynnti hópinn
og færði höfðingjanum gjafir. Kvenna-
veldið í Kondór og íslenska hópnum
notaði þá tækifærið og hneppti karlkyns
meðlimi hópsins í þrældóm. Þrælarmr
voru síðan gefnir höfðingjanum við ha-
Þó gangan sé erfið og leiðin sé löng...
Kristbjörn, Dagmar, Siggi, Katja og Sara gangafrá lestar-
stöðinni á mótsstað
38 — Skátablaðið