Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1912, Page 3

Sameiningin - 01.01.1912, Page 3
323 En við livað á Jesús þá með orðum þeim, er nú síð- ast voru til fœrð? Hvað er það, sem enn er ekki tími til kominn fyrir iiann? — Venjulega er þetta svo skilið sem sé hann með þeim orðiun að segja móður sinni, að enn sé ekki tími sinn kominn til að gjöra kraftaverk. En þarsem hann nálega tafarlaust á eftir framkvæmir Ikraftaverldð, sem frá er sagt, þá talar það móti þeim skilningi. Hvað felst þá í orðum þessum? tJrlausnin er vafalaust þessi: Þá er Maríu er orð- ið kunnugt um vínþurrð, finnrj hún sér skylt, nær- gætin og kærleiksrík einsog hún var, að koma í veg fyrir vandræði vinanna, er fyrir samkvæminu stóðu — það því fremr sem hin óvænta viðbót boðsgestanna var henni svo nákomin. tirræðin lágu beint við—að oss virðist—, þau úrræði, að gefa Jesú með einu orði eða svo bending um, hvernig á stóð, til þess að hann, sem vafalaust var lífið og sálin í fögnuði samsætisins, gjörði að sínu leyti enda á Mnum glaðværu samrœðum, hætti að tala og gæfi með því gestunum hinum með dœmi sínu hvöt til að halda heimleiðis úr veizluboði þessu. Svo kemr hún þá til Jesú með þessa athugasemd: .,Þeir hafa ekki vín.“ Þá bending myndi Jesús skilja, og þá yrði engin vand- ræði. En Jesús leysir úr vandræðunum á allt annan hátt en hún hafði búizt við. „Láttu mig um það“—seg- ir hann, eða svo mvndi orð lians hljóða, hefði hann tal- að á vorri tungu. „Minn tími“ — til að gjöra enda á samsætinu—, „er enn ekki lcominn.“ Og hví þá ekki kqminn? Fyrir þá sök vafalaust, að hann var þar, í fögnuði brúðkaups-samkvæmisins, að vinna verk guð- legrar köllunar sinnar. Með tali sínu liinu dýrmæta var hann að grundvalla guðs ríki í heimi þessum, — með samrœðum sínum við fólk þetta, brúðhjónin og aðra heimamenn og gestina, að leiða þau öll inní hið nýja náðarríki hans hér á jörðu. Hann vildi, er bendingin kom til hans frá móður hans, fá fœri á að tala meira, tefja lengr í samsæti þessu, gleðja brúðhjónin og venzla- fólk þeirra og komumennina hina enn meir, fullkomna fögnuðinn, sem þegar var vakinn hjá öllum. Hann vildi ekki láta gleðina, sem þegar var tekin til að

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.