Ný vikutíðindi - 30.07.1965, Blaðsíða 3

Ný vikutíðindi - 30.07.1965, Blaðsíða 3
Ní VIKUTlÐINDl 3 UM BRUNAVARNIR í Reykjavík Eftir KJARTAN PÉTUBSSON 4. grein. Mér hefur verið annt um Slökkvistöðina í Rvk og þá þjónustu, sem hún veitir. Eg átti langt samtal um þessi efni við slökkviliðsstjórann í Rvík og benti honum á þá á- galla, er ég taldi vera á stað setningu nýju stöðvarbygg- ingarinnar. Að mínu áliti eiga stöðv- arnar að vera fleiri og dreifðari. Hefir það sýnt sig í sambandi við mannskaðann að Bústaðabletti 33, að þang að er löng leið neðan frá tjörn á ganglausum bílum- Sama gildir um mannskað- ann í Múlakampi. Svo kunnugur er ég eld- vörnum, að ég veit að flest- ir þeirra, sem við eldvarnir fást, hafa þann lærdóm að baki sér, að þeir eru lítt fær ir að bjarga sjálfum sér, hvað þá öðrum. Síðast liðinn vetur, var slökkviliðið kallað að báti, sem eldur var í. Þegar kom- ið var að bátnum, var vél hans í gangi. Eftir hartnær klukkustmidar slökkvistarf, fannst lík í bátnum. Eg vil ekki halda því fram að mað- urinn hafi verið lifandi, er að var komið, en með þeim tækjum, sem slökkvistöðin fæður yfir í dag, er hægt að buga svona eld á 2-3 mín- útum. Stöðin á stúta með fram- lengingu. Með gefnum vatns þrýstingi má beita þeim und- ir þilför og aðrar hindranir. I fórum slökkviliðsstjóra er skýrsla, sem ég afhenti honum í fyrravor, þar sem þessum tækjmn er lýst. Hana gerði ég fyrir mörgum árum. Þáverandi borgar- stjóri fól fyrrverandi slökkvi liðsstjóra að samræma þessa þekkingu, og færa hana stöð inni í nyt. Skýrsla þessi og bréf borgarstjóra liggja í borgarsafninu. Þeim ungu mönnum, sem aka slökkviliðs- og sjúkra- bílum, vil ég benda á það, að við skóla þá, er ég lærði eld- varnir í, var okkur bent á það, að tækin væri gagnslaus ef ekki væri komið með þau heil á staðinn. Borgarbúar eiga heimt- ingu á þvi, að þarna séu hæf ir menn til valdir, og það sé útilokað, að mönnum sé mis- þyrmt þó að í ljós komi, að þeir hafi bragðað vín eins og kom fyrir á gamlárskvöld, heldur séu þeir sendir heim- Ef einhver vafi leikur á rnn sannleiksgildi þess, er sagt er í þessrnn greinum mínum, er það eitt vist, að ég get fremur bætt við það en dreg ið úr því. Og það er hart undir því að búa, að hæfir menn til þessa starfs skuh vera hundeltir, en þau aftur falin tungusjúkum fáráð- lingum. GLAUMBÆR Dansað öll kvöld (nema á miðvikudögum). Borðpantanir í síma 11777. Kvöldverður framreiddur frá kl. 19,00. GLAUMBÆR Sfim 11777 og 19330 með litprentuðu sniða- < örkinni og hámákvæmu! sniðunum! — Utbreidd- ‘ asta tízkublað Evrópu! 8 KOMPAN • Ljóður á góðum veitingastað. - Nýja „Ríkið“. - F. B. I. - Oxarárfoss. - Oalandi Þjóðver jar. - Geir og Þórður. - Sveittir lögregluþjónar. - Uxahryggir EINN er sá staður í Reykjavík, sem útlendingum er öðrum fremur bent á, ef þá langar að fá gott að borða á góðum veitingastað, en það er Naustið. Þetta er ekki undarleg/, því Naust er tvímælalaust með beztu matstöðum hériendis og stenzt með prýði sam- keppni við það sem bezt gerist erlend- is. Þó er einn Ijóður á þessum ágæta veitingastað, en það er dauðadrukkinn lýður, sem venur komur sínar upp á barinn. Þessi skríll, sem hvergi ann- ars staðar fær inngöngu, er þessu á- gæta veitingahúsi til stórvansa og ætti sannarlega að vera lítill vandi að kippa þessu í lag. RÉTT er að lofa þjónustu Félags ísl. bifreiðaeigenda. Um helgar, þegar umferð er hvað mest, em bifreiðar þessara samtaka á- vallt til taks og er hægt að ná sam- bandi við þær allan sólahringinn með því að hringja í Gufunesradíó. FjAÐ eru áreiðanlega ekki margir, sem vita það að öxarárfoss hefur til skamms tíma ekki verið á þeim stað, sem hann nú fellur fram af gjárbarm- inum á Almannagjá., Sannleikurinn er víst sá, að einhvem tíma á nítjándu öld var farvegi öxarár breytt, og fossinn féll til forna mun of- ar í gjána. MORGUNBLAÐH) birti á dögunum mynd af reikningi frá íslenzkum sveita- bæ, sem hafði hýst þýzka túrista. Ekki hefur oss enn teldzt að fá botn | í það, hvað var athugavert við þennan reikning, hann virtist í alla staði eins og reikningar á greiðasölustöðum eru j hérlendis. Hins vegar er það staðreynd að Þjóðverjar eru margir hverjir óalandi i og óferjandi og alltaf með sífellt rex 1 út af öllu, svo það er víst óhætt að fara varlega í það að gleypa allar1 kvartanir þeirra eins og heitan graut- ÞAÐ er vissulega ástæða til að óska íslenzku þjóðinni til hamingju með nýja „Ríldð“ í Reykjavík. Sannleiluirinn er sá, að skrælingja- hátturinn í sambandi við brennivín á Islandi er svo fyrir neðan allar hellur að ekki tekur neinu tali, en það er þó spor í rétta átt að hægt skuli vera að kaupa áfengi í húsakynnum, sem eru mönnum bjóðandi. Annars er það af og frá að útfend- ingar skilji þá staðreynd,* að hér skuli vera ófáanlegt öl, sem er mönniun bjóðandi, og það er satt að segja ekki von að ókunnugt fólk skilji það, sem varla nokkur Islendingur sldlur. EITT sinn mætti Geir kaupmaður Zo- ega Þórði heitnum Sveinssyni yfirlækni á Kleppi á götu og spurði hann hvaðan hann bæri að. „Eg er að koma af bæjarstjómar- fundi“, svaraði Þórður. „Voru fleiri frá þér þar?“ varð Geiri að orði. HVERNIG í ósköpunum stendur á því, að verðir laganna á fslandi era ldæddir eins og raim ber vitni í sumarhitanum? Það er raunarlegt að sjá þessa aum- ingja vesalinga löðursveitta í svörtum hnausþykkum klæðisfötum, þegar all- ir era að drepasí úr hita. Það væri nú ekki nema sanngjamt að þessi glæsilega, íslenzka lögreglu- herdeild fengi að fara úr jakkanum þar sem ólíft er ,fyrir hita. OG hvemig stendur á því að Norður- leið fer ekki Uxahryggjaveginn nema einu sinni í viku? Bæði er nú þessi leið miklu fegurri heldur en blessaður Hval fjörðurinn og svo þarf víst ekki að taka það fram að hún er num styttri- Börkur ssr

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.