Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1912, Page 15

Sameiningin - 01.01.1912, Page 15
335 miklu af þessum kulda og þessarri þykkju, sem að ó- þörfu á sér stað; og fœra saman liðsmennina, sem til- heyra sama liernum, svo með meira árangri megi verða barizt liinni góðu baráttu guðs ríki til eflingar og útr breiðslu og nafni drottins til vegsemdar. En af sjónarhæð áramótanna horfi eg líka og ekki hvað sízt inn-í hinn fámenna hóp sjálfra vor. Eg játa það hreinskilnislega, að mér virðist þar ekki allt vera lýtalaust. Það vantar mikið á, að vér séum fullkomin. Eg fæ ekki lieldr séð, hvort oss muni fara mikið eða lítið fram. En eg á mínar nýársóskir sjálfum oss og starfi voru viðvíkjandi, og eg ber þær frarn í öruggri von um, að guð verði oss nálægr með náð sinni á komandi tím- um einsog hann líka hefir verið oss nálægr í liðinni tíð. Hjartanlega óska eg þess, að á ári þessu mættum vér eignast meira af anda Jesú Krists, verða honum sjálfum líkari, fyllast meir hugarfari hans, læra að líta á mannlegt líf og hinar mörgu ráðgátur þess einsog með a,ugum hans. Þá hefðum vér fulla vissu fyrir því, að það, sem hjá oss verðr að framkvæmd, væri rétt og gott. Það yrði þá í samrœmi við lieilagan vilja hans. Og einnig er það mín hjartans ósk, að vér gætum á árinu eignazt dýpri og stöðugri meðvitund um guð sjálfan og vilja lians. Vér eigum orð guðs og opinber- an hans í ritningunni. Vér sjáum hann greinilega, starf- andi í náttúrunni, í sögunni, í mannshjartanu. Vér höfum líka fundið til nærveru hans bæði í gleði vorri og sorg. Hugr vor hefir aftr og aftr í bili verið hrifinn af návist hans. En oss langar til, að þetta geti orðið stööug revnsla vor. Oss langar til að geta ávallt geng- ið á vegum hans. Oss langar til að vera stöðugir í bœn- inni. Oss langar til að fá svo djúpa og varanlega með- vitund um hann, að það fœri oss styrkleik til að vinna ávallt sigr yfir syndinni, svo freistingarnar geti enga stund togað oss burt frá honum, eða látið oss gleyma honum. Og þess óska eg enn fremr, að vér mættum eignast. sanna þolinmœði í starfinu fyrir málefni drottins. Guð

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.