Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1912, Page 2

Sameiningin - 01.01.1912, Page 2
322 laust var. Skiljanlegt þá einnig, að áðr en langt liði kœmi að því í samkvæmi þessu, að þar yrði þurrð á víni, liinum sjálfsagða drykk þess lands og þeirrar tíð- ar, sem gestum var við slík tœkifœri veittr þeim til sak- lauss fagnaðarauka. „0g er vín þraut, segir móðir Jesú við hann: Þeir hafa ekki vín.“ Almennt er þessi athugasemd Maríu skilin svo sem sé hún með þeim orðum að skora á son sinn Jesúm að beita nú yfirnáttúrlegum mætti til að bœta úr vínskortinum, koma með því móti í veg fyrir það, að þetta óþægilega atvik verði fólkinu aðkomna hinu kunnugt og liúsráðendum til hneisu. 0g svar Jesú uppá áskoran þá, einsog það er orðað í biblíuþvðingum, er þá líka oftast tekið svo sem sé hann þar að ávíta hana fyrir þá djörfu beiðni. — Svarið hljóðar svo í nýju biblíuþýðingunni íslenzku: „Hvað skiftir þú þér a'f mér?“, en í eldri þýðingunni (sem enn er í liöndum flestra af fólki vorui: „Hvað kemr það þér og mér við?“ — Engu að síðr hafi Jesús þó rétt á eftir gjört einsog um var beðið. — En svona lagaðr skilningr, þótt almennr sé, á þessum atriðum hinnar helgu sögu, er vafalaust ekki réttr. Allt fram-að þessum tíma hafði Jesús ekkert kraftaverk framkvæmt. Og hún, sem honum var hand- gengnari en allir aðrir — hún, sem þekkti hann öllum öðrum betr og hafði vandlega veitt því eftirtekt, hvern- ig hann alla æfina á undan hafði komið fram, — hún var víst ekki líkleg til að gefa honum svona allt í einu bend- ing um að vitna nú um sjálfan sig, guðlega köllun sína og guðlegan mátt sinn, með vfirnáttúrlegu kraftaverki. Orð Jesú, þau er tilfœrð voru í tveim þýðingum á vorri tungu, hljóða svo í hinum gríska frumtexta guð- spjallsins: „Hvað mér og þér, kona?“ Samkvæmt hebreskri málvenju er orðalagið svona, og felast þar allsendis engar ávítur í, heldr er þetta svo að skilja einsog sagt hefði verið eittlivað á þessa leið: „Láttu mig’ einan um það; berðu enga áhvggju fyrir því.‘ ‘ Og svo segir Jesús enn fremr: „Minn tími er ekki enn kominn.“

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.