Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 31.10.1969, Blaðsíða 7

Ný vikutíðindi - 31.10.1969, Blaðsíða 7
NÝ VIKUTÍÐINDI 7 lirossgátan LÁRÉTT: 47. vel gerður 12. bölið 1. fiskisæll 49. tveir eins 15. peningurinn 7. togari 50. syndakvittun 20. vindur 13. krafsa 52. fiskur 21. hnellin 14. stafaði 53. hundur 22. gruna 16. grotna 55. nuddir 23. notadrjúgur 17. dýri 56. sveit 29. í'irma 18. frásagnar 57. trjátegund 30. kasta upp 19. flýtirinn 59. fugl 31. flana 21. bás 61. merkja 32. upphrópun 23. stígurinn 62. brestur 33. farvegur 24. skammst. 63. vinnur. 34. æða 25. flögðin 37. bæjarnafn 26. ending 39. hlutar 27. skepnuna 42. spjót 28. einkennis- 43. á litinn bókst. LÓÐRÉTT: 44. sár 30. ana 1. kaupstaður 46. órotin 32. ný 2. fita 47. meiddir 34. tveir eins 3. á hendi 48. hnýtur 35. eyja 4. eldstæði 49. einstæðinga 36. skaðinn 5. íþróttafélag 51. mjúka 37. skammst. 6. band 54. í kirkju- 38. álpast 7. frosið klukku (þf.) 40. læt af hendi 8. hljóð 58. samhljóðar 41. forsetning 9. leysir 59. skeyti 43. að aftan 10. slétt 60. skammst. 45. loðna 11. afkvæmi 61. frumefni. LAUSN á síðustu krossgátu: LÁRÉTT: 1. blessar, 7. rolu- Ieg, 13. rekkja, 14. áma, 16. trall, 17. eylti, 18. gufa, 19. snilld, 21. óðs, 23. hagað, 24. t. d., 25. augljósar, 26. ur, 27. aaa, 28. ræ, 30. áma, 32. agn, 34. ár, 35. kisill, 36. at- liæfi, 37 ei, 38 aka, 40. súr, 41. rs, 43. gul, 45. ná, 47. aldaraðir, 49. si, 50 skafl, 52. sag, 53. nautn, 55. tala, 56. utan, 57. öfund, 59. haf, 61. ásaka, 62. kirnuna, 63. léttar. LÓÐRETT: 1. brestur, 2. leynd, 3. ekki, 4. skila, 5. sa, 6. rá, 7. ra, 8. It, 9. urg- ar, 10. laug, 11. elfan, 12. glaðrar, 15. miðjan, 20. dug- mikill, 21. óla, 22. sóa, 23. haughúsin, 29. æki, 30. ása, 31. ala, 32. als, 33. nær, 34. áir, 37. einstök, 39. aurana, 42. stinnar, 43. gas, 44. lag, 46. ákafi, 47. afann, 48. raust, 49. staka, 51. alur, 54. utar, 58. du, 59. ha, 60. fl., 61. át. „Ég man eftir yður,“ sagði Clement kumpánlega. „Þér eruð Mighall rannsóknar- lögreglustjóri. Komið inn. Hvað get ég gert fyrir yð- ur?“ Mighall virti fyrir sér þennan stóra mann. Hann var nú yfir sextugt, þrekinn og kjálkabreiður, með þunnt, grátt hár, en hann var enn beinn í haki og ís- hlá augun órannsakanleg. -IMV IOK " ' I- ” ri FJÖRIÐ ER í GLALMBÆ Borðapantanir í síma 17777 GLAUMBÆR simi 17777 09 19330 „Þér hafið gott minni,“ sagði Mighall. „Gleymi aldrei andliti. Ég geri ráð fyrir, að þér komið í opinberum erindagerð- um ?“ „Já.“ Clement fór á undan upp stigann. „Viðvíkjandi yðar starfsgrein eða minni?“ „Minni, læknir,“ sagði Mighall. Þegar liann kom upp, leit liann umhverfis sig. Munurinn á ringulreið- inni hér og snyrtileikanum niðri í forstofunni var áher- andi. Clement tók eftir undrun gestsins. „Allt á öðrum end- anum,“ sagði hann hrein- skilnislega. „Amy — konan mín sáluga — var of veik til að sjá um íbúðina. Og hún vildi ekki lieyra nefnt, að þjónustufólk kæmi hér. Þess vegna var allt ógert.“ Mighall ógnaði útgangur- inn í íbúðinni. I skrifstof- unni, þar sem Clement hauð honum inn, ægði öllu sam- an. Tóm meðalaglös og öskj ur stóðu liingað og þangað. Dagblöð og læknarit lágu eins og hráviði á gólfinu á- samt tómum mjólkurflösk- um og ryðguðum niðursuðu- dósum. Það var megn sótt- hreinsunarstækja í stofunni, og gluggarnir svo óhreinir, að þar var rökkvað um há- dag. „Amy blessunin var ágæt kona, en hún var heilsu- laus,“ sagði læknirinn. „Eg hef áhuga á sjúk- dómi hennar,“ sagði Mig- hall. „Stunduðuð þér hana sjálfur, læknir?“ „Það var ekkert til, sem læknavísindin gátu gert fyr- ir Amy,“ sagði Clement. „Það er engin lækning tii við blóðtæringu. Ég náði öðru hvoru í aðra lækna, en Amy vildi ekki fá hingað ó- kunnugt fólk.“ „Er það áreiðanlegt, að frú Clement liafi þjáðst af blóðtæringu?“ „Enginn vafi,“ sagði lækn irinn. „Sjúkdómafræðing- urinn þekkti það strax. Fær maður, Houston.“ „Ég vildi gjarnan fá að lita á svefnherbergi kon- unnar yðar sálugu,“ sagði Mighall. Kumpánlegur svipur lækn isins virtist dökkna nokkuð. „Af hverju?“ spurði hann. „Skrifstofa réttarlæknis- ins hefur áhuga á dauða lconu yðar,“ sagði Mighall. „Skrifstofa réttarlæknis- ins virðist full af sjálfgóð- um, afskiptasömum fávit- um. En eins og þér viljið, lögreglumaður. Svefnlier- bergið er rétt inn af gang- inum.“ Mighall fór inn í svefnher bergið, sem var jafnvel enn- þá sóðalegra en skrifstof- an. Það var hvorki koddi né lök í rúminu. Clement- hjónin höfðu bersýnilega sofið við ábreiður, sem voru stífar af óhreinindum. Ó- hrein föt lágu út um allt. Ó- þvegnir bollar voru i lirúgu á ótrúlega kámugum te- haklca. „Svo ég spyrji um læknis- fræðilegt atriði,“ sagði Mig- hall. „Eru deyfilyf eingöngu gefin með innspýtingu?“ Dr. Clement lileypti hrún- um. „Reyndur lögreglumað- ur hlýtur að vita svarið við þeirri spurningu,“ sagði hann. Migliall tók upp tebolla og leit á dreggjarnar. „Ég geri ráð fyrir, að morfín megi jafnvel gefa inn í tei,“ sagði liann. „Ég ætla að taka með mér þennan holla, ef ég má.“ Læknirinn linussaði. „Ráðið þér fram úr málun- um með að lesa i holla, Sherlock Holmes ?“ Þegar Mighall kom aftur til stöðvarinnar, gerði liann ráðstafanir lil að láta rann- saka dreggjarnar i teholl- anum. Hann og Loyd um- sjónarmaður urðu að játa, að enn sem komið var, sáu þeir litla skímu í málinu. Þrátt fyrir hinn veika grun, sem leitt hafði til rannsókn- arinnar, hafði ekkert komið í Ijós, sem benti á glæp. Næsta morgun var enn engin ákveðin sönnun feng- in. Efnafræðingar höfðu rannsakað tedreggjarnar, en ekkert fundið. Fyrstu skýrslurnar frá Scotland Yard tóku að berast, um for tíð Cléménfs. í fýrStti virt- ust þær ekki leiða neitt sér- stakt i ljós. Clement var fæddur á Ir- landi, nam læknisfræði í Relfast og stundaði þar lækningar. Síðan flutli hann til Mancliester, síðan til Rrighton og loks til South- port árið 1938. Það kom strax ýmislegt í ljós, sem vitnaði um furðu- legt eðlisfar þessa manns, en það var eklci fyrr en um kvöldið, að Scotland Yard hafði safnað nægum upplýs- ingum til að hægt væri að gera sér fulla grein fyrir honum. Rohert Clement var bráðskarpur læknir, sem vafalaust liefði getað aflað sér frægðar og frama, hefði hann ekki haft örlagaríkan veikleika fyrir kvenfólki, sem á hinn bóginn virtist hafa örlagaríkan veikleika fyrir lækninum. Rertie Clement, eins og lcunningj arnir kölluðu hann, var af góðu fólki kominn. Faðir hans var ekki auðugur, en nógu efn- aður til að veita honum góða menntun. Hann varð snemma gefinn fyrir góðan mat, gömul vín, fín föt og fagrar konur. Þegar liann liafði lokið læknisnámi, 26 ára gamall, settist liann að í Eelfast og tók að svipast um eftir hæfi- legu kvonfangi. 1 svo alvar- Iegu máli neitaði ungi lækn irinn að láta stjórnast af fríðleikanum einum saman. Hann kvæntist konu, sem var tíu árum eldri en hann, en hafði upp á álitlegan lieimanmund að bjóða. Anna Mercier var einka- dóttir auðugs myllueiganda í Belfast. Brúðkaupsveizla þeirra var lengi í minnum höfð, sökum stórkostlegs i- burðar. Árið 1912 hætti Bertie Clement alveg að hirða um hina fátækari sjúklinga, en tók að hæna að sér sjúkl- inga meðál yfirstéttar- kvenna. Hann fór ætíð gler- fínn í sjúkravitjanir og tamdi sér stimamjúka fram komu. Strax á þessum árum fann Scotland Yard líkur fyrir því, að Clement hefði feng izt við fóstureyðingar. Hann gerði það vegna pening- anna, þvi þó tekjur lians væru miklar, hrulcku þær ekki fyrir útgjöldum af því óhófslífi, sem hann lifði. En engin af viðlcomandi konum fékkst til að vitna á móti honum. Fram til 1920 virðist hann hafa ausið peningum á báða bóga. Hann sólundaði eigin tekjum og eignum konu sinnar. Svo dó frú Anna skyndilega. Heimanmundur liennar var farinn út í veður og vind. Dánarhúið var tíu pund og níu shillingar. Dauðaorsökin var talin hinn sjaldgæfi sjúkdómur svefnsýki, og dánarvottorð- ið var undirritað af engum öðrum en Clement sjálf- um. Bertie liafði komizt hjá gagnrýni vegna þessa óvið- eigandi tiltækis með því að fara úr landi. Hann fór til Mancliester og byrjaði að nýju, í þetta sinn í fátæk- legu úthverfi. Aðalstarfsvið hans var verksmiðjuhverfi, en eins og áður lagði hann einkum stund á kvenfólkið og vann sér hylli þess. Aftur var Framh. á 4. síðu.

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.