Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 31.10.1969, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 31.10.1969, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTlÐINDI — Fjársvikamáfin Framh. af 1. síðu. flutningsleyfi, sem jafngilda nokkurs konar opinberri löggildingu um útflutning. Hann fékk góðan tíma til að hagræða bóklialdsgjöfum sínum, og fjármunir, sem eru taldir hafa numið tug- um milljóna, greiddust til hankanna fyrir útflutnings- vörur, sem Friðrik Jörgen- sen hafði fiutt út og hélt á- fram að flytja út. Hálfu ári eða meira, eftir að Útvegsbankinn kærði, framseldi Jörgensen svo bú sitt til gjaldþrotaslcipta, en fjármunir þeir, sem höfðu greiðzt til bankanna á tíma- bilinu frá því að kært var og fram að gjaldþrotinu, munu ekki liafa runnið inn i þrotabúið, heldur munu bankarnir liafa ráðstafað þeim. Ekkert hefur fengizt upp- lýst um það, hversu milljóna tugum hefur verið ráðstaf- að, en það eitt er vitað, að fiskframleiðendur, sem höfðu flutt út fiskafurðir á vegum Friðriks Jörgen- sens, sitja eftir með ófengn ar afurðagreiðslur og átti þó greiðsla afurða að vera tryggð í gegnum greiðslu- kerfi gjaldeyrisbankanna. En það, sem merkilegast skeði í þessum málum, er það, að þegar svona var komið, þá virðist ÍJtvegs- bankinn alfarið hafa tekið Jörgensensfyrirtækin upp á arma sína og annast hann nú rekstur Fiskiðjunnar og Fiskimjölsverksmiðjunnar í V estmannaeyj um. Nýr framkvæmdastjóri var settur yfir Fiskiðjuna, piltur sem liafði horfið frá lögfræðinámi og gerst snögg soðinn Oddfellowi. Yfir Fiskimjölsverksmiðj- una var settur nýr yfirfram- kvæmdastjóri, sonur Gísla Gíslasonar, en Gísli hefur útflutning og flutninga af- urða Fiskimjölsverksmiðj- unnar á höndum, en liann er sameignarmaður Frið- riks Jörgensen og félaga hans í gegnum félagslegar sameignir í Hafskip. Samkvæmt þinglýstum skuldum á eignir fyrirtækja þessara nema skuldir þeirra hundruðum milljóna, áð meðtöldum afurðalánum. Til viðbótar helþögn dag- blaða stjórnmálaflokkanna vekur það nokkra furðu, að enginn þingmaður skuli ger ast svo forvitinn að spyrj- ast fyrir um mál þessi á Al- þingi Islendinga. Og ekki hefði það verið talið að ófyr irsynju, þótt fjármálaráð- herra hefði i fjármálaræðu sinni vikið að þvi, hversu einu þessara fyrirtækja hefði opnast fjármunafyrir- greiðsla, eftir að upp komst að dregnar höfðu verið und an skatti 25 milljónir af tekjum fyrirtækisins. Fjármálaráðherrann hefði líka getað látið þess getið, að skattahækkanirn- ar vegna hinna undan skotnu tekna væri hvorki innheimtur af ríki né Vest- inannaeyjakaupslað. Það hefðu þótt meiri tíðindi en margt annað, sem ráðlierr ann nefndi í ræðu sinni. En krafa fólksins er, að laununginni yfir stóru fjár- svikamálunum sé aflétt. — Gagnrýni kurteisi gagnvart þeim, sem í raun leika viðkomandi hlut- verk. Svipað verður uppi á ten- ingnum í leikdómi Tímans nú nýlega um frammistöðu Ævars Kvaran í hershöfð- ingjanum í „Betur má ef duga skal“, en hann liefur hlotið frábæra dóma fyrir leik sinn í Jjessu hlutverki. Þar er þeirri vitleysu haldið fram, að Peter Ustinov skrifi öll aðalhlutverk í leikritum sínum fyrir sjálfan sig. Og þótt Ustinov hafi lil dæmis aldrei leikið hershföðingjann í þessu leikriti, ])á fær liann í þessum leikdómi Halldórs Þorstcinssonar Iiið mesta lof fyrir frammistöðu sína í þessu hlutverki, og svo fer leikdómarinn að hera saman leik mannsins, sem leikur hlutverkið hér í Þjóðleikhús- inu, og höfundarins, sem aldrei hefur leikið það. Og þá kemur þetta gamla, að lofa Ustinov fyrir það, hvernig liann mundi hafa leikið hlutverkið. Og J)að er ekkert smálof, sem maðurinn fær fyrir túlkunina: „Sann- leikurinn er nefnilega sá, að ])að er hverjum leikara of- ætlun eða ofraun að fara í fötin lians Ustinovs, svo frumlegt er þeirra snið, svo sérstakt er sviðsfas hans allt, svo rammpersónulegur túlk- unarmátinn, svo leiftrandi fjörið og smitandi og ótæm- andi eru líka gamanbrögð lians öll og töfrar ...“ Og svo kemur samanburð- urinn á túlkun mannsins, sem lék hlutverkið og liins, sem aldrei lék það eða hefur ætl- að sér að leika ])að: „Enda þótt Ævar geti ekki af ofan- greindum ástæðum talizt jafnoki Ustinovs, þá er samt stórglæsilegt til þess að vita, að hann reyndist vera meira, já, miklu meira en Iiálfdrætt- ingur á við skopmeistarann brezka“. Síðan lofar leikdómarinn mjög frammistöðu Ævare, eins og aðrir hafa gert, fyrir túlkun hans á þessu skemmti- lega hlutverki, ])ó að þar komi einnig fyrir afarein- kennileg setning: „ ... af því að frammistaða hans er ann- ars svo glæsileg, að snilldin er aðeins rétt fyrir ofan hans seiling (leturbr. hér.) og er það i sjálfu sér ekki svo lítið lof og áreiðanlega meira lof en margur hyggur við fyrsta lestur". Já, það er ekki illa af sér vikið, að ná lengra heldur en maður getur seilzt. Það er margt skrýtið í kýr- hausnum. — Bankamaður Framh. af 1. síðu. lika eftir að Stofnlánadeild sjávarútvegsins var samein- uð Fiskveiðasjóðnum, — með miklum ágætum, en Fiskveiðasjóður Islands er ein stærsta lánastofnun þjóð arinnar að því er fjármagn snertir; mun hafa orðið á þriðja milljarð í eignum. Þessari stóru lánastofn- un sjávarútvegsins hefur EI ías Halldórsson stjórnað með sáralitlu starfsliði og lægstum reksturskoslnaði, sem þekktur er hjá lána- stofnun á Islandi, og með þeim árangri að ekki hefur verið að fundið eða á deilt Er þá mikið sagt í okkar á- gæta landi, sem byggt er þrasgjarnri þjóð. Fari að likum og venju, má búast við, að þegar Elí- as Halldórsson lætur af bankastjórn Fiskveiðasjóðs- ins, verði bankastjórum við sjóðinn fjölgað upp í þrjá, slarfsliði fjölgað i samræmi við það og húsrými sjóðsins aukið upp í sem svarar lieilli hæð í Utvegsbanka- byggingunni, verði þá ekki Iiorfið að því ráði, til að bjarga fjárliag einhverra stjórnargæðingar, að kaupa lieilt liús frá ein- hverjum þrotamanni eða fyrirtæki, til að bjarga við- komanda, og Fiskveiða- sjóðnum með þeim liætti bundnir miklir fjárhagsleg- ir baggar, sem rýra lána- getu og rekstursafkomu sjóðsins. Mun tíminn leiða slikt fljótlega í Ijós. ☆ — Dönsk hetja flautu, en hina, þar sem hann var allsnakinn í hópi kvenna og karla, sem voru að aðhafast eitthvað ósið- samlegt að dómi rektors- ins. Og Palle var sagt upp. „Rektor varðar ekkert um mitt einkalíf,“ sagði Palle bálreiður. „Myndirn- ar voru teknar í nektar- partíi, sem ég tók þátt í svona til athugunar og kynningar. Ég komst að raun um, að slíkt selskap ætti eklti við mig.“ En yfirlýsingar lians gátu ekki afstýrt því, að Ekstrahlaðið birti báðar myndirnar. Þá sprakk Pelle. Hann bölvaði innilega c.g sagði: „Héðan í frá skal ég aldeilis grassera í orgí- um, svo að rektor skal ekki græða á svona fram- komu!“ Ekki er víst að þessi at- hugasemd stuðli að því, að handboltahetjan fái aftur sína fyrri stöðu! En hann fær að keppa eftir sem áður. — Ráðherra Framh. af bls. 1. gjaldmiðilinn, og við það hækkuðu skuldirnar á þot- unni, — sem voru að mestu í erlendu fé — í íslenzkum krónum. Ein gengisfelling var ekki látin nægja, heldur kom stærsta gengisfellingin í nóvembermánuði 1968, sem kippti rekstursstoðum und- an islenzkum flugrekstri og flestum atvinnugreinum þjóðarinnar. Rík isáljyrgð arsj óð ur lief- ur vegna gengisfellinganna orðið að hlaupa undir bagga með Flugfélaginu, og þjóð- in á í sjálfu sér þeirra kosta völ, að verða án þeirrar bættu þjónustu, sem þotan veitir, og láta sér nægja eldri flugvélagerðir, eða að rikið lilaupi undir bagga með Flugfélaginu, meðan verið er að ráða fram úr vandanum. Þegar þotan var keypt á sínum tíma, lágu fyrir rekstursáætlanir miðað við þáverandi peningagengi og með hliðsjón af yfirlýsstri stj órnarstefnu ríkisstj órnar- innar. Ekkert hefur komið fram, sem hnekkir þeim á- ætlunum, miðað við þáver- andi ástæður og þróun. Má þvi geta þess, að hank- ar og lánastofnanir hafa orðið að lilaupa undir bagga með fjölda fyrirtækja vegna afleiðinga gengisfelling- anna, og þykir sjálfsagt og þjóðarnauðsyn að svo sé gert. Rekstur þotu Flugfélags- ins var þegar í uppliafi tor veldaður af íslenzkum stjórnvöldum með því að setja það skilyrði, að þotan yrði afgreidd í Keflavílc, þrátt fyrir að aðstaða er fullkomin til afgreiðslu þot unnar í Reykjavík, en þetta eykur Flugfélaginu útgjöld sem nemur milljónum ár- lega, auk margs konar óhag ræðis. Á núverandi tímamótum og að gefnu tilefni i útvarps ræðu fjármálaráðherra, er ráðherrann vék að Flugfél- agi Islands, þá væri það ekki óeðlilegt, þótt af Flug- félagsins hálfu væri birt greinargerð um starfsemi Flugfélagsins í stuttu en glöggu máli, þar sem sam- an væri tekin liallinn af innanlandsfluginu, birt áætl unin um rekstur þotunnar, sem þotukaupin voru grund völluð á, ásamt þeim breyt- ingum, sem gengisfelling- arnar hafa skapað til rösk- unar rekstri þotunnar. Þá má líta á hvílíka þjóð kynningarþýðingu starf flugfélaganna, Flugfélags Is lands og Loftleiða, hefur fyrir landið og að flugfélög in, fyrst og fremst, ásamt Eimskipafélagi Islands, skapa grundvöllinn undir aukinn ferðamannafjölda, sem til landsins kemur, en ferðamannaþjónustan og flugþjónustan eru orðnaf þýðingarmiklir og vaxandi þættir í gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Til mála virðist koma að taka aftur upp liinn svo- kallaða bátagjaldeyri í nýju formi lil stuðnings útgerð- inni. Það liefur á hinn bóg- inn aldrei verið stungið upp á því, sem þó virðist réttlæt anlegt, að flugfélögin og ferðamannaþjónustan fengju verðbætur i ein- hverri mynd á sína gjald- eyrisöflun. Mergurinn málsins er sá, að meðan haldið verður si- fellt áfram á þeirri braut, að forðast að takast á við erfiðleikana og yfirvinna þá, en þess í stað gripið til þeirra óraunhæfu aðgerða að halda alltaf áfram að fella gengið, þá skapast eng inn grundvöllur fyrir eðli- legum rekstri fyrirtækja og atvinnurelcsturs. En varðandi flugrekstur- inn þá á þjóðin þeirra tveggja kosta völ, að styðja flugfélög sín, bæði beint og óbeint svo þau geti haldið velli og byggt fjárhag sinn upp með eðlilegum hætti, eða að flugþjónustan hætti að verða íslenzkur atvinnu- vegur. ☆ — Dauði Framh. af bls. 7. hann grunaður um fóstur- ej’ðingar, en enn vantaði, sannanir. Aður en ár var liðið, kvæntist hann Bertie aftur. Hann átti aftur irska stúlku, Mary McCleery, sem einnig færði honum heimanmund. Þetta hjónaband entist að- eins fjögur ár. Árið 1925 byrjaði læknirinn að sjá dauða konu sinnar, sagði vinum sínum, að hún væri veik og dagar liennar tald- ir. Það reyndist rétt. Brátt kom að því, að Bertie gæti aftur gefið konu sinni dán- arvottorð. Aðeins fjögur liundruð pund voru eftir af eigum liennar. Árið 1928 kvæntist dr. Clement i þriðja sinn. Það var Kathleen Burke, sem liafði verið brennd nógu fljótt eftir dauða sinn til að koma í veg fyrir krufningu. Við það tækifæri liafði Mig- hall fyrst komizt i kynni við Clement lækni. Þetta var lijúskapar- skýrsl Clements eins og Scotland Yard liafði samið hana. „Hann virðist vissulega liafa liaft reglu á hlutun- um,“ sagði Loyd við Mig- liall, er þeir ræddu málið. „Sérhver dó rétt áður en hún varð öreigi. Ög í öllum tilfellunum, nema þessu síð- asta, undirritaði hann sjálf- ur dánarvottorðið." „Það virðist vera eini munurini7,“ sagði Mighall. „Að öðru ioyti en því, að

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.