Ný vikutíðindi - 30.07.1965, Blaðsíða 5

Ný vikutíðindi - 30.07.1965, Blaðsíða 5
NY VIKUTlÐINDI 5 er fregnir herrna, þótt ekki benun við ábyrgð á því. Hann mun samt hafa get að samið við verkalýðsfélag- ið um undanþágu á því að Jarðafarafrí.. (Framh. af bls. 8) ráðuneytis um jarðarfarar- leyfi og voru leyfin að sjálf- sögðu veitt. Eitt sinn er prestur kom sem oftar á fund skrifstofu- stjórans að beiðast leyfis til að fara við jarðarför, sem var leyft, þá bætti skrifstofu stjórinn því við, hvort prest- ur vildi svo ekki bara tylla sér á kirkjutröppurnar á meðan hann biði eftir næstu jarðarförinni; þáð tæki því fá að vinna upp eitthvað af magninu í næturvinnu, þegar hann loks leitaði til þess, svo að ekki verður því um kennt beinlínis, hvernig fór. varla að mæta í ráðuneyt- inu á milli jarðarfaranna. Þetta er hvorttveggja í senn sönn og litrík saga um það, hversu sumir líta á störf sín hjá hinu opinbera, sérstaklega. En eins og kjaradómurinn í launamálum opinberra starfsmanna setti öll launa- mál úr böndunum á sínum tíma, þá hlýtur vinnutími opinberra starfsmanna líka að verða viðmiðunartími um vinnutíma annarra starfs- stétta, enda sjást þess nú þegar nokkur dæmi. SVOR við gátum á bls. 6. 1. Fegurð. 2. 88 og 8/8. 3. Á. 4. Með því að taka I af XIX verða XX (201 eftir. 5. Eitt, því þegar hann hef ur borðað það er hann ekki lengur fastandi. 6. Kx—kex. 7. Vn, þ. e. neðri helming- urinn af XII er tekinn burt. 8. Já, oft — með báðum augunum mínum. 9. X (við XX). 10. Kílómetri. 11. Sólargeislinn. 12. Engar. 13. Munnurinn. 14. Neftóbakið. 15. Skófjöðrin. 16. Höfuðfat. 17. Snjóhúsum 18. Nafnið þitt. 19- Vegna þess að þær eru fleiri. 20. Skuggann. 21. Lyftir hinum fætinum. 22. Sjóveiki. 23- Móðurmjólkin. 24. H (há). 25. Enginn köttur hefur sex rófur, en einn köttur hefur einni rófu fleiri en enginn köttur og því hlýtur einn köttur að hafa sjö rófur. Nýtt fyrirgreiðslofyrirtæki Nýlega hefur verið stofn- að firmað TLM, en tilgang- ur þess er að veita fyrir- tækjum og stofmmum »hverskonar fyrirgreiðslu og tæknilegar ráðleggingar á sviði auglýsinga og út- breiðslu“. Dregur firmað ttafn af þremur fyrirtækjum, sem standa að stofnun þess: Teiknistofan s.f., Litróf og Myndprent s.f. Hver deild fyrirtækisins tnun að sjálfsögðu taka eins °§' áður við einstökum verk- efnum, hver á sínu sviði. En helztu nýjungina telja eig- endurnir vera þá, auk tækni- nýjunga, að TLM tekur að ser ákveðin verkefni og vinnur þau að öllu leyti, allt frá þvi að viðskiptavinurinn kemur hugmyndum sínum á framfæri, þar til hann tek- ur við verkefninu fullunnu. sambærileg þjónusta í öll Uln nágrannalöndum okkar u& Þykir bæði spara tíma og ry.?g'ja jákvæðari árangur en ella. Teiknistofur TLM eru bún ar nýjum áhöldum og eru m. a. að undirbúa þjónustu varð andi auglýsingar í hið vænt- anlega sjónvarp. Prentmótagerðin Litróf hefur starfað á þriðja ára- tug og hefur yfir að ráða nýjustu og fullkomnustu vél- um, sem nú gerast. Myndprent er nýstofnað fyrirtæki og hefur m. a. yf- ir að ráða stærstu gerð Heid elberg-pressu, sem ætluð er við vandasöm litaverkefni. Með stofnun TLM er kom- ið til móts við óskir margra kaupsýslumanna og fram- kvæmdastjóra, enda hefur auglýsinga- og útbreiðslu- starfsemi aukist mjög í seinni tíð hér á landi og ætti því fyrirtækið að vera fylli- lega tímabært. Forstjóri TLM er Eymund ur Magnússon en framkv.- stjórar þeir Bragi Hinriks- son og örlygur Hálfdánar- son. Yfirmaður prentsmiðju er Trausti Jóhannesson, yfir maður teiknistofu er Hauk- ur Halldórsson og yfirmaður prentmyndagerðar Jens Hall dórsson. NORÐRI: Áróðurinn gegn sjónvarpi er runnin frá kommúnistum - Ándstæðingar þess eru afturhaldssamir og bröngsýnir. MENNIN GAKHÁLF VITAK. Handbendi komrnúnista í sjónvarps- málum eru nú á undanhaldi og rök þeirra fyrir lokun sjónvarpsins frá Keflavíkurflugvelli verða æ þynnri og aumingjalegri með hverjum deginum er líður. Þá þykir þeim ráðist í of mik- ið að stofna til íslenzks sjónvarps og telja þar fjármunum illa varið meðan enn sé margt ógert. Bent er á ófullgerð sjúkrahús, söfn, skóla, vegi, brýr, fávitahæli og m. fl., sem fremur ætti að fjárfesta í heldur en sjónvarpsstöð. Auðvitað þarf að full gera allt þetta og ekki sízt fávitahælið, en er það ekki vaxtarverkur hvers dug- andi þjóðfélags, sem hér er um að ræða og lengi mætti bíða eftir sjón- varpinu, ef bíða ætti eftir því að öll önnur skilyrði væru áður uppfyllt. Já, menningarpostularnir, sem ham- ast mest gegn sjónvarpinu, tala og rita mikið um hin skaðlegu áhrif, sem það hafi á lítt þroskuð ungmenni og óupplýstan almenning og tönnlast á því sí og æ, að hermannasjónvarpið á Keflavíkurflugvelli muni afvegaleiða ungdóminn og æra unglinga til glæpa- verka. Einn þessara menningarvita er stór bókaútgefandi og er meðal annars þekktur fyrir að gefa út alls konar rit eftir kommúnistiska skríbenta, sem lifa á styrkjum frá hinu opinbera og ölmusu hans. Sum þessara rita eru við- bjóðslegt kjaftæði, full af klámi og kynvillu og viðkomandi útgefanda lítt til sóma. Honum ferst því varla að brígzla öðrum um að fífla ungdóminn. NYTSAMIR SAKLEYSINGJAR. Nýlega tóku þessir andstæðingar sjónvarps sig til og hófu útgáfu blaðs, sem stefnt er nær eingöngu gegn þessu svokallaða hermannasjónvarpi. Á- byrgðamaðurinn er auðvitað fyrrgreind ur bókaútgefandi. 1 þessu blaði er bæði fjasað um her- mannasjónvarp og stórhættulegt efni, sem það flytur að dómi ritsnillinganna, sem allir vita þó að er mun betra og miklu fjölbreyttara en kvikmyndahús- in bjóða upp á. I gegnum allan þennan ofsaáróður er auðvelt að finna grunntóninn og hvaðan hann kernur. Kommúnistar eru löngum seigir að koma sjónarmiðum sínum að í gegnum nytsama sakleys- ingja og það sem meira er, þessir „sak- lausu“ baráttumenn láta sífellt ánetj- ast í áróðursvefi kommúnista. Þeir óttast ekkert meira en amerísk áhrif, hverju nafni sem þau nefnast, og vita sem er, að sterkustu straumar lýð- ræðisins og öflugust vöm þess kemur að vestan. Þess vegna er það nauð- synlegt að byggja vegg fyrir þessi á- hrif og til þess beitt öllum brögðum. En þegar Rússar senda hingað sirk- us-fífl og trúða, ætlar andlitið að detta af þessum sjúklingum af hrifningu og blindri aðdáun. SÓKN GEGN KOMMÚNISTUM. Kommúnistar eru eins í öllum lönd- um. Þeim er aldrei treystandi í einu eða neinu og sem betur fer er bar- átta þeirra gegn sjónvarpinu gjörsam- lega í molum og hefur engan árangur borið þrátt fyrir allan bægslaganginn. Sjónvarpstæknin kemst líka sexmi- lega á það stig innan fárra ára, að við getum notið erlends efnis frá næstum hvaða sjónvarpsstöð sem er á jarðar- kringlunni og þá er til lítils að vera að berjast gegn einni eða annarri stöð. Aukin kynni íslendinga af umheimin- um verða þeim til aukins þroska og öll einangrun er afturhaldssemi. Með tilkomu Johns heitins Kennedy, sem forseta Bandaríkjanna, hófust þáttaskipti í heiminum hvað kommún- ismann áhærir og aukin útbreiðsla hans og áhrif hafa verið stöðvuð og eru víða á öniggu undanhaldi. John- son fetar í fótspor hans og lætur eng- an bilbug á sér finna. íslendingar eiga að svara sjónvarps- æði.kommúnista á einn veg: Það flytur ekki kommúnistiskan áróður og á með- an svo er, flytur það gott efni og er sjálfsagt. En ef það verður notað til áróðurs fyrir múgmorðadýrkendur heimskommúnismans, þá verður skorin upp herör og engin hætta á að hún hitti ekki í márk. — N o r ð r i .

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.