Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1912, Page 13

Sameiningin - 01.01.1912, Page 13
333 syndgaði gegn sjálfum sér, þarsem hann lét of mikið eft- ir girndum sínum, og fyrir það varð hann að hœta með því að verða fyrir hörmunga-reynslu þeirri, sem sagan segir frá. Það atriði, sem áherzlu á að leggja á, er það, að faðir hans sakfelldi hann aldrei, og sagði hann með opnum örmum velkominn aftr heim. Ekki eitt orð um iðran hans eða syndajátning. „Og eins á oss ávallt að hafa skjátlazt í því, hvernig oss hefir skilizt það, sem sagt er um eldra bróðurinn. Þar á ekki að vera sýndr ranglátr og öfundsjúkr Farísei, heldr allrabezti maðr, sem föðurnum hafi þótt langtum vænna um en hinn bróðurinn, þann er týndist, en kom svo aftr heim. Faðirinn sá enga galla hjá eldra bróð- urnum. Hann þurfti ekki að iðrast. Og eftir honum ættum vér öll að keppast við að breyta og verða honum íík.“ Svona er nú biblíusliýring nýju guðfrœðinnar, ekki aðeins í persónu Campbell’s þessa, heldr og hjá öllum, sem tilheyra sama andlega brœðralagi. -----o------ Nýárs-óskir. Eftir séra Ilaralcl Sigmar. Aramótin eru nýliðin hjá. Vér erum, svo sem að sjálfsögðu, að horfa tilbaka og hugleiða sittlivað af því, sem fyrir hefir komið á árinu liðna, og yfirleitt í liðinni tíð. En í sambandi við þetta yfirlit liðinna æfistunda lítum vér fram og reynum til að greina eittlivað af því, sem liggr hulið í ókominni tíð. En oss gengr það ekki vel. Vér erum svo skammsýn. En þótt vér fáum ekki að sjá, þá er oss ekki bannað að bera fram óskir hjartna vorra ókominni æfi viðvíkjandi. Og svo erum vér þá á þessum tíma að bera fram nýárs-óskir vorar. Eg fer þá meðal annars að renna augunum yfir sögu kirkjufélags vors og trúmála vorra. Og þótt greina megi þar margt, sem vér liöfum guði fyrir að þakka, þótt margt sé þar að líta gleðilegt og blessað, þótt sjá megi ýmsar ánœgjulegar framfarir, og gleðileg tákn

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.