Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.03.1912, Síða 10

Sameiningin - 01.03.1912, Síða 10
6 persnesku sérkennum; en þeir hlutar ritningarinnar hafa engin slíh merki á sér; þar sést ekki minnsti vottr neins slíks. Af þessu má leiða þá ályktan, að ritverk þessi geti ekki liafa orðið til svo seint á öldum, og álykt- an sú er svo sterk, að enginn hefir rétt til að vera þar í vafa. Hinsvegar höfum vér þó veitt því eftirtekt, að sá, er síðast gekk frá sögunni í sex bóka safninu — sögu, sem að sumu leyti er af atburðum, er gjörðust svo öldum skiftir fyrir daga Mósesar—, minnist stöku sinnum, söguefninu til skýringar, á sitthvað, er síðar fór fram. Á ekki svo fá þannig löguð dœmi má benda. Bn að tím- anum til hafa þau sín takmörk. Með vísu verðr ekki á neitt slíkt bent lengra fram en nokkra áratugi eftir Móses. Fyrir þessu verðr aðeins á einn veg gjörð sennileg grein. Ritarinn tengir forna atburði saman við nýlega atburði fram-að þeim tíma, er hann sjálfr var uppi, — og sá tími segir þá til um það, hvenær lokið hafi verið við sex bóka safnið. Þessar röksemdir eru skiljanlegar; þær eru ekki leiddar fram með hártogunar-sldlgreiningum sérfrœð- inga. Þær ráða úrslitum, þótt ekkert væri annað því máli til sönnunar. Það, sem síðast kemr til skoðunar, er trúverðleiki sögumálsins. Það er kenning nýmæla-manna, að efnið í ritum þessurn sé að miklu leyti helgisögur eða æfintýri, og ýmsir þættir þar aðrir að meginmáli beint tilbúnir í því skyni að breiða sérstakar trúarskoðanir út með þeim heilaspuna. En eins ber hér vandlega að gæta. Menn þessir flytja ekki þá kenning, að rit þessi kannist sjálf við, að þau sé trúarlegr skáldskapr, eða líkingarmáls-sögurj, samsettar í því skyni að flytja trúar-boðskap, og að þau hafi verið skilin svo frá upphafi. Nýmæla-menn kenna allt annað — þetta: að rithöfundar nokkrir hafi af á- settu ráði lagt fram fvrir almenning það, sem átti að vera saga, en saga, sem þeir sjálfir höfðu spunnið upp í þeim tilgangi að láta svo líta út, þótt fjarri væri sönnu

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.