Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1912, Blaðsíða 32

Sameiningin - 01.01.1912, Blaðsíða 32
352 Jesús sagSi viS; hann: Aftr stendr skrifaö : Ekki skaltu freista. drottins, guös þíns. 8, Enn tekr djöfullinn hann með sér uppá ofr hátt fjall og sýnir honum öll ríki heimsins og þeirra dýrö, og hann sagöi við1 hann: 9. Allt þetta mun eg gefa þér, ef þú fellr fram og tilbiör mig. 10. Þá segir Jesús við hann: Vík burt, satan! þvíað rifatS er; Drottinn, guö þinn, skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum. 11. Þá yfirgaf djöfullinn hann, og sjá, englar komu og þjónuðu honum. Les : Lúk. 4, 1-13. — Minnistexti: Því með því að hann hefir liðið, þarsem hans sjálfs var freistað, er hann fœr um að fulltingja þeim, sem verða fyrir freisting — Heb. 2, 18. Skírn Jesú (Mark. 1, 9-11) : Jesús sjálfr, sem skírði með heilögum anda og eldi, kemr til Jóhannesar til að skírast. Ekk- ert getr sýnt oss betr, hve mikilvæg skírnin er. Jesús var synd- laus, og þurfti því ekki skirnar við sjáifs sín vegna, en hann tók á sig vorar syndir, og skírist þvi einsog svndari „til að full- nœgja öllu réttlæti.',‘ Hann byrjar opinberlega friðþægingar- verk sitt, um leið og hann byrjar sína opinbieru kennimanns- stöðu, með skírninni. Hún er vígsla hans til krossins. — Þögn margra alda er rofin, rödd guðs sjálfs heyrist aftr í Israel, og vitnar um Jesúm. Freisting Jesú ('Matt. 4, 1-11J: Eftir skírnina kemr — freistingin. Þegar vér höfum komizt næst guði, þá eru freist- ingar djöfulsins oft harðastar. Jesús var leiddr af andanum útí eyðimörk til þess að hans yrði freistað af djöflinum. Hann þurfti að veröa fyrir freistingum og sigra þær einsog hann þurfti að skírast — vor vegna. Jesúm „tók að hungra”, og satan reyndi fyrst að láta þenn- an mannlega veikleik hans, hungrið, verða honum til falls. Þannig fer hann ætíð að. Jesús svarar orðum satans með orði guðs. Það, sem djöfullinn stakk uppá, gat virzt alveg meinlaust. Hve oft teljum vér oss ekki trú um, að fyrsta sporið útá veg glötunarinnar sé alveg meinlaust? En það, sem djöf- ullinn vild’i hér koma til vegar, var að fá Jesúm til að hætta við að li.fa lífi sársauka og sjálfsafneitunar fyrir oss, synduga menn. — Það, sem í hinum freistingunum liggr, er auðskildara. —- í seinustu freistingunni kastar djöfullinn af sér hjúpnum, sýnir sig einsog hann er, sýnir syndina einsog hún er — það, að til- biðja djöfulinn í staðinn fyrir guð. Og hann slær út sínu hæsta spili — býðr heiminn, sem Jesús var kominn til að sigra. Og enn í dag býð’st freistarinn til að gefa oss allan heiminn, ef vér föllum fram og tilbiðjum heimsandann.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.