Sameiningin

Årgang

Sameiningin - 01.01.1912, Side 23

Sameiningin - 01.01.1912, Side 23
343 frelsi, hjálpaði þeim til að' reisa við musteriö, og reyndist þeim vel í hvívetna. ÁriS 190 unnu Rómverjar sigr á Antíokusi og þrem árum síöar var hann myrtr af syni sínum, Selevkusi fjóröa; og sat sá aö völdum ellefu ár; og var í skopi kallaSr Fílópatór (þ. e.: „föðurvinr‘'J. Á þessu tímabili öllu höfðu Gyðingar setzt að víðsvegar í borgum þessarra tveggja grísku rikja, svo sem fyrr er frá sagt. En Grikkir höfðu aftr á móti tekið sér bólfestu í ýmsum borg- um Gyöingalands, og komust þá Gyðingar þeir, sem héldu kyrru fyrir þar heima, í kynni við gríska menning. Brátt mynduðust tveir flokkar meðal Gyðinga þessarra. Aðrir vildu halda sem fastast í allt gyðinglegt og semja sig í engu að háttum útlend- inga. Varð drambið brátt mikið hjá þeim útaf þjóðerni þeirra og trúarbrögðum. og rígbundu þeir sig við allar gyðinglegar venjur, sem væri þær sáluhjálparatriði. Þessir menn voru nefndir „Hasídear" og síðar „Farísear“. Andstœðingar þeirra voru aðallega menn úr flokki presta, sem tóku tveim höndum grískri siðfágan, og reyndu að ryðja henni braut; þeir fengu síðar heitið „Sadúsear“. Um öldungaráð Gyðinga er fyrst getið á tíð Antíokusar mikla. Árið 175 f. Kr. komst sá maðr til valda í Sýrlandi, sem Antíokus hét. Smjaðrarar kölluðu hann Antíokus Epífanes fþ. e.: „Antíokus hinn víðfræga“j, en aðrir viku þessu nafni við, og kölluðu hann Antíokus Epímanes (þ- e.; Antíokus hinn „bandr óða“ý, og er svo að sjá sem hann hafi borið það nafn með rentu. Hann var fullr með duttlunga, hégómlegr og glysgjarn fram úr hófi, drykkfelldr og óhemja hin mesta í hvivetna. Fengu Gyðingar sárlega að kenna á skaplyndi hans. Antíokus þessi hóf ófrið við Egyptaland; og tók hann þá að gruna Gyðinga um græsku, enda höfðu þeir litla ástœðu til að halda tryggð við hann. Ásetti hann sér að jafna sakir við þá, og brjóta þá algjörlega á bak aftr. Fékk hann átyllu til þess um sömu mundir. Svo stóð á, að Menelás nokkur hafði tekið að sér að heimta skatt af Gyðingum, og samið við konung um ákveðið gjald fyrir skattheimtuna, svo sem þá var siðr. Þetta gjald reyndist hærra en allr sá skattr, sem hann gat heimt af Gyðingum og lét hann taka nokkur gullker úr muster- inu til að bœta upp hallann. Gamall uppgjafa-prestr, að nafni Ónías, mælti harðlega móti ráni þessu, og lét Menelás myrða hann á laun. Gyðingar urðu uppvægir útaf ódáðaverkum þess- um og hófu uppreisn. Þetta tœkifœri gat Antíokus ekki látið

x

Sameiningin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.