Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.01.1912, Page 18

Sameiningin - 01.01.1912, Page 18
338 sögur, en fer ekki neitt hvorki útí stjórnmál né trúmál. Vér óskum honum hamingju meS fyrirtœkið framvegis. Árgangs- verðiö er $1.50 ftólf hefti á árij. Address útgefanda er 748 Simcoe St., Winnipeg. Haráldr Sigrgeirsson, 41 árs að aldri, sonr séra Sigrgeirs Jakobssonar fyrrum prests á Grund í Eyjafirði, andaðist á heimili sínu í Mikley, eftir stutta legu, 28. Sept. Var að ýmsu leyti vel gefinn maðr; lagði mikla stund á söngfrœði og unni sönglistinni af alhug. Var organisti Mikleyjarsafnaðar. Móð- ir Haraldar, frú Ingibjörg, er enn á lifi, svo og brœðr haris Eggert, Jakob, Vilhjálmr, Bcgi og Jón og ein systir, Jakobína. Eiga þau öll heima í Mikley nema Jakob, sem er búsettr á Girnli. Jóh. B. GuSríðr Stefánsson, húsfreyja Þorv. Stefánssonar, bónda á Akranesi við íslendingafljót, lézt snögglega af hjartabilun á heimili s'ínu 5. Okt. Guðhrædd og góð kona, sem hafði unun af að hjálpa þeim, er bágt áttu, og tók góðan þátt í starfsemi kvenfélags Brœðrasafnaðar. Jóh. B. Magnús Sifjurðsson, 46 ára, ættaðr úr Borgarfirði syðra, andaðist úr brjóstveiki á heimili sínu i Geysis-byggð 14. Okt. Magnús bar sjúkdómskrossinn með mestu stilling, enda var hann trúaðr maðr, — trúði á frelsara sinn og drottin, einsog honurn hafði verið kennt í æsku. Eætr efitir sig ekkju, Sigríði að nafni, og fjögur börn. Jóh .B. 2. Nóv. lézt Baldvin G. Stefánsson, snögg'ega, af heilablóð- falli. Var (á ferðalagi, þegar dauðann bar að. Hann var 29 ára gamall, röskleika-maðr og ellistoð foreldra sinna. Heyrði til Árdalssöfnuði. Einkasonr foreldra sinna og þeim 'harm- dauði mjög sem vonlegt er. Jóh. B. Guðfinna Kristjánsson, 32 ára, eiginkona Þorsteins Krist- jónssonar bónda á Finnbogastöðum í Árnesbyggð, andaðist efjtir langvarandi veikindi á heimili þeirra hjóna 22. Des. Hún var dóttir Finnboga Finnbogasonar frá Útibleiksstöðum í Mið- firði. Guðfinna var góð kona og myndarleg og hafði fyllilega ákveðnar skoðanir í trúarefnum, aðhylltist í þeim1 efnum ekk- ert minna en heilan kristindóm. Lætr eftir sig fjögur börn, öll ung. Foreldrar hennar enn á lífi, svo og ein systir, Þorbjörg, kona M. M. Jónssonar, kaupmanns að Víði. Lík Guðfinnu var jarðsejtt í grafreit Breiðuvíkrsafn. 28. Des. Jóh. B. Mrs. Petrína Thorláksson, andaðist 9. Jan., 47 ára, úr

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.