Ný vikutíðindi - 30.07.1965, Blaðsíða 8

Ný vikutíðindi - 30.07.1965, Blaðsíða 8
Dr. Bjarni vedjar á aumingjaskap stjórnarandstœðinga Hugleiðingar um ráðslagið ísíidarmálum og bankamál- um og um breytt viðhorf í stjórnmálum. Upplausnaröflin í þjóðfé- laginu halda áfram að grafa um sig og er ekki sýnilegt, að ríkisstjómin hafi veru- legt vald á gangi og þróun mála. Dr. Bjami Benedikts- son, forsætisráðherra hefir að vísu unnið hvern varnar- sigurinn öðrum meiri, það sem af er árinu og tekist að lafa áfram við völd og er ekki sýnileg breyting í þeim efnum, nema síður sé, enda virðist dr. Bjami fyrst og fremst veðja á aumingja- skap andstæðinga sinna i stjórnmálum og er ekkert, sem bendir til að sá ræfil- dómur verði ofmetinn. Asteytingarskek. Stjórn starfsmannafélags Otvegsbankans hælist um að storka sjálfum Hæstarétti með því að neita að greiða sektir þær, er á stjórnina voru dæmdar vegna verk- fallsins sæla í fyrra. Er for- maður starfsmannafélagsins hinn gunnreifasti og ómyrk- ur í máli og kveður ríkis- valdið ekki þora að stinga sér og félögum sínum inn. Kveðast þeir ekki muni þyggja náðun, þótt boðin verði. Áður höfðu skipstjórar, brotlegir við landhelgislög- gjöfina, brotið niður vissan þátt í þeirri lagafrarhkvæmd — og svo var skipstjórabylt ingin. Dr. Bjarni Benediktsson er lærður maður og hefur stúderað stjómfræði og framkvæmd stjórnsskipulags af mikilli kostgæfni og hef- ur að auki staðgóða undir- stöðuþekkingu frá Þýzka- landi í framkvæmd einræðis. Vafalaust hefir Bjarni vand- lega velt fyrir sér þeim á- steytingarskerjum,. sem urðu Mussolini og Hitler að falli, og nútímatækni býður upp á marga möguleika til þess að reyna nýjar aðferðir, líka á stjómarsviðinu. ( SÍLDARFEUTNING- ARNER. í atvinnumálunum er við- horfið þannig, að megin- þungi atvinnusóknarinnar beinist að síldveiðunum með meiri tilkostnaði en áður hef ir þekkst. Til viðbótar því, að hin nýju og glæsilegu síldveiði- skip plægja hafflötinn til stranda Svalbarðs, Noregs og Færeyja, þá fylgir síld- veiðiflotanum floti flutninga skipa til þess að taka við afl anum og flytja hann til lands á fjarlægum höfnum norðanlands, sunnanlands og vestan, allt til Bolungar- víkur, og mun útgerð þessa síldarflutningaflota kosta nokkra tugi milljóna mán- aðarlega. Talið er að breytingar á Þyrli til síldarflutninga hafi kostað meira en söluverð skipsins, sem var 5 milljónir, og svo er stærsta síldarverk- smiðjan við Faxaflóa búin að kaupa gufuskip til síldar- flutninga og mun kaupverð þess með breytingum ekki hafa numið neinni smáupp- hæð. Svo hefir erfiðlega reynst að dæla síldinni úr þessum skipum, sumum hverjum, og allt setið fast og af því orð- ið tafir og kostnaður. Á sama tíma og síldinni hefir verið smalað saman á hafi úti frá síldveiðiskipunum og flutt til fjarlægra staða, þá standa verksmiðjurnar Áust- anlands með tómar síldar- þrær og verkefnalitlar. Þetta er nú ráðslagið í síldariðnaðinum. SÍLDARSÖLTUN. Svo er síldarsöltunin. Þar er ástandið ekki betra. Reyndir menn telja að hin stóra gamla síld, sem hefir á undanförnum árum verið veidd til söltunar, sé hvort tveggja í senn að verða upp veidd og útdauð og ekki væntanlegir árgangar stórr- ar síldar, sem verulegu magni nemur, fyrr en eftir nokkur ár, verði þá ekki bú- ið að veiða þá síld að veru- legu magni, áður en síld þessi nær hæfilegri stærð síldar til söltunar. Þannig að í þessum efnum kann að bregða til beggja vona um árangur næstu árin. Svo kann að fara að stærð arhlutföll síldarinnar verði slík í sumar, að ekki takizt að veiða nema mjög tak- (Framh. á bls. 4) VVVVVVVVVV Frí vegna jarðarfarar Litrík saga um >annir,’ opinberrastarísmanna. Ríkið og ríkisstofnanir hafa nú tekið upp fimm daga vinnuviku yfir sumarmánuð- ina og kann út af fyrir sig að vera gott eitt um það að segja. En þá væri eðlilegt að ætl ast til þess að þessir fimm dagar væru unnir, en á því eru verulegir misbrestir víða. Það er að komast í hefð að fara að undirbúa helgarfríið strax á föstudögunum og jafnvel fyrr og fara burt úr bæjunum síðari hluta föstu- dags. Svo ér í mörgum til- vikum, sérstaklega af þeim, sem hærra teljast settir, ekki komið fyrr en á mánu- dögum og jafnvel síðar og getur þá raunin orðið sú, að aðeins verði um tvo til þrjá raunhæfa starfsdaga að ræða, og hljóta allir að sjá hvert þá stefnir. Saga er af uppgjafa presti, sem starfaði eða hafði í það minnsta laun hjá einu af ráðuneytunum. Prestur þessi stundaði það mjög að sækja allar jarðarfarir, sem til féllu í höfuðstaðnum, en þær eru að vonum margar. Sótti prestur ávallt um leyfi til skrifstofustjóra viðkomandi Framhald á bls. 5. á glasbotninum LANDKNNING. Kvartanir berast frá ferðamönnum þess efnis að víða sé svo mikil pissfýla og sóðaskapur í salernum á ferðahótelum úti á landi að manni slái fyrir brjóst, þegur þangað kemur. Góð landkynning það, eða hitt þó heldur! I hlutafélaga. Ár eftir ár eru lagðir skattar og útsvör á löngu dauð hlutafélög, og svo gengur Gjaldheimtan að þeim til gjaldþrota- skipta. Við höfum heyrt um eitt hlutafélag, sem löngu er hætt störfum, sem Gjald- heimtan hefur þrisvar gert gjaldþrota, jafnvel þótt það hafi verið afmáð úr Firma- skránni. FURÐULEG GJALDÞROT. All mikið hefur verið um gjaldþrotaauglýsingar í Lögbirtingablaðinu að und- anfömu, en ekki er allt sem sýnist með mörg þeirra. , Svo undarleg eru hluta- félagalögin að það er nær engin leið að hætta rekstri MISHEPPNAÐUR UTFLUTNINGUR. Tilraun Vestmannaey- inga um nýjan útflutning, útflutning á trúboðum, virð ist hafa misheppnast. Fær- eyingar endursendu fyrsta trúboðann, sem var sendur jæim, og mun óráðið hvort áframhald verður reynt á útflutningi þessum. VINSÆLL BANKA- STJÓRI. Frá Ákureyri, höfuðstað Norðurlands, berast þær fréttir, að hinn nýi banka- stjóri Útvegsbankans þar, Bragi Sigurjónsson, hafi atikið útlán Útvegsbank- ans þar á staðnum, og það sem meira er, að hann láni líka fólki, þar á meðal verkamönnum, sem þurfa á peningum að halda og hafa upp á tryggingar áð bjóða, en áður var það megin regl an að lána fyrst og fremst þeim, sem höfðu ekki sýni lega lánþörf. Mælist þetta vel fyrir. AÐVÖRUNARMBEH A VÍNFLÖSKUR. Hvemig væri að límdur væri miði á allar vínflöskur Afengiseinkasölunnar, sem hljóðaði eitthvað á þessa leið? AÐVÖRUN! Drekkist í hófi og ekld dag eftir dag. Borða skal vel meðan víns ins er neytt og, ef þörf ger ist, taka einnig inn víta- míntöflur. NOTKUNARREGLUR: Neytzla víns getur orðið að vana. Bömum er algerlega bannað að drekka það. Ef það er drukkið í hófi, getur það valdið ölvímu, seinna sljóleika og máttleysi eða alvarlegri, andlegri tmflun eins og ölæði (delerium tre- mens) og öðmm bætanleg- um eða óbætanlegum kvill- um, t. d. nýma- og lifra- skemmdum. SJÖSTAFA-SVlTA. Þegar sjöstafakverið eft- ir Halldór Kiljan Laxnes kom út, kallaði Ragnar í Smára, útgefandi bókarinn- ar, nokkra blaðamenn a sinn fund og hældi bókinni upp í hástert eins og gef* ur að skilja. En ekki tóku þeir samt öll orð hans svo hátíðlega að þeir hefðu þaU eftir á prenti. Meðal hrósyrðanna nni bókina, sem ekki voru prentuð eftir honum, voru þessi: „Þetta er eins °S svíta eftir Brahms.“ : Fara sjóðir ASÍ (með at- vinnuleysistryggingas jóði) að slaga upp í eignir Seðla bankans? )

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.