Sameiningin

Ukioqatigiit

Sameiningin - 01.03.1912, Qupperneq 15

Sameiningin - 01.03.1912, Qupperneq 15
II verða ekki með í þeirri neitan. Eg á þess von, að þeir kannist við, að eg hafi hér að engu leyti hallað réttn máli. Til að bjarga málstað sínnm munu þeir ekki leit- ast við að neita neinu, sem eg hefi sagt um það, hverju haldið er fram, heldr munu þeir gjöra það með því að segja, að trúar-tilhneiging manna birtist eðlilega í þjóð- sögnum, og að menn þeir hinir trúhneigðu, sem gjörðu sig seka í fölsun með því að rita biblíuna einsog reynd varð á, heyri að menntan til lægra þroskastigi en vér, og því sé ekki rétt að heimta í siðferðilegu tilliti af þeim það hið sama, sem af oss er í þeim efnum krafizt. Þess- ar eða þeim líkar röksemdir munu menn hera fyrir sig í þeirri átt. 1 reyndinni lialda þeir því fram, að þeir styðji trúna á áreiðanleik hiblíunnar stórum með því að tína þá tiltölulega fáu sögulegu sannleiksmola útúr hrúgu þjóðsagnanna og æfintýranna þar. Sé svo, að einhverjir af talsmönnum hinna nýju kenninga reynist ófúsir til að varpa svona lagaðri alls- herjar-rýrð á sannsögulegt gildi ritninganna, þá ætti þeir, sem hiklaust aðhyllast gömlu kenningarnar, að tjá þeim fögnuð sinn útaf því að vita þá svona langt komna á rétta leið. Mótmæli vor eru ekki svo mjög gegn ný- mæla-kenning þeirri, er sá eða sá frœðimaðrinn eða rit- höfundrinn heldr fram, einsog afneitunar-stefnunni í heild sinni, án alls tillits til þess, hverjir það eru, sem aðhyllast hana; — gegn þeirri órökstuddu skoðan á sex rita safninu fremst í biblíunni, sem ólijákvæmilega leiðir til þeirrar ímyndunar, að enginn af Sálmunum sé eftir Davíð,— að spádómshók Esajasar og ýmsar aðrar hinna helgu bóka sé ekki annað en samskeytt ritbrot, — að margvíslegri fölsunar-flœkju sé ofið inní hvert um sig af ritum beggja testamentanna, — að Jesús og Páll hafi ekki staðið hærra að viti eða siðfrœðilegri réttsýni en það, að aðhyllast rangar ímyndanir um ritningarnar, og nota þær fyrir undirstöðu fagnaðarboðskaparins, sem þeir fluttu mönnum.

x

Sameiningin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.