Sameiningin - 01.03.1912, Page 8
4
vill lieldr sleppa því eða því fornn en afsala sér ein-
hverjum nýfundnum sannindum, þá ætti að mega vona,
að framvegis lialdi liann lengra eftir stefnu þeirri, er
hann hefir tekið sér.“
o
Fer biblían
ósatt mál? ^
Eftir clr. WIIjLIS BEECIIEK.
(pýtt úr bók hans Reasonable Bil)lieal Criticism, sem nýkomin er út
I Philadelphia, en jafnframt birtist hún aS meginmáli 1 mörgum
þáttum 1 blaöinu „The Sunday School Times“).
Mergð vitnisburða er til, sem í einu hljóði mótmæla
kenningunum órökstuddu um að bcekrnar sex fyrstu í
biblíunni sé fœrðar í letr mörgum öldum síðar en þeir
menn voru uppi, sem þær eru venjulega við kenndar.
Efni Mósesbókanna allra, að Grenesis undan skilinni, er
nálegat að öllu leyti frásaga í ýmsum þáttum kennd við
Móses. Hann talar þar ýmist í fyrstu persónu, ellegar
tekið er fram, að hann hafi ritað þetta eða talað það,
eða í þriðja lagi er sagt, að það sé boðskapr guðs til
Mósesar. í Dómarabókinni og báðum Samúelsbókunum
í þeirri mynd, sem vér höfum þær, er svo frá öllu gengið,
að auðsætt er, að á þeim tíma, er þau rit urðu til, hafa
allir þættir sex bóka safnsins (Móses-bóka og Jósúa-
bókar) verið til og alkunnir, bæði saga þeirra bóka og
löggjöfin, sem þar er frá skýrt með þeirri kröfu, að ísra-
el hlýði þeim fyrirskipunum. Jafnvel nýmæla-menn,
þeir, er aíð þekking til mega heita vel að sér, neita þessu
ekki lengr. Yíða í Konunganna bókum er ýmist bein-
*) Svona er fyrirsögn þessa þáttar úr bók Beecher’s, þarsena
greinin birtist endrprentuÖ I „Sunday School Times“, og þess er um
leiö getiö, aö ekki sé á þennan ankannalega hátt spurt frá sjónar-
miöi höfundarins, né heldr blaösins og lesenda þess, heldr sé spurn-
ingin svona stýluö til þess aö vekja eftirtekt þeirra, er lesa, á þvi, hvert
þeir menn stefna trúarlega, sem aöhyllast nýtizkukenningarnar um
uppruna hinna helgu rita í biblíunni. Og athugasemdin svo enduð
meÖ enn annarri spurning — þessarri: Höfum vér efni á þvi að vita
ekki, hvað er rétt og rangt í þessu máli, e'ða hver afstaða vor skal
vera gagnvart því?