Ný vikutíðindi - 31.10.1969, Blaðsíða 3
NÝ VIKUTÍÐINDI
3
S P R U N G U VIDGERDIR
Gerum við sprungur í veggjum,
með þaulreyndu gúmmíefni.
☆ ★ ☆
Margra ára reynsla.
☆ ★ ☆
Vanir menn.
☆ ★ ☆
Gerið svo vel að leita upplýsinga,
í síma: 5-0-3-M
Pfaff bylting
á 40 ára afmæli
> !i
í tilefni af 40 ára afmœli PFAFF-umboðsins á
Islandi kynna PFAFF verksmiðjurnar i Þýzka-
landi nýja og stórendurbœtta saumavél —
PFAFF SUPER AUTOMATIC. Þar sem birgðir
eru mjög takmarkaðar er fólk vinsamlegast
beðið að panta vél sem fyrst.
Þökkum ánœgjuleg viðskipti í 40 ár.
Verzlunin Pfaff
SKÓLAVÖKÐUSTÍG la — SÍMI 13725.
— Flótti
Framh. af bls. 8.
menn Jiafa bókstaflega gef-
ist upp á slíkum skiptum.
Rétt er að geta þess, að nú
verandi bankastjóri í Eyj-
um befur bæði líomið i veg
fyrir ennþá frekari burt-
flutning báta frá Vest-
mannaeyjum og fengið út-
gerðarmenn, sem fyrirhug-
uðu að selja burt báta sína,
lil að liætta við slíkt eða að
fresta slíkum aðgerðum.
x+y.
KOMPAN
Kennslutilhögun. - Tónlistarskólinn.
12 löfræðingar. - Enn um cyclomat.
Stemmning. - Stórfrétt.
Margir telja, að kennslutilhögun !
skólum sé talsvert ábótavant. Á það
einkum við um barnaskóla landsins.
Alla tíð hefur þótt rétt að kenna
börnum að syngja, en eitthvað er nú
brogað við söngnámið í barnaskólun-
um, þegar börn, sem eru að taka fulln-
aðarpróf, kunna ekki þjóðsönginn.
Annars höfum vér sannfrétt, að ekki
sé nema einn af hverjum tíu fullnaðar-
prófsnemendum, sem kunna „Ó, guð
vors lands“, en hins vegar munu öllu
fleiri geta stautað sig fram úr faðirvor-
inu, sem að margra dómi er þó verri
kveðskapur en þjóðsöngur Islendinga.
Og úr því að verið er að tala.um tón-
listarkennslu:
AHt siðmenntað fólk hlýtur að álíta,
að tónlist sé það snar þáttur í daglegri
tilveru þeirra, sem vilja reyna að teljasí
skynibornar verur og að ekki komi
annað til mála en að stórauka tónlistar-
fræðslu í skólum landsins.
Hins vegar ber svo við, að tónlist er
talin einhvers konar lúxus, og Tónlist-
arskólinn er, þrátt fyrir ríkulegan
stuðning hins opinbera, okurstofnun,
sem ekki virðist rekin í því augnamiði
að efla tónlistina í landinu og gera
kröfur til nemenda, heldur öllu fremur
að halda hæfileikalausum smákrökkum
við nám, ef foreldrarnir treysta sér til
að borga skólagjöldin.
Það vakti sérstak'a athygli, að á síð-
asta landsfundi Sjálfstæðismanna var
miðstjórnin skipuð 12 lögfræðingum af
18 miðstjórnarmönnum. Er það talið
tíðindum sæta, að enginn maður úr
stétt atvinnurekenda, enginn fulltrúi
sjávarútvegsins, að ekki sé nú talað um
hagsmunasamtök almennings, skuli eiga
sæti í miðstjórn flokks, sem hefur það
að kjörorði að vera flokkur allra
stétta.
Hvað sem öðru líður hlýtur að vera
talsverður urgur í mörgum þeirra, sem
hingað til hafa talið sig trausta fylgis-
menn Sjálfstæðisflokksins.
Mikill úlfaþytur varð á dögunum út
af því, hve stórháskalegt hið svonefnda
cyclomat er. Hefur þessi gerfisykur
verið harðbannaður víða um lönd, en
vísindamenn hafa gefið rottum og mús-
um drjúgan skammt af þessari ólyfjan,
máli sínu til staðfestu.
Hitt er svo annað mál, að ekki mun
cyclomat valda krabbameini, nema
drukknir séu sautján lítrar af „Freska“
á dag í fimmtíu ár.
Nú er hins vegar talið, að sykurfram-
leiðendur í Bandaríkjunum hafi keypt
þekkta vísindakonu til að halda ban-
væni gerfisykursins fram, og munu
verðbréf í sykri hafa hækkað verulega
síðan farið var að tala um krabbameins-
hættuna af cyclomati.
Mikil stemning var á tónleikum Sin-
fóníuhljómsveitarinnar á fimmtudag-
inn var. Bar þar margt til. Frumflutt
var tónverk eftir íslenzkan höfund, Jón
Asgeirsson, að ekki sé talað um ungan
íslenzkan sellóleikara, Gunnar Kvaran,
sem vann hjörtu áheyrenda með mjög
áferðarfallegum flutningi á D-dúr selló-
konserti Haydns.
Talið er, að Sinfóníuhljómsveitin
hafi aldrei spilað eins vel og nú og mun
það ef til vill ekki hvað sízt að þakka
núverandi stjórnanda hennar, sem
Walter heitir.
Hins vegar spyrja tónlistarmenn að
því, hvers vegna Páll P. Pálsson, sem
stjórnaði konsertinum á fimmtudaginn
var, fái ekki oftar að stjórna þessari
ágætu hljómsveit.
Tveir árekstrar urðu á Akureyri á
föstudaginn var. I báðum tilvikum var
um að ræða vélhjól og bifreið, sem rák-
ust saman. Ekki urðu alvarleg slys á
fólki. ......
(Stórfrétt! í einu af dagblöðum bæj-
arins).
BÖRKUR