Ný vikutíðindi - 30.07.1965, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 30.07.1965, Blaðsíða 4
4 NY VIKUTlÐINDl Áburðarverk- smiðjan... * (Framhald af bls. 1) seinna af þeim sökum,“ segir Jóhannes Bjamason orðrétt í síðasfa tbl. „Freys“. Og Jóhannes heldur áfram (leturbr. N. V.): „Um þá staðhæfingu Hjálmars, að þessi aðferð hafi verið sú ó- dýrasta, sem völ var á, og að áburðurinn hefði orðið dýrari ef reist hefði verið verksmiðja til framleiðslu á perluðum áburði, vegna þess að þá hefði stofn- og fram- leiðslukostnaður orðið hærri, vil ég segja það, að ég hef ekki séð að neinn saman- burður hafi verið gerður á því, en hafi það verið gert, leyfi ég mér að efast um að sú framleiðsluaðferð hefði verið dýrari svo nokkru máli skiptir. Hjálmar segir mér að eng inn slíkur samanburður frá ráðunautunum liggi fyrir í fórum verksmiðjunnar og það, sem hann hafði fyrir sér í þessu, sé fullyrðing VilL hjálms Þór í ræðu, sem hann héh á aðalfundi Áburð arverksmiðjunnar fyrir nokkrum árum, og einnig að ráðunautamir hafi sagt sér það.“ Með öðrum orðum: Fram- leiðsluhættir kristallaðs á- burðar, sem notaðir em hér, höfðu hlotið mjög slæma reynzlu í Bandaríkjunum og að ósannað er að sú aðferð sé dýrari en við framleiðslu perlaðs nítrats, enda fór það svo, að þegar á fyrsta ári reyndist Kjarninn tvöfalt dýrari í framleiðslu en áætlanir ráðunautanna sýndu. Vélakaup þessi fullyrðir Jóhannes þó að hafi ekki ver ið gerð með vilja hinna ís- lenzku verkfræðinga sem um málin fjölluðu, heldur hafi verzlunarmennimir ráðið kaupunum. Steingrímur Jóns son, þáv. rafmagnsstjóri, Ei- ríkur Briem, rafmagnsveitu- stjóri og Jóhann Bjarnason verkfræðingur athuguðu mál ið, samkvæmt beiðni ríkis- stjórnarinnar, og mæltu með allt öðrum vélum. Samþykkti Marshallstofnunin svo fjár- hagsaðstoð samkvæmt tillög um þessara verkfræðinga, án þess að krefjast nokkurs útboðs, að sögn Jóhannesar. Þegar svo nýir menn tóku við forastu þessara mála á Islandi, höfðu þeir lítil sem engin samráð við verkfræð- ingana og fór svo að vilji þeirra faglærðu var að engu hafður, en kaupsýsliunenn- imir sömdu um kaup á þess- um illræmdu vélum. Við segjum illræmdu, því Jóhannes segir orðrétt í greininni, að „sum þýðingar- mes/u tæki verksmiðjunnar hafa reynzt mjög illa og alls ekki gegnt því lilutverki, sem var yfir lýst að þau ættu að framkvæma.“ Og hann segir ennfremur: „Allir bændur vita, hversu fjarri því það er, að þessar vélar og tæki geri það, sem lýst er yfir að þau eigi að gera, varðandi kornastærð framleiðslunnar. Um slíkar vélar, tæki og kerfi er vissu lega ekki hægt að segja, að þær hafi reynzt vel.“ Þá segir Jóhannes enn- fremur um þýðingarmestu tæki verksmiðjunnar, vetnis- vinnslutækin, sem eru dýr- asta deild hennar: „Tæki þessi voru sögð endast í 20 ár, en nú, eftir 10 ára notk- un, eru þau mjög illa farin, þrátt fyrir meira viðhald en sagt var nauðsynlegt. Eigi að reyna að nota þau í önn- ur 10 ár er talið að endur- nýja þurfi mjög mikið í þeim, ef það verður þá talið svara kosínaði. Fleiri tæki mætti nefna, sem illa hafa reynzt, þó það skuli ekki gjört hér.“ Það mætti vitna hér í fleira úr grein Jóhannesar, um mistök þau, sem hér, hafa átt sér stað, en þetta verður að nægja í bili. Óneitanlega hvarflar það að manni, að eitthvað sé graggugt við þet/a mál. En ekki höfum við neitt í hönd- unum, sem heimila okkur nokkrar getgátur um leyni- leg mnboðslaun eða neitt slíkt. Skrælingjaland (Framhald af bls. 1) að leið sína til að sækja heim þennan sérstæða þjóð- flokk, sem byggir þetta af- skekkta eyland norður við heimskautsbaug. Nú munu vera til þeir Is- lendingar, sem álíta að koma útlendinga hingað til lands sé fremur til þess fallin af afsanna það, að við séum skrælingjar, en satt að segja mun margt það, sem ber fyrir augu hins erlenda ferðamanns, fremur styðja þá skoðun en hitt. Hugsum okkur rútu er- lends ferðamanns, sem kem- ur hingað með lystiskipi. Sú leið er í augiun útlendinga eitthvað í þessa áttina: Fyrst varið farið í rútu- bíl gegnum viðbjóðslegt ó- Iyktarský, en eins og kunn- ugt er hefur borgaryfirvöld- unum þóknast að hafa sorp- hreinsunarstöð (sem er þó svo sannarlega engin sorp- hreinsunarstöð) á einum feg ursta stað í nágrenni Reykja víkur. Þá er ekið eins og leið liggur austur yfir f jall og eru hinir íslenzku vegir og ryk- mökkurinn á þeim sannar- lega vel til þess fallnir að sýna það og sanna, að þetta land byggja vissulega skræl- ingjar einir. Ef við kærum okkur í al- vöru um að fá hingað til lands erlenda túrista, þá er áreiðanlega bezta ráðið að láta hina sérstæðu íslenzku hótelmenningu halda sér, breyta vegum sem minnst, hafa alla þjónustu og fyrir- greiðslu eins og nú, eða með öðrum orðum halda okkur við það steinaldarstig, sem íslenzk ferðamenning er á! Ef okkur tekst að varð- veita hina fornu arfleið skrælingjans í þessum efn- um, þá er ekki að efa að hingað flykkjast á komandi árum forvitnir ferðamenn, sem vilja gjarnan sjá frum- stæðan þjóðflokk á norður- hjara veraldar. -f Bjarni veðjar.. (Framh. af bls. 8) markað magn af söltunar- hæfri síld, og söltun og verk un síldarinnar dreifist á ó- tölulegan fjölda söltunar- stöðva, þannig, að þótt síld- arsöltun sé, vegna oflágrar verðlagningai' á ferskri síld, uppgripagróða atvinnuvegur, muni einhverjir, og þeir ef til vill æði margir, ganga að þessu sinni með skarðan hlut frá ævintýrinu. Það er mjög til athugun- ar, hvort ekki mætti ná betri og hagkvæmari árangri í því að flytja sérstaklega síld til söltunar á milli nokkuð f jar- lægra staða, að flytja hana þá í stórum, þar til útbún- um bílum. Virðist helzta tor- færan eins og riú er helzt sú, hversu margir vegir eru illa byggðir og þola lítinn þunga. BANKAMÁE. Svo, ef litið er til bank- anna, þá er það í rauninni þannig að frá síðustu kosn- íngum hefir bönkunum raun verulega ekki tekist að safna sér nokkru lausu umráðafé, en við síðustu alþingiskosn- ingar var bankakerfið ger- samlega tæmt af fjármun- um, og væntanlegum fjár- ráðum ráðstafað fram í tím- ann og þau bundin með alls- konar ráðstöfunum fleiri ár fram í tímann. Þessu til viðbótar ráðstaf- ar ríkisvaldið verulegum hluta af umráðafé banka- stofnanna, og stærsti hluti þess fjár, sem að formi til er til umráða hjá bankastjór um bankanna, er meira og minna fast í allskonar sjálfs afgreiðslulánum hjá verzlun- inni, þ. e. heildsölum og stærri útgerð. Bankastjórarnir tala um það fjálgum rómi, að vegna takmarkaðs umráðafjár, þá láni þeir nær eingöngu stutt lán, viðskiptalán, og þarna er átt við verzlunar- og við- skiptavíxla svokallaða, frá 40 dögum upp í hálft ár. VlXLAK. En þetta er bara ekld eins Iaust og út lítur. Heildsalarn ir, þeir stærri, hafa svokall- aða vízlakvóta hjá bönkun- um, sem era framkvæmdir með þeim hætti, að bankarn- ir kaupa af þeim víxla, sam- þyklcta af viðsldptamönnum þeirra, og má samanlögð víxlaupphæð nema frá nokkr um tugum þúsimda upp í tugi milljóna hjá hverjum heildsala fyrir sig. En í framkvæmdinni era þetta föst lán, sem ganga frá ári til árs með nýjum og nýjum víxlum, sem eru raunveru- Iegir framlengingarvíxlar. Hjá útgerðinni, og þá sér- staklega fiskiðnaðinum, er hliðstætt kerfi nokkurs kon- ar sjálfsafgreiðslulána, sem er í dauninni hliðstætt fram- lengingakerfi. Hið eiginlega ráðstöfunarfé sjálfra banka- stjóranna er svo að veruleg- um hluta bundið í pólitízkum óreiðuvíxlum og lánum, sem innheimtast illa. ERFIÐ STJÓRNAR- SIGLING. Dr. Bjarna og ríkisstjórn hans mun það ljóst að erfið stjómarsigling er framund- an og nokkurs óróa gætir hjá krötunum. Næsta ár eru almennar bæjar- og sveitastjórnarkosn ingar og alþingiskosningar árið eftir, 1967, verði við- reisnin svo langh'f, sem ekk- ert virðist benda tii að ekki verði. Kosningunum tvenn- um í röð hlýtur að fylgja mikil upplausn í fjármálalífi þjóðarinnar og er þó vart miklu á bætandi. Þess vegna er það ekki ó- eðlilegt, þótt landsfaðirinn, dr. Bjarni, gái nú mjög til veðurs og horfi tU allra átta til spitis í athugun á því, hvar helzt sé hrakviðra að vænta og hvort nokkurs staðar deildi til. STÓRFENGLEG KOSN- IN GASTEFNTJ SKRÁ. Menn, sem telja sig eiga innangengt í stjómarherbúð- unum, láta nú hafa eftir sér, að mjög sé til athugunar hjá helztu framámönnum Sjálf- stæðisflokksins að ganga jafnvel til kosninga í haust og þá án sameiginlegrar stefnuskrár með krötum og mæta með stórfenglegustu kosningastefnuskrá, sem nokkru sinni hefur sézt á ís- landi og þótt víðar væri leit- að. Sú stefnuskrá eigi að byggjast á stórfenglegri iðn- væðingu og virkjunarfram- kvæmdum, sem bjóði lands- mönnum upp á svo stórkost- legan gullstraum og gróða- möguleika að jafna mætti við straumþunga hinna stóru fallvatna, sem fyrirhugað er að virkja. Hagfræðingarnir íslenzku eru búnir að gefa sjávarút- veg og landbúnað upp á bát- inn sem undirstöðu- og aðal- atvinnuvegi landsins, og landsfólkið sem heild er tek ið að þreytast á hinum stór- felldu gjaldabyrðum, sem lagðar eru á og að meira og minna eru raktar til með- gjafar sérstaklega með út- vegimun og afurðavinnslu þess atvinnuvegar, og reikn- ar dr. Bjami með því að iðn væðingaráætlun geti orðið haldkvæmur gullkálfur til þess að láta dansa umhverf- is næstu kollsteypuna. BREYTTIR TÍMAR. Tímarnir eru breyttari en menn gera sér almennt grein fyrir. Þau baráttumál, sem áður skiptu mönnum í flokka, eru mörg leyst — þau er snerta munn og maga — með hinni ört vaxandi tækni, og meira og meira snýst því um síaukin þæg- indi og munað. Stjórnmálaflokkarnir í dag eru í sjálfu sér fyrst og fremst nokkurs konar hluta- félög, sem eru starfrækt til þess að ná sem mestu í sinn hlut af afrakstri þjóðarbús- ins, og menn miða margir meir en áður við það, hvar sé mestra fanga von, og ein- mitt þetta gefur ævintýra- mönnum aukin tækifæri. Þegar Napóleon lagði í Rússlandsförina forðum, þá voru nánast allir Frakkar vinir hans. I framkvæmd- inni er nú líkt ástatt. Fólk er meira og minna með hinni svokölluðu viðreisn vegna ímyndaðra gróðamöguleika, en svo á eftir að reyna á það, hversu þær vinsældir reynast, þegar ,,viðreisnin“ hefir farið sína Rússlands- ferð. Síld eyðilegst (Framhald af bls. D til vinnzlu. Var miklu magni ekið burt nótt og dag, milli 15 og 20 þúsund mál, að Þv*

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.