Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1911, Page 6

Sameiningin - 01.11.1911, Page 6
2Ó2 legu baráttu. En líka útaf því hinu sama bið mikla frjálslyndi hans, þá er um það var að rœða, sem honum með hinni næmu trúarsjón skildist að eldd gæti að neinu leyti komið í bága við lijarta kristin- dómsins. Þetta andlega sjálfstœði, þessa fastheldni við meg- in-mál guðs orðs, og þetta frjálslyndi í öllu öðru verð- um vér endilega að læra af liinum göfuga kirikjuföður vorum, ef liið kristilega félagslíf vort á að geta leiðzt út vel og blessunarlega. Og ekld eru það aðeins liinir prestvígðu kennimenn eða forustumennirnir í söfnuðunum, sem þurfa að læra læra þetta; líka hinir allir, sem leikmenn eru nefndir, alveg eins. Aðallega var það á móti ofrvaldi klerka- lvðsins, að Lúter barðist svo hart og' djarfmannlega í nafni drottins á sinni tíð; en þá um leið fyrir því, að sá sami dýrmæti sannleikr væri hvarvetna í kirkjunni verklega viðrkenndr, að allir kristnir menn, allir læri- sveinar lausnarans, eru prestar, af sjálfum drottni með skírninni vígðir til þess að reka erindi hans og vera vottar hans í heiminum, og með framkomu sinni allri til orða og verka að opinbera kærleiksdýrð hans. Með dœmi Lúters erum vér allir, sem kosið höfum oss í hjartanlegri alvöru að bera nafn hans í hinu kirkjulega merki voru, hvattir útí baráttuna fyrir hið helga málefni trúarinnar móti hinum margvíslegu and- stœðu öflum. Enginn lúterskr maðr má vera dauðr limr í kirkjunni. Og enginn getr verið það, ef hann aðeins heldr trúaraugum sínum opnum fyrir því, í hve stóra skuld liann er kominn við guð útaf kristindómin- um og reformazíóninni. -o-

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.