Ný vikutíðindi - 30.07.1965, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 30.07.1965, Blaðsíða 7
Ní VIKUTIÐINDI 7 SMÁSAGA: EG ELSKA KONUNÁ ÞINA Berner stórkaupmaður var önnum kafinn við skrif- borðið. Þá var barið á dyr. Honum gramdist ónæðið og sagði önuglega: „Kom inn.“ Dyrnar voru opnaðar hægt og hikandi. Inn kom ungur maður, á að gizkt tuttugu og tveggja ára. Berner hafði aftur sökkt sér niður í skjöl sín. Hann leit ekki upp fyrr en pilturinn ræksti sig. „Hvað get ég gert fyrir yður?“ spurði hann þá- Ungi maðurinn greip um bindið og lagfærði það lítið eitt. Hann var vandræðalegur. „Eg — það — er — ég — hm — um konuna yðar, sem — ég vildi gjarnan tala um hana — hana Elsu við yður.“ Hann þagnaði um stund, hleypti í sig kjarki og sagði all-æstur: „1 stuttu máli sagt: ég elska konuna yðar.“ „Hm, jæja. Þér elskið konuna mína,“ sagði Berner og horfði fast í augu mannsins. „Raunar getur eng- inn afstýrt því. Hvað heitið þér?“ „Adam Roberts,“ flýtti ungi maðurinn sér að segja. „Jæja, Roberts, þetta er sjálfsagt engum að kenna,“ sagði Berner. „En þér hafið sjálfsagt ekki komið hing- að til þess eins að segja mér frá þessu.“ ,Nei, mig langar til þess að biðja yður um að gefa Elsu frelsi sitt. Eg elska hana og ég álít að hún elski mig.“ „Hm — nefur hún sagt yður það?“ Roberts svaraði: „Nei, ekki beinlínis — en — ég held að ég hafi séð það í augunum á henni. Eg vil hafa hreinar línur í þessu máli og þess vegna kom ég til yðar fyrst.“ Það rumdi eitthvað í Berner. Svo sagði hann: >,Hvers vegna urðuð þér skotinn í konunni minni? Hvað var það, sem heillaði yður?“ „Hvað — e —jú, ég held það hafi verið hárið á henni.“ „Jæja, hárið á henni. Já, það er fallegt. Ekki sízt þegar hún er nýkomin af hárgreiðslustofu. Nú, en þér hafið orðið hrifinn af fleiru en hárinu á henni?“ „Já, bæði augunum, og svo líka munninum. Svo er hún líka mjög vel vaxin.“ Berner sagði: „Þér vitið ekki piltur minn hvað ttuddið kostar mikið — eða þá allar snyrtivörumar. En ég elska konuna mína og sé ekki eftir þeim pen- mgum sem hún eyðir. Maður verður að gera konunni sinni til geðs.“ ,,Júh — e — auðvitað," sagði Roberts. En röddin v.ar ekki sannfærandi. „Viljið þér kvænast Elsu, ef ég gef henni frelsi?“ spurði Berner. „Já, það vil ég“ svaraði ungi maðurinn. „Jæja, þá er ekki um neitt fyrir mig að velja ann- að en gefa henni eftir skilnaðinn, ef hún óskar þess. ' En ekki verður þetta sársaukalaust fyrir mig. Við höfum verið gift í seytján ár.“ „Seytján ár? Hafið þér og Elsa verið gift í seytján ^r? Eg skil það ekki.“ „Það var heimskulegt af mér að segja þetta. Elsa sttgir oft að hún sé ekki nema tuttugu og sjö ára. En Sannleikurinn er sá að hún er orðin þrjátíu og sjö. Hn finnst yður hún líta út fyrir að vera aðeins tutt- hgu og sjö ára?“ „Ja — nei — það finnst mér ekki. — Er það satt sð Elsa sé orðin þrjátíu og sjö ára? Hvenær giftust 'Þér henni?“ „Við giftum okkur, þegar ég var tuttugu og tveggja Elsa tvítug. Þér sjáið að ég segi rétt til um aldur onnar. En aldur kvenna skiptir litlu nú á dögum. _ — ha. Konur hafa fegurðarmeðulin. Ef þær hafa ^0ga peninga geta þær haldið sér ungum. Það er plega hægt að sjá hvort kona er tvítug, þrítug eða Oafnvel fimmtug á þessum tímum. Við karlmennirnir rörnum fyrr en konumar já — ég mun sakna Elsu jnikið, þótt hún sé að vísu ekki eins blómleg núna og un var þegar við giftumst. En ég hlakka til að fá uæturró.“ "Næturró? Hvað eigið þér við með því?“ Uöi maðurinn óþolinmóður. spurði LÁRÉTT. I. seiga, 5. brekka 10. hrina, II. jarðfalKð 13. slá 14. kubb 16. mær, 17. forsetning, 19. mannýg, 21. forfaðir, 22. að- greining, 23. tæli, 26. hærra, 27. var, 28. drap, 30. fugla, 31. heildamiðurstaða, 32. fislcúrgangur, 33. eins, 34. félag, 35. kalíum, 36. reipa, 38. lánað, 40. mnferðar- merki, 41. fóðri, 43. ríki- dæmi, 45. hag, 47. brátt, 48. fugla, 49. vík, 50. taug, 51. tala, 52. tónn, 53. skyld- menni, 54. greinir, 55 sjálfs- eignarjörð, 57. hjartagrasa- ættkvísl, 60. forsetning, 61. Iyktir, 63. atviksorð (mst.), 65. annríki, 66. ásúmd. LÓÐRÉTT: 1. Mynt, 2. vindur, 3. b - andi, 4. grein, o,- vctni, 6. beita, 7. rándyi, 8. dauði, 9. tala, 10. sleipa, 12- verkfæ,:, 13. teikna, 15. hiiða, 16. dómfelldar, 18. menn, 20. sortar, 21. feður, 23. orðfá, 24. fomafn, 25. oft, 26. tölu- stafur, 28. Utilsvirta, 29. keppurinn, 35. umbúðir, 36- vangi, 37. s^étt, 38. berja, 39. stela, 40. hraði, 42. vísa veg, 44. samstæðir, 46. hreysi, 49. brennisteinn, 51. starfsöm, 52. halda, 55. skelfing, 50. fugl, 58. bækl- ingur, 59. stefna, 62. frum- efni, 64. ártal, 66. átt. LAUSN á síðustu krossgátu LÁRÉTT: 1. hrópa, 5. ó- feit, 10. gráða, 11. linna, 13- ár, 14. fars, 16. bákn, 17. te, 19. tía, 21. ævi, 22. amra, 23. mylur, 26. iðin, 27. kaf, 28. augljós, 30. aka, 31. Ið- unn, 32. askur, 33. Ra, 34. Tý, 35. S, 36. skaða, 38- sulla, 40. S, 41. kók, 43. ruslinu, 45. rík, 47. áfir, 48- ralla, 49. ýmsa, 50. ann, 51. V, 52. Ó, 53. átt, 54. Ra, 55. sein, 57. alda, 60. at, 61. rakið, 63. aukið, 65. fenna, 66. uggar. LÓÐRÉTT: 1. kr„ 2. ráf, 3. óðar, 4. par, 5. ó, 6. flá, 7. eiki, 8. inn, 9. tn, 10. gríma 12. atvik, 13. átaka, 15. skygn, 16. bauja, 18. ein- ar, 20. arfi, 21. æðar, 23- munaður, 24. LL, 25. róst- una, 26. I, 28. aurar, 29. skýlu, 35. skáar, 36. skin, 37. asann, 38. silla, 39. arma, 40. skatt, 42. ofnar, 44. LL, 46. ístað, 49. ý, 51. vein, 52. ódug, 55. ske, 56. iðn, 58. lag, 59. aka, 62. af, 64. ir, 66. u, „Jæja? Hefur hún ekki sagt yður frá því? Það er raunar leyndarmál. En ég verð að segja yður það, því að þér komist að því, þegar þið eruð gift. Hún hrýtur . ægilega. Það getur farið 1 taugarnar á þeim, sem á við það að búa. Svo mikið veit ég.“ „Hrýtur Elsa? En það er — “. Berner tók fram í fyrir Roberts: „Við göngum þá frá þessu máli. Allt skal verða klappað og klárt. Eg skal gefa yður Elsu eftir. — Hvað gengur að yður? Hvaða asi er á yður?“ Ungi maðurinn sagði: „Eg er að verða of seinn á áríðandi fund.“ Að svo mæltu hraðaði hann sér út. Berner sat hlæjandi litla stund. Svo hringdi hann heim til konu sinnar. „Þú daðrar of mikið elskan. Eg hef ekki við að vísa aðdáendum þínum á dyr, eða sama sem. Blessuð hættu þessum leik.“ „Já, elskan mín,“ svaraði konan. „Eg skal gera hvað ég get. En ég hef svo gaman af þessu. Hvaða aðferð hafðirðu núna?“ „Eg sagði þetta venjulega. Sú saga verkar venju- lega fljótt og vel. Piltamir tefja ekki lengi eftir að ég hef sagt að þú sért tíu árum eldri en þú ert og að þú hrjótir ofsalega.“ Elsa hló: ..Skammastu þín ekki fyrir að segja konuna þína tíu árum eldri en hún er og ljúga því að ég hrjóti. Hvað skyldi Tom annars hugsa? Svo þú læknaðir hann. Það stendur ekki á þér að koma aðdáendum mínum veg allra veraldar.“ >Já, það er nauðsynlegt,“ sagði Bemer. „En þú verður að hafa mig afsakaðan. Eg á mjög annríkt í dag. Vertu sæl, hjartað mitt. Bless ástin.“ Hann sleit sambandið og kveikti sér í vindli og sagði um leið við sjálfan sig, hugsandi í bragði: „Hún kallaði manninn Tom. Hann kvaðst heita Adam Roberts. Sennilega þekki ég ekki nándar næmi alla þá, sem hún hefur gert skotna í sér. Það er skrítin skemmtun.“ (Þýtt og endursagt).

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.