Ný vikutíðindi


Ný vikutíðindi - 01.09.1972, Blaðsíða 6

Ný vikutíðindi - 01.09.1972, Blaðsíða 6
6 NY VIICUTIÐINDl DAIJÐI ART Vegna einkennilegs útlits og háttalags, átti höfund- ur þessarar sögu i erfiðleikum með að fá far frá Banda- ríkjunum til Englands. Að lokum tókst honum þó að fá stýrimanninn á M/s Campania til að útvega sér pláss um borð. ÉG VAR látinn fá auðan tveggja manna klefa í einangr- aðasta hluta hvalbaksins. Ég held að velgjörðarmaður minn, stýrimaðurinn, hafi sett mig niður þar, svo ég yrði ekki öðrum farþegum til óþæginda — fengi ég kast eða hegðaði mér á einhvern hátt kynlega. Ég var uppi á dekki, þar til myrkva tók, en þá vorum við komnir vel áleiðis og auður sjór íramundan. Hafgolan virk- aði sem bezta meðal við þreyt- unni og höfuðverkjunum, sem ég hafði þjáðst af vikum sam- an. Einhvers staðar handan blágráa sjóndeildarhringsins beið England. Hugsun mín varð skýrari, og mér leið betur en mér hafði liðið mánuðum saman. Eftir að myrkrið var skollið á, fór ég niður í drungalegan klefann. Ég hafði aldrei þreytt- ari verið á ævinni, nemá ef til vill á heimleiðinni frá Ástra- líu, mörgum árum áður. Hér var kojan mín, með hvítum lökum og samanbrotið teppi með ísaumuðu merki Cunard skipafélagsins. Að hugsa sér; nú gæti ég sofið eins lengi og mér þóknaðist. Ætti ég bara ekki að sofa alla leiðina? Ég skuldaði lík- ama mínum fulla viku svefns, og nú var tækifærið að jafna skuldina. Ég var staðráðinn í að leggjast í koju og rísa ekki úr henni, fyrr en skipið væri komið í mynni Mersey-árinnar. Ég lagðist fyrir, setti höfuðið á koddann og sofnaði þegar værum svefni. — ★ — ÉG HRÖKK upp við, að ein- hver var að hamast á hurðinni og rödd kallaði: „Ætlarðu ekki að fara á fætur?“ Eg velti því fyrir mér, hversu lengi ég hefði sofið, fjóra daga — kannski fimm. Ég var allavega viss um, að ég hafði sofið lengi. ,,Það er búið að hringja tvisvar til kvöldverðar.“ „Hvað er klukkan?“ kallaði ég. „Tæplega níu,“ var svarað. „Hvaða dagur er?“ kallaði ég aftur Það var smáþögn, en siðan var sagt undrandi röddu. „Auðvitað kvöldið, sem við létum úr höfn.“ Ég hafði þá aðeins sofið klukkutíma. Mér fannst ég hafa verið rændur rétti mín- um. Ég skreiddist á fætur og opnaði hurðina. Fyrir framan stóð skipsþjónninn. Hann leit óþolinmóðlega á mig, en rudd- ist síðan inn í klefann með tvær stórar ferðatöskur. Á hæla hans gekk heljarstór og herðabreiður maður, en hræði- lega holdgrannur og fölur á- sýndum. Hann var svo mátt- farinn, að hann varð að taka á öllu, til að staulast yfir að kojunni, þar sem hann lét fall- ast niður og kastaði maeðinni. Augu hans voru óeðlilega stór og geislandi af hitasótt, en litu á mig með hlýju og'vinarhug. „Þessi herra á að vera í klefanum hjá þér,“ tilkynnti skipsþjónninn. Mig langaði til að mótmæla, en vildi ekki særa tilfinningar veika manns- ins. Ég muldraði þess í stað eitthvað á þá leið, að ég vildi vera útaf fyrir mig, þar sem ég vissi að nóg var af auðum klefum. Þjónninn leit hvasst á mig, en sagði síðan ísmeygilega: „Ef þér hafið yfir einhverju að kvarta, getið þér talað við stýrimanninn, herra minn.“ Hann kom síðan töskum veika mannsins fyrir, gekk út og dyrnar féllu að stöfum. Sá nýkomni, sem sat í minni koju, sagði með erfiðismunum: „Mér geðjast ekki að honum þessum.“ „Ekki mér heldur,“ sam- þykkti ég. 1 Við litum hvor - á annan, og veiki maðurinn brosti. Utlit hans og klæðnaður var eins og •hjá týpískum brezkum verka- manni. Hann hafði nýjan six- pensara á höfði og klossa með þykkum sólum á fótunum. Hann leit út fyrir að vera ná- lægt fimmtugu. Greinilegt var að hann var alvarlega veikur, og veikindi höfðu tálgað hinn gríðarstóra líkama hans næst- um inn að beini. Hann brosti lítið eitt og sagði: „Ég skal færa mig úr koj- unni þinni, strax og ég næ andanum.“ „O, vertu bara kyrr þar sem þú ert. Ég skal taka efri koj- una,“ svaraði ég. Hann brosti aftur. „Ætlarðu þá ekki að fá þig fluttan í annan klefa?“ „Nei, ég verð kyrr hér.“ „Það er gott. Stundum líður mér fjarskalega illa og þá er gott að hafa einhvern hjá sér. Ég þjáist af sykursýki. Ég var í öðrurn klefa fyrst, en klefa- félagar minir kvörtuðu undan mér og þá var ég fluttur hing- að. Það er gott að vera loksins búinn að koma sér fyrir.“ „Hvað um kvöldverð?" spurði ég. „Hann er tilbúinn núna.“ „Ég fer ekki upp í matsal- inn; ég borða bara hérna,“ svaraði hann. Ég hringdi í þjóninn og veiki maðurinn bað hann að búa uú'. sig og færa sér síðan kvöldverð þangað niður. — Ég fór út í leit að matsalnum. — ★ — ÞAÐ voru fáir farþegar um borð. Ég settist í fyrsta auða sætið, sem ég sá. Það var á milli tveggja para, sem mér virtust vera hjón. Þetta var ósköp venjulegt fólk að sjá, en ákaflega innundir sig. Þjónninn kom með matseðilinn og ég pantaði mér mat. Þegar því var lokið, veitti ég athygli, að sætin við hliðina á mér voru orðin auð. Fólkið sem var mér til hvorrar hand- ar hafði fært sig utar eftir borðinu. Það kærði sig víst ekki um félagsskap minn. Kannske hafði það gilda á- stæðu til þess, þar sem ég hef alltaf verið talinn furðufugl og sennilega hef ég litast um í salnum á óviðeigandi hátt. En ég var særður og fannst mér vera sýnd lítilsvirðing. Ég hefi alltaf haft meira álit á al- þýðufólki, sem umgengst mann alveg óþvingað, heldur en milli stéttarfólki, sem telur sig vel upp alið, en er óþolandi í manngreiningaráliti sínu. Mér varð hugsað til þessa fína fólks, sem neitaði að vera í klefa með félaga mínum. Skyndilega var stóllinn við hliðina á mér dreginn fram. Ég leit til hliðar og sá mér til furðu mann í fullum prests- skrúða setjast við hliðina á mér. „Góða kvöldið," sagði hann glaðlega en sneri sér síðan til þjónsins og pantaði mat. Ég hélt áfram að borða og gerði enga tilraun til þess að ihefja samræður. Þegar hann hafði lokið við ’að tálá við þjóninnj snéri hann ,sér að mér og viðhafði eitthvað varðandi sjóferðina og veðrið. Ég anzaði honum þurrlega, en hann hélt áfram að tala, og ekki leið á löngu áður en ég hafði jafnað mig á dónaskap hinna borðfélaganna og tók að ræða við hann. Hann var að- laðandi og alþýðlegur og sagð- ist vera rómversk-katólskur prestur og ættaður frá Glas- gow. Hann hét faðir Cunning- ham og var á leiðinni heim úr trúboðsleiðangri um Ameríku- ríki. Ég er viss um að hann hefur séð háttalag “hinna borð- félaganna og þess vegna tyllt sér niður hjá mér. Hann var þess háttar maður, og það var engin uppgerð í vinsamlegri framkomu hans. Hann var eini maðurinn, sem talaði við mig alla leiðina, að undanskyldum veslings klefafélaga mínum. Að vísu yrtu aðrir farþegar á mig. Það sama kvöld varð mér reikað upp á dekk. Ég staldr- aði við borðstokkinn og horfði hugsandi niður í sjávarlöðrið. Allt í einu var hnippt í öxl- ina á mér, og stór kinnbeina- ber maður frá Mið-vesturríkj- unum sagði: „Fyrirgefðu, ég var að velta því fyrir mér áðan, þegar við vorum niðri, hvort þú værir Tékki. Eftir útliti þínu að dæma, þú skilur ...“ „Hvað kemur þér það við, hvort ég er Tékki eða ekki?“ sagði ég frekjulega. Framkoma mín fékk aug- sýnilega á hann. „Ég hélt að maður mætti spyrja. Það er engin ástæða til að rjúka upp við svo mein- lausa spurningu,“ sagði hann með þessum leiðinlega Mið- vesturrík j af ramburði. í því skapi, sem ég var, lang aði mig mest til að gefa hon- um einn á hann. Ég þoldi ekki þessar spurningar, og örugg- lega hefur hann ekki órað fyr- ir, hve litlu munaði að ég ryki á hann. Mér tókst að hemja mig , og þegar ég gekk burt, heyrði ég hann tauta: „Heilög hamingjan! Hvað sumt fólk æsir sig upp yfir engu.“ ÉG HÉLT niður í klefa minn. Veiki maðurinn var hátt- aður og lá í koju. Hann kink- aði vinalega kolli í átt til mín. Ég held að hann hafi verið ein mana og þráð félagsskap minn, slíkur sem hann nú var, vegna þess einkennilega ástands, sem hugur minn hafði verið í und- anfarna mánuði. Hann leit í áttina þangað sem fiðlukassinn minn stóð upp við þilið. „Hvað ertu með þarna, — fiðlu?“ „Já.“ „Kanntu að leika á hana?“ „Ég hef haft það að at- vinnu.“ Hann leit á mig af tauga- Spenntum ákafa, eins og hann væri að mælast til of mikils af mér. „Gerðu það nú fyrir mig. Spilaðu „Þú munt minnast mín“. Ég tók upp fiðluna. STAÐREVIMDIR Þriðja hver bandarísk fjöl- skylda á annað hvort hund cða költ. Borgin Calipatria í Kaliforn- íu liggur lægst allra borga í Ameríku. Hún cr 61 metra undir sjávarmáli. Villtir hðrtir geta lifað í 12—15 ár, svo lramarlega sem þeir ienda ekki í klónum á rándýrum eða slcppa við byssu- kúlur veiðimanna. — • — Ilinn frægi gríski læknir Hippokrates, sem v'ar uppi um það bil 450 árum f. Kr., var sá fyrsti, sem kunnugt er að hafi saumað saman sár mcð nál og tvinna. —•— Að minnsta kosti fjögur af hverjum hundrað börnum i heiminum eru andlega vanheil að einhverju leyti segir í al- þjóðlegri læknaskýrslu, scm gefin hefur verið út. — • — Kókoshnetupálminn er mjög dýrmæt jurt. Hann veitir þeim innfæddu jafnt fæði sem klæði og efni í margs konar áhöld. j Sykureyðsla líkamans eykst, jþegar maður reiðist. „Ætli þú meinir ekki „Votar varir“? Það er svona.“ Ég lék nokkrar nótur, og hann iánkaði ákafur. Á meðan ég spilaði, hallaði hann sér aftur á bak og lokaði augun- um; og þegar ég hafði lokið við lagið, smjattaði hann likt og kokkur, sem bragðar á gæðasúpu. „Þetta er sko tón- list,“ íullyrti hann. „Regluleg óperumúsík, ha. Ekki líkt jþéssu söngleikjadrasli. Veiztu? Ég held að þetta sé fallegasta lág, sem nokkru sinni hefur 'verið, samið.“ Ég gaf ekki í skyn, að ég hefði aðrar hugmyndir um lag- ið, að ég tali nú ekki um út- setninguna á því til einleiks á fiðlu. Hann talaði mikið um stund, eða þar til hann tók að þreytast. Síðan lá hann hreyf- ingarlaus og starði á rúmfjal- irnar á kojunni fyrir ofan sig. Á meðan hánn talaði, drakk hann heil ósköp af vatni. Ég hélt áfram að spila og hann sofnaði brátt. Ég sat og horfði á hann drykklanga stund. Hann hét Artúr; ekki vissi ég um ættarnafn hans. Hann var múrari að atvinnu og hafði búið í Bandaríkjunum nokkurn tíma, en þar hafði hann drjúgum meiri tekjur,’ en hann gat haft í Englandi. Hann veiktist, og læknarnir sögðu honum að vísu að þetta væri alvarlegt, en ekki að sjúkdóm- urinn myndi draga hann til dauða. Það fór fyrir honum eins og mér, að hann fékk ákafa löngun til að komast iheim. Hann sagði: ■> .ifijoui „Manni líður einhvernveginn ekki eins illa heima.“ Það eina sem honum sárnaði var, að hann átti ekki neina ættingja til að hverfa heim til, utan einnar systur, sem átti heima einhvers staðar í Mið- Englandi. Aumingja maðurinn, hann \ar þess algjörlega ómeð- vitandi, að dauðinn var fast á hæla honum.. . Ég hefði get- að sagt honum, að hann gæti glaðst yfir því að eiga enga ættingja. Samújð mín með honum virkaði sem meðal á sjúkleika míns eigin hugar. Þann tíma, sem ég hafði orðið að þola mikla sálarlega áreynslu, hafði ég haft stöðugt vaxandi á- hyggjui af geðheilbrigði minni. Það var því gott fyrir mig að taka tillit til annarra en sjálfs míns. Ég vissi af hverju skips- þjónninn hafði komið með hann í minn klefa. Ég var svo undarlegur og alls ekki hæfur til að umgangast hina farþeg- ana og þar af leiðandi eini far- þeginn, sem myndi sætta sig við návist veika mannsins. Auð sætt var, að eins og hann var á sig kominn, gátu þeir ekki sett hann í klefa út af fyrir sig. Það hlýtur því að hafa komið þeim vel, að slíkur kynjafugl, sem ég var talinn, skyldi vera um borð og ekk- ert sjálfsagðara í þeirra aug- um, en að láta hann inn til mín. Ég hef stundum verið að velta því fyrir mér, hvers vegna þeir settu hann ekki í sjúkraklefa. Mig grunar að

x

Ný vikutíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný vikutíðindi
https://timarit.is/publication/881

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.