Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.03.1912, Page 9

Sameiningin - 01.03.1912, Page 9
5 línis eða óbeinlínis bent til efnisins í sex bóka safninu, löggjöfin bundin við Móses, og um það talað, hvernig með liana liafi verið farið allt frá því, er Davíð vair uppi. Á líkan hátt er með berum orðum eða óbeinlínis taiað um Móses, lögmálið og einstaklega efnisþætti sex bóka safnsins í nálega hverri einustu bók spámannanna, stœrri og smærri, eins í Sálmunum, einnig í ritunum, sem jafnaðarlega eru kennd við Salómon, og öðrum gamla testamentis bókum. Þá er og vitnisburðr nýja testamentisins í sömu átt yfirfljótanlegr og þannig lag- aðr, að honum verðr ekki mótmælt. Sýnt skal bráðum, hver'nig nýmæla-menn leitast við að ónýta þann vitnis- burði. 1 bráð nœgir að geta þess, að enginn þeirra reynir að bera brigð á það, að vitnisburðr sá sé til, né því, að hann sé aftr og aftr endrtekinn, að hánn jafnvel sé óslitinn allt frá því, er Móses var uppi, né því, að vitnisburðrinn lialdi því með skýrum orðum fram, að sex bóka saifnið heyri til tíð Mósesar og félagsbrœðra hans. Þessu næst er vert að taka það fram, að frágangr ritverka þeirra, sem nú er um að rœða, að orðalagi til eða ytra búningi, staðfestir vitnisburð þennan. Mörg lúndi þyrfti að rita til að gjöra fullkomlega grein fyrir þessu; en gætum að nokkrum samstœðum atvilmm, sem útaf fyrir sig sanna þetta nálega til fullnustu. Þeir partar biblíunnar, sem náknýttir eru við áratugana næstu á undan herleiðingunni, liafa á sér merki babý- lonskra álirifa; meðal annars koma þar fyrir babýlonsk orð; einnig er þar getið um babýlonska menn, ba.bý- lonska atburði og babýlonskar venjur. Að sínu leyti eins hafa þeir partar ritningarinnar, sem segja frá at- burðum eftir herleiðinguna, á sér persnesk merki; það úir þar og grúir af þeim sérkennum, svo að liundruðum skiftir; það bólar á þeim nálega á hverri blaðsíðu. Þar getr enginn verið í vafa. Hefði nú svo og svo mikið af sex bóka safninu (Móses-bókum og Jósfia-bók), einsog nýmæla-menn staðhœfa, verið fœrt í letr á babýlonska tímabilinu eða persneska tímabilinu, þá myndi þeir partar áreiðanlega hafa verið með sömu babýlonsku og

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.