Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1912, Page 8

Sameiningin - 01.01.1912, Page 8
328 trúárkenmngar, sem gjörvöll kristnin lieldr á lofti í þessnm lið liinnar postnllegu trúarjátningar: ‘Eg trúi á Jesúm Kiúst, lians einkason, drottin vorn, sem getinn var af heilögum anda, fœddr af Maríu mey’. Kirkjan liefir ætíð trúað þessu og játað þá trú. Það, sem hér er um að rœða, stendr svona í elztu mynd eða útgáfu post- ullegu trúarjátningarinnar (sem er frá því um árið 100 eftir fœðing Krists). Þeir, sem mótmæla þessarri kenning, láta stundum í veðri vaka, að þeir trúi á holdtekju guðs sonar, þótt ekki trúi þeir fyrir því, að Jesús sé af mey fœddr. Þar- til svörum vér því, að það er ekki fyrir oss að gjöra fyrir því grein, hvernig holdtekjan ætti að verða. Hold- tekjan var yfirnáttúrlegt undr. Þar var ný byrjan. Við þann at-burð var ekkert til samanhurðar nema sköpun mannsins í öndverðu. Þetta hlaut að verða á einstak- legan hátt, algjörlega einsdœmi í gjörvallri mannkyns- sögunni. Fœðing freisarans á þann hátt, sem guð- spjallssagan skýrir frá, fullnœgir þeirri kröfu langtum betr en hitt myndi, ef á fœðing hans hefði staðið einsog allra annarra. Sé því aðeins játað, að guð hafi í Jesú íklæðzt mannlegu holdi, þá getr ekki annað virzt en að það myndi vekja dýpsta lotning lijá mönnum og bezt samþýðast heilagri trúarhugsan þeirra, að holdtekju- undrið yrði einmitt með þessu móti! Vér getum ekki hugsað oss guðdóm og manndóm sameinast algjörlega án syndar við fœðing, sem öðruvísi stœði á. Oss er kunnugt urn syndleysi .Tesú, og að hann að því leyti er öllum öðrum mönnum ólíkr. Sjálfr er hann undrið mikla og mesta. 0g því er vel og rétt að orði komizt, er sagt er: „Nýja testamentis undrið, hið rnikla undr mannkynssögunnar, er ekki upprisan, heldr Jesús sjálfr. Hugarfar hans og framkoma öll á jarðneskri æfi hans, hin einstaklega, óskiljanlega persóna hans — það allt virðist heimta, að á fœðing hans hljóti að hafa staðið allt öðru vísi en fœðing allra annarra. manna.“ Þeir, sem neita kenning þessarri um fœðing Jesú af mey, gjöra sitt til að vekja ótrú á boðskap heilagrar ritningar og ryðja braut trúarvillum, sem haft geta í

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.