Sameiningin - 01.03.1912, Síða 7
3
Þar er þá eitt af nútíðar-táknunum, sem af má ráða, að
alda þessarrar ömurlegu tízku, sem nefnd er nýja guð-
frœði, sé yfirleitt í heiminum farin að hníga; því vitan-
lega er það Þýzkaland, sem þeirri tízku hefir ráðið öllum
öðrum löndum fremr. Eftir ‘ Allgemeine lutherische
Kirkenzeitung’ í Leipzig—aðal-málgagni lútersks krisk-
indóms þar í landi—, er þetta tilfœrt: „Naumast skjátl-
ast oss, er oss skilst svo, að í þessarri framkomu Har-
nacks birtist hann á framför. Aðr lét hann sig meira
máli sldfta að gjörast andstœðr tni kristins safnaðar.
A seinni árum hefir framkoma hans aftr og aftr vakið
furðu hinna, gömlu vina hans. Og er hann fór að láta
það opinberlega til sín heyra, að við rannsókn biblíunn-
ar yrði að taka tillit til kirkjulegrar erfikenningar, setti
þá marga hljóða. Ekki fór betr, er hann lýsti yfir því,
að guðspjallið þriðja og Gjörðabók postulanna væri á-
reiðanlega eftir höfund þann, sem þau rit liafa verið
eignuð—Lúkas—; enn fremr, að Jóhannesar guðspjall
lilyti að vera fœrt í letr af sjónarvotti; — því með þess-
um og þvílíkum ummælum sýndi hann, að hann hélt sér
engan veginn fast við neina flokksstefnu, en vildi feginn
læra meira. Ef menn vildi fyrir því hafa, væri hœgt að
benda á ýms ákveðin skoðana-skifti á þroska-skeiði nar-
nacks. Svo kemr fyrir málið, sem höfðað var gegn
Jatho*), og afskifti lians af því. Hver hefði áðr trúað
því, að Harnack mvndi halda því svo sterklega fram, að
kirkjan verði að verja sig gegn villukenningum ? Eða
að hann svo afdráttarlaust gjörðist formælandi algjörr-
ar opinberunar guðs í Kristi?
„Yér getum ekki annað en trúað því, að Harnack sé
vandaðr og samvizkusamr maðr. En þá getum vér og
hiklaust sagt, að hann hverfr aftr frá óverjandi ímynd-
unum um efni trúarinnar og nálgast meir og meir krist-
indómsopinberanina einsog hún er í raun og veru. Og
þarsem hjá honum birtist svo mikil alvara í vísindalegum
rannsóknum hans, og svo ákveðin sannleiksþrá, að hann
*) Á þaS minntist séra N. Stgr. Þbrláksson í grein sinni í
Október-blaðinu.