Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 03.03.1972, Blaðsíða 4

Ný vikutíðindi - 03.03.1972, Blaðsíða 4
4 NÝ VIKUTÍÐINDI * Mansal (Framhald af bls. 1). heill slíkra kvenna. Hitt er alvarlegra, þegar þær hinar sömu lenda í fé- lagsskap vafasaxnra náunga, að ekki sé talað um ef þær verða fíkni- eða eiturlyfj- um að bi’áð. Auðvitað vita allir, að hassreykingar eru daglegt brauð í Kaupmannahöfn; og eru yfirvöldin löngu hætt að amast við sliku barna- gamni, eða eins og lögi-eglu stjórinn í New Yorg lét hafa eftir sér í „Time Magasine“: „Við erum of önnum kafn- ir við að reyna að komast fyrir eiturlyfjasmygl tii að vera að eltast við barnagull eins og hass og marajúhna“. Og hér er einmitt lcomið að mergnum málsins. Hætt er við að þeir unglingar, senx lcnda í viðjum cilur- lyfja, eigi þaðan ekki aflur- kvæmt. Blaðið hefur sannfi-étt um tvær slíkar ungar íslcnzkar stúlkur, sem nú virðast vera gersamlega horfnar. Stúlkur þessar lentu 1 slagtogi með þýzkum dáind- ismönnum, sem voru ekki lengi að koma þeim á hragð ið. Síðan dúkkuðu þær upp á Spáni, og voru þar raunar á flótta undan lagsmönnum sínum, og leituðu skjóls lijá Islendingum, sem búsettir eru á Spáni. ' En Adam var ekki lengi í Paradís. Þýzkir komust að því, hvar þær voru, og gerðu sér lítið fyrir og hrut- ust inn á heimilið, þar sem stúlkurnar höfðu griðastað. Var rétt með naumindum hægt að afstýra -/þvi, að herramennirnir dræþu unn- ustur sínar, en lögreglan flutti þá hurt, og mun þeim hafa verið vísað úr landi. Það næsta, sem skeði, var það, að urn það bil viku síðar hurfu stúlkui'nar báð- ar sporlaust, og heíur ekki til þeirra spurst siðan. Þó mun það vera grunur þeirra, sem til þekkja að þær hafi lent suður i Mar- okkó. Er þa ekki að þvi að spyrja, að skammt er í glöt- unina, ef ekki verður snar- lega látið til skarar skríða tii að bjarga þeim úr helj- argreipum eiturlyfja, vænd- is og ef til vili mansals. Vert er að brýna fyrir stúlkum, sem langar að leggja út á æfintýrahraut- ina, að fara ekki sömu leið og stöllur þeirra tvær, sem hér um ræðir. * Notkun tékka Framhald at bls i sem jjeir gefa út innistæðu- lausa tékka af ásettu ráði eða ekki og trassa að leggja inn fyrir þeim. En kúast má við strangari aðgerðum og lögum í þessum cfnum í samræmi við reglur annarra þjóða. Tékkar eru mjög hagfelldur gjaldmiðill, einkum. þegar greiða þarf háar upphæðir, og er mikið í húfi að þeir séu engu óábyggilegri en peninga- seðlar. Almcnningur ætti því að notfææra sér tékka mcira en nú tíðkast, til að inna af hendi greiðslur af ýmsu tagi. Hér skal nú kynna lítillega þær reglur, scm gilda um notk- un tékka, og er þá stuðst við ritling, scm bankar og spari- sjóðir gáfu út fyrir nokkrum árum til Iciðbeiningar almenn ingi: Þó að tékkar hafi fyrst og fremst gildi sem greiðslutæki í viðskiptum, þá eru þeir einn- ig mjög handhægir og gagn- legir fyrir almenning. Sér- hver maður í nútíma þjóðfé- lagi þarf að inna af hendi margar peningagreiðslur, þó að hann stundi ekki sjálfstæðan atvinnurekstur. Sumar eru há- ar og þar að auki reglulegar, t.d. greiðslur fyrir rafmagn, húsaleigu og hita, og er heppi- legt að greiða þær með tékk- um. Bæði gefur það heildaryf- irlit yfir greiðslurnar eftir á og auðveldar greiðsluviðtakanda innheimtuna. Einstaklingar ættu að forð- ast að geyma mikla peninga á heimilum sínum, þar sem sjaldnast eru góðar fjárhirzlur. Þá ýtir það oft undir eyðslu- semi að hafa mikla peninga milli handanna. Mörgum er ó- sýnt um að geyma fé, sem þeir geta auðveldlega náð til, og kaupa þá jafnvel í hugsunar- leysi hluti, sem þeir sjá síðar, að þeir geta vel verið án. Notkun tékka veitir mönn- um nokkuð aðhald í meðferð peninga, géfur þéilfrt, tilefni til að íhuga eyðslu sína nánar en þeir myndu gera, ef þeir not- uðu aðeins seðla. Innlög íbanka reikning og víðtæk notkun tékka koma reglu á fjárreiður manna og tryggja þeim auk þess vaxtartekjur. Slík með- ferð fjár er og líkleg til að vekja áhuga á sparnaði, sem síðar getur komið í góðar þarf- ir. Það er því ágæt regla að leggja laun sín strax eftir út- borgun í banka, en ráðstafa þeim síðan með tékkum jafn- óðum og útgjöldin verða. Til þess að fá tékkareikning þarf að uppfylla eftirtalin skil- yrði: 1. Leggja fram skriflega um- sókn um opnun reiknings, þar sem tilgreindur er aldur um- sækjanda, atvinna og heimilis- fang auk tveggja manna, ef innlánsstofnun æskir þess. 2. Umsækjandi skal vera orð inn 21 árs og fjár síns ráðandi. 3. Þeir, sem brotið hafa af sér, þannig að lokað hefur ver- ið fyrir þeim tékkareikningi, fá ekki að opna tékkareikning á ný 4. Sparisjóðsávísanareikning er ekki hægt að opna með minni upphæð en 5.000.- kr 5. Um opnun hlaupareikn- ings skal semja sérstaklega hverju sinni við viðkomandi innlánsstofnun. Til þess að tékki sé gildur, verður hann að vera gerður eftir fyrirmælum tékkalaganna og nýtur hann þá sérstakrar réttarverndar. Vanda ber útfyllingu tékka og sérstaklega gæta þessara atriða: 1. Tilgreina verður rétt núm- er innstæðureiknings, sem tékk inn er gefinn út á. 2. Tékki má hljóða um greiðslu til tiltekins manns (stofnunar) eða til handhafa. Einnig má gefa tékka út til ráðstöfunar útgefandans sjálfs, sem þá jafnframt er handhafi. 3. Upphæð tékkans skal skrifa bæði í tölustöfum og með bókstöfum, og ber að gæta þess, að tölurnar séu sam hljóða (sé svo ekki, ræður sú upphæð, sem skrifuð er með bókstöfum). 4. Geta skal um útgáfustað og útgáfudag. 5. Óheimilt er með öllu að dagsetja tékka fram í tírnann, enda hefur slík dagsetning eng- in áhrif. þar eð allir tékkar eru greiðsluhæfir þegar við út- gáfu. 6. Undirskrift verður að vera í samræmi við sýnishorn það, sem reikningseigandi hefur af- hent greiðslustofnuninni. 7. Við innlausn eða afhend- ingu tékka ber handhafa að framselja hann með því að rita nafn sitt á bakhlið tékkans. Strikun tékka er fólgin í því, að tvö samhliða strik eru dregin á framhlið tékkans. Ef ekkert er skráð milli strikanna eða þar eru skráð orðin „til banka“, er strikunin kölluð al- menn, en sé nafn tiltekins banka skráð á milli strikanna, er hún nefnd sérstök. Sé um almenna strikun tékka að ræða, má greiðslu- bankinn aðeins gre-iða öðrum banka eða einhverjum við- skiptamanni sínum tékkann. En sé sérstök strikun á tékka, ,má banki aðeins greiða hann hinum tilgreinda banka eða, ef það er greiðsíubankinn sjálf- ur, þá einhverjum viðskipta- manni sínum'. Strikun er trygg ing gegn því, að tékki, sem t.d. er sendur með bréfi, sé greidd- ur óviðkomandi manni. Mjög þarf a'ð gæta þess að gefa ekki út tékka, nema inn- stæða sé fyrir hendi. Hverjum tékka í tékkhefti fylgir stofn- miði, sem nota á til að skrá allar færslur, svo að menn geti fylgzt með innstæðunni á hverj um tíma. Menn ættu ætíð að gera fyrirspurn til lánsstofnun- ar, ef þcir cru í vafa um reikn ingsstöðu sína. Samkvæmt almennum hegn- ingarlögum liggja mjög þungar refsingar við misnotkun tékka, ef um auðgunartilgang er að ræða, og enda þótt auðgunar- tilgangur sé ekki sannaður, er brotið refsivert. Þar af leið- andi og eðli málsins samkvæmt ganga innlánsstofnanir ríkt eft ir því, að tékkar séu ekki mis- notaðir. Sé tékki gefinn út á reikn- ing, sem hefur of litla eða enga innstæðu og Ijóst þykir, að um misnotkun sé að ræða, verður viðkomandi reikningi lokað og Seðlabanka íslands falin innheima tékkans ásamt áframhaldandi meðferð máls- ins. Við kæru til sakadómara er það útgefandi tékkans, sem kærður er, en eðlilega ekki stjórn fyrirtækis, þótt útgef- andi gefi tékkann út sam- kvæmt prókúru eða sérstöku umboði. Gefi reikningseigandi út tékka, eftir að honum er kunnugt um lokun reiknings- ins, verður hann kærður fyrir fjársvik. Lokun reiknings er tilkynnt öðrum innlánsstofnunum, og munu þeir, sem reikningum hefur verið lokað fyrir, ekki fá tékkareikninga aftur, nema sérstaklega standi á. Að Iokum má bæta því við, að starfsfólk allra banka og sparisjóða gefur allar leiðbein- ingar um útfyllingu tékkaeyðu blaða, ef tékkeigandi er í ein- hverjum vafa í þeim efnum. * GSeðisaga Framh. af bls. 3. allt annað en óviðfelldin hugs- un, að tvær gullfallegar stúlk- ur virtust vera að etja kapp um að vinna hylli hans. Hann brosti gleitt á meðan hann þurrkaði af sér bleytuna, áður en hann héldi til baka til húss- ins, þar sem hans myndi bíða enn meiri drykkur, og — eft- ir öllum sólarmerkjum að dæma — eitthvað enn betra ... Það var skömmu eftir mið- nætti, að Brownfield gekk til herbergis Jane. Hann sá hvar hún lá í rúminu undir rekkju- voðunum, í skini tunglsljóssins, sem flóði inn um gluggann, er snéri út að flóanum. í fyrstu hélt hann, að hún væri sof- andi, en allt í einu dró hún sængina ofan af sér og benti honum að koma upp í til sín. Brownfield tók hana í faðm sér og kyssti hana á andlit og herðar og dró síðan náttkjólinn gætilega niður, unz brjóstin voru nakin. Hann kreisti þau af ákafa og ástíðu, og naut sársauka- og frygðarstunanna, sem hann vakti hjá stúlkunni, sem lá undir honum. Skyndilega ýtti hún hendi hans burt og sagði í kvörtunar- tón: — Mér líður ekki vel. Ég er hrædd um, að mér hafi orðið illt af allri þessari drykkju. Brownfield leit á stúlkuna tortryggnislegu augnaráði. Hon um var næst sinni að „taka“ hana, þrátt fyrir mótbárur hennar, en hætti við það eftir stutta umhugsun. — Þér verður batnað strax á „eftir“, sagði hann ísmeygilega, en stúlkan lét ekki undan. — Lofðu mér að þóknast þér á minn hátt, hvíslaði Jane og þrýsti Brownfield fast að sér. Þetta var ekki svo fráleitt tilboð, en hann hafnaði því á næsta augnabliki. — Ég vil fá meira en það, sagði hann gremjulega. En þá varð hann þess var, að stúlkan var fallin í djúpan svefn. Hann kveikti sér í vindl ingi í myrkrinu og lofaði sjálf- um sér, að hann skyldi yfir- gefa húsið í býtið um morgun- inn. En þegar hann vaknaði í dögun, var Jane ekki í rúminu. Hann fór til herbergis síns og fékk sér ískalt steypibað til þess að herja á timburmennina og gekk síðan niður stigann, fúll í skapi. Díana Hawke stóð fyrir neðan stigann. Hún er farin út, sagði frúin svipbrigðalaust. — Hún ætlar að hringja til yðar um hádegið. Brownfield muldraði þakkar- orð fyrir skilaboðin. Hann hafði ekki í huga að vera þarna, þegar hún hringdi. Dí- ana Hawke, sem var klædd sumarkjól, mjög flegnum i hálsinn, bauð honum til borð- stofunnar upp á morgunverð. Þrátt fyrir áætlun sína, var Brownfield kyrr í húsinu, þeg- ar Jane hringdi. Með sjálfum sér afsakaði hann þetta brot á fyrirætlan sinni með því, hve hann naut samræðna sinna við stjúpmóð- ur stúlkunnar. Það var eitt- hvað í fari hennar, sem knúði hann til að tjá sig, og sér til undrunar var hann farinn að segja henni frá fyrra lífi sínu — frá æsku sinni í smábæ í Indiana, frá fjögurra ára námi sínu til undirbúnings lögfræði- prófi og vonbrigðum í því sam- bandi, sem ollu því, að hann gekk í herinn, þar sem hann náði undirforingjatign — frá orustum, sem hann tók þátt í í Viet Nam. Já, þetta var í fyrsta sinn, sem hann talaði um stríðið við nokkurn mann, síðan hann var sendur heim, eftir að kúla, sem hafði hitt hann í magann, hafði næstum gert útaf við hann. Þegar hann hafði lokið máli sínu, sagði hún honum sögu sína. Hún var alin upp í landbún- aðarhéraðinu Georgíu í sár- ustu fátækt. Hún hafði farið úr einu starfinu í annað, fyrst sem barnfóstra, þá barþerna, síðan sölustúlka, unz hún kynntist Tom Hawke. Hún sagðist játa það, að hann hefði kvænst sér aðeins af því, að hann hélt að hún væri bams- hafandi og óttaðist hneyksli. Ótti hans við almenningsálitið var þó ekki meiri en það, að innan árs eftir að þau giftu sig, hafði hann tekið sér ást- mey, og átt þær ekki ófáar síð- an. Það þurfti ekki að segja Brownfield það, að „viðskipta- erindi“ eiginmannsins til San Francisco var aðeins íýrirslátt- ur, svo hann gæti heimsótt nýjustu frilluna. — Þrátt fyrir þetta kvenna- far hans, hef ég kannski ekki yfir neinu að kvarta, sagði hún raunalega. Hann lætur mig fá allt, sem ég þarfnast af efnislegum þægindum, og hann gerir sér far um að hliðra mér við að vita um þessi kvennamál hans. Brownfield var í þann veg- inn að segja eitthvað, þegar þjónustustúlkan kom inn í her- bergið og sagði honum, að sím- inn væri til hans. Hann leit til frúarinnar. — Farið í símann, sagði hún. — Það er Jane. Hann ge-kk nauðugur á eftir stúlkunni út úr herberginu og að símanum, sem stóð í for- salnum. — Ert það þú, Walter? heyrði hann sagt, þegar hann lyfti heyrnartólinu að eyranu .... — Geturðu hitt mig á Þríburakránni, hérna upp með veginum? Ég er hér með nokkr um vinum mínum, sem mig langar til að kynna fyrir þér. Brownfield hlustaði á lýs- ingu hennar á leiðinni þangað og undraðist æsinginn, sem lýsti sér í rödd hennar. Þegar hún hafði lokið máli sínu, lof- aði hann henni, að hann yrði mættur þarna innan klukku- stundar — Ég myndi ekki fara þang- að, ef ég væri í yðar sporum, sagði Díana við hann, þegar hann kom til baka. — Yður hlýtur að vera orðið Ijóst, að telpan er ekki með öllum mjalla. — Ég veit það, sagði Brown- field og yppti öxlum. — Ég

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.