Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1912, Síða 21

Sameiningin - 01.01.1912, Síða 21
34i Þeir hættu aS „haltra til beggja hliSa“, læknuSust af allri til- hneiging til skurSgoSadýrkunar. FyrirliSar þeirra voru göfgar trúar-hetjur og lýSrinn hafSi orSiS fyrir andlegri vakning. Einnig hafSi þjóSin komizt í kynni við austrlenzka menning. Margir þeirra höfSu komizt til vegs og metorSa hjá sigrvegurr um sinum. En þjóSlegt sjálfstœSi sitt höfSu þeir misst, og niSrlægingin hafSi kennt þeim auSmýkt frammi fyrir guSi. Þannig korna GySingar oss fyrir sjónir, þegar vér lesum 'bœkr þeirra Esra og Nehemia. En þegar vér byrjum svo aS Jesa nýja testamentiS, verSum vér varir viS stórar breytingar á útsýninu. Nú eru þaS elcki Persar, heldr Rómverjar, sem drottna yfir GySingum. í staS spámannanna er komiS öldunga- ráS fSanhedrinj, skriftlærSir menn, kennifeSr, Farísear, Sadú- sear og Essenar. Auk hinnar lögboSnu musteris-þjónustu heyr- um vér nú talaS um lestr ritninganna í samkunduhúsum og bœnagjörSir á strætum úti. Og þaS er kominn annar blær á guSrœknina hjá GySingum. AuSmýkt og andríki lýtr í lægra haldi. Bókstafs-þræ’kun og verka-réttlæting skipar öndvegi. Vér höfum nú virt fyrir oss sumar helztu og auSsæjustu breytingarnar. Eítum nú yfir söguna sjálfa, því þar liggja upptökin. í tvær aldir eftir aS Sýrus fKýros) konungr gaf GySingum heimfararleyfi, lá Júdea undir Persaríki, og vegnaSi GySingum þá lengst-af fremr vel. Þá kemr til sögunnar maSf, sem flestir hafa heyrt getiS. ÞaS er Alexander mikli, konungr í Makedoníu. Hann hafSi ásett sér aS leggja undir sig heirn- inn allan; og réSst í hernaS gegn Persaveldi. ÁriS 333 f- Kr. fór hann herskildi um austrströnd MiSjarSarhafs, vann hvar- vetna sigr og tók stórborgirnar Damaskus, Sídon og Týrus. Hélt hann síSan til Egyptalands; á leiSinni þangaS gjörSi hann út sendimenn til Jerúsalem, heimtaSi af GySingum skattgjald og hollustu, svo og vistir 'handa her sínum. GySingar gjörSu þaS, sem af þeim var heimtaS, og ikomust þannig ófriSarlaust undir yfirráS Alexanders. AS stjórnmálum til voru kjör GySinga aS mestu söm og áSr. Jaddúa œSsti prestr var enn höfSingi yfir þeim. Þeir sendu árlega skatt sinn til Alexanders í staS Persa- konungs, og stóS þeim þaS1 sjálfsagt nokkurnveginn á sama. Þeir voru aS nafninu til háSir griskum landstjóra, sem heima átti norSr í Samaríu. En hann lét þá aS mestu hlutlausa, og gaf þeim jafnvel part af landareign Samverja. En þessi sigr Alexanders var miklu stórvægilegri en GyS- ingar gátu gjört sér í hugarlund. Grísk menning breiddist nú út um Austrlönd og komust GySingar undir áhrif hennar.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.