Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 31.10.1969, Blaðsíða 2

Ný vikutíðindi - 31.10.1969, Blaðsíða 2
2 NÝ VIKUTÍÐINDI KVENNADÁLKAR Ertu fölsk eins og köttur ? Nei, segir þú. Ekki aldeilis, þú ert einlæg. Jæja, máske, en þorirðu að ganga undir próff ? NY VIKUTlÐINDl koma út á föstudögum og kosta kr. 25.00 Ctgefandi og ritstjóri: Geir Gunnarsson. Ritstjórn og auglýsingar: Skipholti 46 (gengið inn i vesturendann). Sími 26833 Setning: FéiaKSprentsmíðjan Prentun: Prentsm. ÞióðvUjans Breytt viðhorf Ungu mennirnir eru nú að verða mjög fyrirferðar- miklir í þjóðfélaginu og krefjast þess að tekið sé aukið tillit til þeirra ai hálfu eldri kynslóðarinnar, sem ráðið hefur lögum og lofum af aldagömlum vana. Það eru umbyltingartim- ar, sem við lifum á. Stúd- entaóeirðir úti í löndum eru táknrænar fyrir breytt við- horf, sem hin menntaða eft- irstríðskynslóð hefur skap- að. Hér hefur verið komið til móts við kröfur stúdenta, en þeir eru ekki ánægðir og eru nú að undirbúa útgáfu mánaðarblaðs, sem fylgja á frekari kröfum þeirra eftir. Það eru ekki stúdentar einir af unga fólkinu, sem óska eftir breytingum í sam ræmi við breytta tíma, sem það segir að gömlu stjórn- málamennirnir beri lítið skynbragð á. Ungur Iláskólastúdent fullyrðir í nýútkomnu Eim- reiðarhefti, að nemendum í skólum sé lielzt meinað að hugsa sjálfstætt, heldur sé aðalatriðið að ná prófi. Hann bendir á að í lieild- inni sé íslenzka akademían og námsfyrirkomulagið þannig, að þeim, sem ætla að réttlæta það, takist ekki að „þagga niður í hjáróma tón“, sem þvi fylgir. Eflaust ýta þessi að- finnsluhróp ungra hugsjóna manna við skrifstofumönn- um, sem farnir eru að gaml ast í hugsun, þótt þau séu ekki alltaf alveg rökrétt. Raddir hugsandi, ungra at- orkumanna eru eins og hressandi andblær á Iogn- molludegi. Það er heldur ekki hollt, að sömu mennirnir sitji sí- fellt í sömu valdastólunum, sem kannske hafa komizt i þá vegna persónulegra kynna eða stjórmálaskoð- ana, en hafa vafasama hæfi leika. Það þarf ungt blóð, nýj- ar hugmyndir og hreyfingu á hlutunum, ef við eigum að geta fylgst með hinum breyttu tímum á andlegum og veraldlegum sviðum i samtíð og framtíð. Ertu katt-fölsk? Þú held- ur það ekki, en máske ætt- ir þú að skyggnast betur í eigin barm. Við skiljum öll, hvað átt er við, þegar sagt er, að ein- hver manneskja sé undir- förul eins og köttur. Það þýðir, að hún sé gef- in fyrir slúður, reiðubúin að láta út úr sér illkvittnisleg- ar athugasemdir, þegar mað ur snýr í liana bakinu. Hún þrífst bezt á lúalegum hneykslissögum — einkum, ef þær snerta „vini“ hennar. Ilún segir smjaðurslega við vinstúlku sína: „Dóra, en livað þessi hatt ur fer þér vél!“ En um leið og Dóra fer, snýr kötturinn sér að ann- arri vinstúlku og tautar: „Aumingja Ðóra. Fyrir stúlku með annað eins and- lit er erfitt að fá hátt, sem fer lienni sómasamlega. Það er ekki furða, þó maðurinn hennar sé á eftir öðru kven fólki!“ Það eru aðrar tegundir af kisum, ekki eins áberandi í framkomu, en engu að síð- ur illgjarnar. Það eru þær „stríðnu“, og hver sá sem ekki tekur stríðni þeirra vel, skortir alla kímnigáfu. Þær liafa yndi af að gera gys að mönnum sínum eða unnust- um frammi fyrir öðrum, þær njóta þess, að benda á kæki þeirra eða ldaufaskap til þess að aðrir geti hlegið að því. Jafnvel þó þær sjái, að manninum fellur það illa, halda þær áfram. Sammy Davis tekur nú mjög virkan þátt í jafnréttis- baráttu svertingja. Hann er þó eindregið gegn hvers konar of- beldisaðgerðum. í New York var nýlega stol- ið skartgripum frá Evu Gabor, sem eru taldir 2,5 millj. kr. virði. Shirley Temple, sem eitt sinn var dáðasta stjarna kvik- myndanna í barnahlutverkum, hefur reynt mjög að láta að sér kveða í stjórnmálum, en þær tilraunir hafa reynzt ár- angurslausar. Sagt er að mörg Hollywoodstjarnan gráti það ekki. William Holden hefur feng- strangar fyrirskipanir frá lækni sínum um að hætta að drekka eins mikið og hann hef- Og auðvitað hlæja aðrir viðstaddir — hvað geta þeir annað gert? En vesalings fórnarlamb- ið situr og líður bölvanlega! Jafnvel verri en sú stríðna er sú illkvitna, sem ekki ger ir sér einu sinni ljóst, að hún er það! Nei, hún álítur sjálfa sig næi'gætnustu og viðfelldnustu manneskju í heimi. Hún er sér yfirleitt alls eklci meðvitandi, hvað hún er að gera. Hún myndi til dæmis segja: „Dóra, þessi hattur fer þér bara reglulega vel.“ En það sem hún segir í rauninni, er þetta: „Dóra, þetta er fyrsti liatturinn, sem þú hefur átt og ekki hefur farið þér liörmulega!“ Ánægja Dóru vesalingsins af nýja hattinum er öldung- is eyðilögð við tilhugsun- ina um alla liina liattana, sem þessi ágæta vinstúlka hefur gefið henni til kynna, að fari henni alveg hörmu- lega! Af liverju liafa sumar stúlkur ánægju af að særa annað fólk og láta það verða til athlægis? Geðlæknarnir segja: „Þeg ar óskum okkar er ekkí fullnægt, verðum við eirð- arlaus og olckur líður illa... Við aðhöfumst ýmislegt, sem er eyðileggjandi fyrir okkur sjálf og aðra.“ Með öðrum orðum, þessar manneskjur eru óhamingju- samar, óöruggar manneskj- ur. Og þegar fólk finnur eig- in öryggisleysi, reynir það ur gert. — Hann er stórauðug- ur maður. Eva Gabor notar öll tækifæri til þess að gorta yfir því, hversu ákaflegu samheldin Gabor-fjölskyldan er. Samt er það óumdeilanlegur sannleik- ur að hún þolir ekki Zsa Zsa systur sína í návist sinni. - Hún hefur nýlega látið steypa hjartalagaða sundlaug í garð- inum sínum. Lana Turner er orðin svo taugabiluð að orð er á haft. Sjálf er hún fyrst til að viður- kenna, að hún sé ekki í hús- um hafandi og mjög erfið í skapi. —•— Arlene Dahl sagði nýlega við blaðamann, sem spurði hana um ástina: — Ástalaust líf er eins og eilíf ganga um gullna sandeyðimörk! oft að uppliefja sjálft sig með því að draga aðra nið- ur i svaðið. Innst inni finna þær illkvittnina, að þær eru ekki eins laglegar eða standa á annan hátt jafn- fætis vinstúlkum sínum. Svo þær leitast við að draga aðrar niður á sitt eigið stig. Flestar eru þær líka af- brýðisamar (það eru allar óöruggar manneskjur) og þegar þær eru að útbreiða slúðursögur, eru þær ekki að skýra frá því, sem þær halda að sé satt, lieldur því, sem þær vona að verði satt. Þær vilja lielzt að aðrir verði jafn óánægðir og aum ir og þær sjálfar. Ekkert myndi veita þeim meiri á- nægju, en ef eiginmaður Dóru héldi í raun og veru fram hjá lienni! Sama vanmetakenndin, sem gerir stúlku illkvittna og afbrýðisama, getur líka gert hana afar heimtufreka. Flestar katt-falskar stúlkur lepja upp hól og smjaður jafn auðveldlega og þær níða aðrar niður. Venjulega krefjast þær svo mikillar stimamýktar, að kunningjar þeirra geta ekki fullnægt hégómagirni þeirra, svo þær eru sífellt á hnotaskóg eftir nýjum kunningjum. Þær verða lieldur óvinsælar, eftir að fólk fer að kynnast klón- um á þeim! Oft reyna slíkar stúlkur að breiða yfir ófarir sínar, ef fáir kæra sig um þær, með þvi að láta sem mest bera á sjálfstæði sínu. Þær þykjast helzt vilja vera ein- ar og gera lilutina hjálpar- laust, þurfa næði og ein- veru. En þetta er einungis upp- gerð. Þær vita, að þær eru óánægðar og óvinsælar, en geta bara ekki gert sér grein fyrir, af hverju það stafar. Hvers vegna fólk sem áður var vingjarnlegt, virðist hafa fjarlægst þær. Hvers vegna enginn býður þeim út eða í samkvæmi. Þetta á við um allar stúlk ur, sem eru kattfalskar, án þess að vita það; þær, sem segja eitthvað smjaðurslegt annað veifið, en eru tilbún- ar að láta út úr sér illkvitni, um leið og snúið er í þær bakinu. Smám saman verð- ur slik stúlka einmana, án þess hún viti til að liafa sært nokkra manneskju. Henni kemur til dæmis ekki til hugar, að neitt sé athugavert við það, sem hún sagði við Mariu, þegar hún hældi kjólnum hennar og bætti við: „En ég get aldrei fengið neitt sómasam legt á mig í þessari búð. Lík lega af því, að ég er vön að kaupa mér fatnað í dýrari verzlunum.“ Auðvitað skildi María meininguna, þó hún segði ekkert. En sú katt-falska var sér alls ekki meðvitandi, að hún hefði sagt neitt ill- kvittnislegt. Og hún skilur ekkert í því, hvers vegna María býður henni elcki heim framar! Svona stúlku þarf að hjálpa sjálfri sér, því hún skaðar sjálfa sig meir en nokkurn annan. Hún reynir að vera viðfelld in og þóknast öðrum. En liún eyðileggur allt með því að láta út úr sér eitthvað særandi og ertandi. Ef kunningjar hennar væru eins tannhvassir og hún, finndi hún máske, hvers vegna hún er ein- mana og yfirgefin. En því miður segj a lcunningj ar hennar henni ekkert. Fólki finnst fyrirhafnarminna að forðast slíkar manneskjur og láta þar við sitja. Það er leitt, því stúlka, sem annars gæti notið lífs- ins, situr leið í skapi og skilur ekki af hverju fólk hefur andúð á henni. Hvað er að mér? spyr hún sjálfa sig. Máske getur þessi grein frætt hana um svarið. Ef til vill getur hún metið sjálfa sig réttilega og breytt um til batnaðar. Við höfum sett saman of- urlítið próf, til að sýna katt- arklærnar — jafnvel á óaf- vitandi köttum. Geturðu staðist það, án þess að klóra sjálfa þig? Þrjú eða færri játandi svör er gott. Fimm nokkurn veginn í meðallagi. En ef þau eru yfir átta ... mjá! 1. Hefurðu ánægju af að gera „góðlátlegt gys“ að kunningjum þínum? 2. Slúðrar þú um vin- stúlkur þínar á bak? 3. Finnst þér að það, sem aðrar eiga, hvort sem það eru heldur liattar þeirra eða eiginmenn, líti betur út en þitt eigið ? 4. Veitist þér erfitt að starfa með öðru fólki? 5. Finnst þér, að þú veit- ir meiri athygli göllum fólks en kostum? 6. Finnst þér þú oftasí vera vanmetin? 7. Lítur þú stöðugt í spegla, er þú gengur fram hjá þeim, lagfærandi sjálfa þig og ldæði þín? 8. Ætlastu eindregið til að annað fólk virði þín einka- mál, án þess að sýna þvi sömu nærgætni? 9. Finnst þér, að þvi verr sem þér geðjast að mann- eskju, þvi viðfelldnari verð ir þú gagnvart henni? 10. Móðgast þú, ef maður- inn þinn eða kunningjar, dást ekki að nýja kjólnum þínum eða hárgreiðslunni? .TVWWWtfVWUVWWVWWWUVWirjWV/WVVWrt/V/'ifWWWW Kvennahjal

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.